Branden Grace hafði sigur eftir spennuþrunginn lokahring í Katar 24. janúar 2015 14:15 Grace hafði ríka ástæðu til að fagna á lokaholunni dag. Getty Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sigraði á Bank Qatar Masters sem kláraðist nú um hádegisbilið en gríðarleg spenna einkenndi lokahringinn þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu holu. Fyrir hringinn deildu þeir Bernd Wieseberger, Marc Warren og Brendan Grace forystunni en þeir héldust í hendur á lokahringnum og þegar að þrjár holur voru eftir sátu þeir enn saman í fyrsta sæti á 16 höggum undir pari. Þá tók Brendan Grace til sinna mála og nældi sér í glæsilegan örn á stuttri par fjögur holu en hann innsiglaði síðan sigurinn með góðum fugli á lokaholunni. Grace sigraði því á 19 höggum undir pari en Marc Warren frá Skotlandi nældi sér í annað sætið á 18 höggum undir meðan að Austurríkismaðurinn Wieseberger þurfti að sætta sig við það þriðja. Sigurinn hjá Grace er hans sjötti á Evrópumótaröðinni á aðeins þremur árum en hann sigraði síðast á Alfred Dunhill meistaramótinu sem fram fór í desember á síðasta ári. Næsta mót á Evrópumótaröðinni fer fram í Dubai í næstu viku en þar verða margir af bestu kylfingum heims meðal þátttakenda, meðal annars Rory McIlroy, Martin Kaymer, Sergio Garcia og Henrik Stenson. Þrátt fyrir að Bank Qatar Masters hafi klárast í dag er enn mikið golf óleikið um helgina en í Kaliforníuríki fer fram Humana Challenge sem partur er af PGA-mótaröðinni. Eftir tvo hringi þar er reynsluboltinn Matt Kuchar í forystu en bein útsending frá mótinu verður á Golfstöðinni frá klukkan 20:00 í kvöld. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace sigraði á Bank Qatar Masters sem kláraðist nú um hádegisbilið en gríðarleg spenna einkenndi lokahringinn þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu holu. Fyrir hringinn deildu þeir Bernd Wieseberger, Marc Warren og Brendan Grace forystunni en þeir héldust í hendur á lokahringnum og þegar að þrjár holur voru eftir sátu þeir enn saman í fyrsta sæti á 16 höggum undir pari. Þá tók Brendan Grace til sinna mála og nældi sér í glæsilegan örn á stuttri par fjögur holu en hann innsiglaði síðan sigurinn með góðum fugli á lokaholunni. Grace sigraði því á 19 höggum undir pari en Marc Warren frá Skotlandi nældi sér í annað sætið á 18 höggum undir meðan að Austurríkismaðurinn Wieseberger þurfti að sætta sig við það þriðja. Sigurinn hjá Grace er hans sjötti á Evrópumótaröðinni á aðeins þremur árum en hann sigraði síðast á Alfred Dunhill meistaramótinu sem fram fór í desember á síðasta ári. Næsta mót á Evrópumótaröðinni fer fram í Dubai í næstu viku en þar verða margir af bestu kylfingum heims meðal þátttakenda, meðal annars Rory McIlroy, Martin Kaymer, Sergio Garcia og Henrik Stenson. Þrátt fyrir að Bank Qatar Masters hafi klárast í dag er enn mikið golf óleikið um helgina en í Kaliforníuríki fer fram Humana Challenge sem partur er af PGA-mótaröðinni. Eftir tvo hringi þar er reynsluboltinn Matt Kuchar í forystu en bein útsending frá mótinu verður á Golfstöðinni frá klukkan 20:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira