Fótbolti

Eggert Gunnþór samdi við Vestsjælland

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eggert Gunnþór í búningi Vestsjælland.
Eggert Gunnþór í búningi Vestsjælland. mynd/heimasíða FCV
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er genginn í raðir danska úrvalsdeildarliðsins Vestsjælland, en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins.

Eggert samdi við Vestsjælland út tímabilið, en liðið er með 15 stig í næst neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

„Eggert heillaði okkur mikið á dvöl sinni hér. Hann er með frábært viðhorf og viljasterkur. Þannig viljum við hafa leikmennina okkar. Það er engin spurning um að hann mun styrkja hópinn okkar,“ segir Jacob Gregersen, yfirmaður knattspyrnumála hjá FCV, um Eggert.

Eskfirðingurinn, sem er orðinn 26 ára gamall, var síðast á mála hjá Belenenses í Portúgal en hefur áður spilað með Hearts í Skotlandi og Úlfunum og Charlton á Englandi.

Danska úrvalsdeildin er í vetrarfríi en hefst á ný 22. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×