Ráðist á kylfing á PGA-mótaröðinni 22. janúar 2015 18:00 Robert Allenby Facebook/Golfchannel Ástralski kylfingurinn Robert Allenby gerði ekki góða för til Hawaii í síðustu viku en honum mistókst að ná niðurskurðinum í Sony Open og þurfti því að sitja hjá yfir helgina. Það átti eftir að hafa afar leiðinlegar afleiðingar í för með sér fyrir Allenby, sem skellti sér í kjölfarið á krá í Honululu þar sem honum var rænt, eignum hans stolið og hann laminn ítrekað í andlitið. Allenby skýrði frá atvikinu, sem hann sjálfur segist muna mjög takmarkað eftir, í sjónvarpsþætti í Ástralíu daginn eftir árásina en hann birti einnig meðfylgjandi mynd á Facebook síðu sinni.„Þetta er eitthvað sem maður heldur að gerist bara í kvikmyndum,“ sagði Allenby í viðtalinu. „Ég sá ekki hverju þeir lömdu mig með en það var mjög sársaukafullt. Ég fór á klósettið og þegar að ég kom til baka þá réðust nokkrir menn á mig sem ég hafði aldrei séð áður. Ég man ekkert hvað gerðist eftir þetta nema þegar að ég vaknaði í almenningsgarði sem var fullur af heimilislausu fólki.“ Allenby hefur sigrað í fjórum mótum á PGA mótaröðinni og 22 atvinnumótum á ferlinum en síðasti sigur hans kom árið 2009 á ástralska PGA-meistaramótinu. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Robert Allenby gerði ekki góða för til Hawaii í síðustu viku en honum mistókst að ná niðurskurðinum í Sony Open og þurfti því að sitja hjá yfir helgina. Það átti eftir að hafa afar leiðinlegar afleiðingar í för með sér fyrir Allenby, sem skellti sér í kjölfarið á krá í Honululu þar sem honum var rænt, eignum hans stolið og hann laminn ítrekað í andlitið. Allenby skýrði frá atvikinu, sem hann sjálfur segist muna mjög takmarkað eftir, í sjónvarpsþætti í Ástralíu daginn eftir árásina en hann birti einnig meðfylgjandi mynd á Facebook síðu sinni.„Þetta er eitthvað sem maður heldur að gerist bara í kvikmyndum,“ sagði Allenby í viðtalinu. „Ég sá ekki hverju þeir lömdu mig með en það var mjög sársaukafullt. Ég fór á klósettið og þegar að ég kom til baka þá réðust nokkrir menn á mig sem ég hafði aldrei séð áður. Ég man ekkert hvað gerðist eftir þetta nema þegar að ég vaknaði í almenningsgarði sem var fullur af heimilislausu fólki.“ Allenby hefur sigrað í fjórum mótum á PGA mótaröðinni og 22 atvinnumótum á ferlinum en síðasti sigur hans kom árið 2009 á ástralska PGA-meistaramótinu.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira