Máttur snertingar SIGGA DÖGG skrifar 26. janúar 2015 11:00 Snerting er lífsnauðsynleg, fyrir unga sem aldna Vísir/Getty Snerting milli einstaklinga skiptir sköpum svo manneskja getur þrifist og dafnað. Eftirfarandi staðreyndir um snertingu ganga útfrá því að snertingin sé ekki óviðeigandi.1. Létt snerting á handlegg leiðir til þess að þú ert líklegri til að skila hlut sem einhver missti, jafnvel fjármunum. Í einni rannsókn þá gaf fólk þjóni hærra reiðufé ef þjóninn rétt snerti viðskiptavininn.2. Fólk er líklegra til að veita hjálparhönd ef það hefur verið rétt snert áður en aðstoðar er þörf.3. Bón verður auðveldari í framkvæmd ef þú snertir viðkomandi á upphandlegginn því þá er sá líklegri til að verða við bóninni.4. Ef þú snertir fólk tvisvar á handlegginn þá er það enn líklegra til að verða við bóninni, sérstaklega ef það er kona sem spyr karlmann.5. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá getur það borgað sig fyrir sölumanninn að snerta þig á handlegginn því þá ert þú líklegri til að ganga frá kaupum.6. Í rómantísku samhengi þá skiptir snerting sem er ekki kynferðisleg máli og er fólk líklegra til að gefa símanúmerið sitt eftir að hafa verið snert nema karlar virtust oftar misskilja saklausa snertingu sem kynferðislega tilburði.7. Þeir sem snerta aðra eru gjarnan taldir hafa aukið vald, frekar en þeir sem eru snertir.8. Við getum greint helstu tilfinningar þess sem snertir útfrá snertingunni einni saman.9. Nemendur sem fóru tvisvar í viku í nudd í fimm vikur voru afslappaðri og gekk betur í stærðfræðiprófi í kjölfarið. Þetta gæti því verið kjörið ráð fyrir alla nemendur í lokaprófum. Heilsa Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið
Snerting milli einstaklinga skiptir sköpum svo manneskja getur þrifist og dafnað. Eftirfarandi staðreyndir um snertingu ganga útfrá því að snertingin sé ekki óviðeigandi.1. Létt snerting á handlegg leiðir til þess að þú ert líklegri til að skila hlut sem einhver missti, jafnvel fjármunum. Í einni rannsókn þá gaf fólk þjóni hærra reiðufé ef þjóninn rétt snerti viðskiptavininn.2. Fólk er líklegra til að veita hjálparhönd ef það hefur verið rétt snert áður en aðstoðar er þörf.3. Bón verður auðveldari í framkvæmd ef þú snertir viðkomandi á upphandlegginn því þá er sá líklegri til að verða við bóninni.4. Ef þú snertir fólk tvisvar á handlegginn þá er það enn líklegra til að verða við bóninni, sérstaklega ef það er kona sem spyr karlmann.5. Ef þú ert í bílahugleiðingum þá getur það borgað sig fyrir sölumanninn að snerta þig á handlegginn því þá ert þú líklegri til að ganga frá kaupum.6. Í rómantísku samhengi þá skiptir snerting sem er ekki kynferðisleg máli og er fólk líklegra til að gefa símanúmerið sitt eftir að hafa verið snert nema karlar virtust oftar misskilja saklausa snertingu sem kynferðislega tilburði.7. Þeir sem snerta aðra eru gjarnan taldir hafa aukið vald, frekar en þeir sem eru snertir.8. Við getum greint helstu tilfinningar þess sem snertir útfrá snertingunni einni saman.9. Nemendur sem fóru tvisvar í viku í nudd í fimm vikur voru afslappaðri og gekk betur í stærðfræðiprófi í kjölfarið. Þetta gæti því verið kjörið ráð fyrir alla nemendur í lokaprófum.
Heilsa Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið