Fjórir jafnir fyrir lokahringinn á Humana Challenge 25. janúar 2015 13:00 Eric Compton deilir forystunni í Kaliforníu. AP/Getty Það má búast við spennandi lokahring á Humana Challenge mótinu sem hluti er af PGA-mótaröðinni en eftir þrjá hringi á þremur mismunandi völlum í eyðimörkinni í Kaliforníu deila fjórir kylfingar forystunni á 17 höggum undir pari. Það eru þeir Bill Haas, Michael Putnam, Justin Thomas og Eric Compton en sá síðastnefndi á sér marga aðdáendur á mótaröðinni þar sem hann berst við bestu kylfinga heims þrátt fyrir að hafa farið í tvær hjartaígræðslur á lífsleiðinni. Þá eru einnig fjórir kylfingar jafnir í fimmta sæti aðeins einu höggi á eftir forystusauðunum en þar má helst nefna Matt Kuchar sem hefur verið í toppbaráttunni alla helgina. Bæði Phil Michelson og Keegan Bradley hófu keppnistímabil sitt á Humana Challenge um helgina en þeir hafa báðir leikið ágætt golf án þess þó að hafa náð að blanda sér í baráttu efstu manna. Lokahringurinn fer fram í kvöld og hefst útsending á Golfstöðinni klukkan 20:00. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það má búast við spennandi lokahring á Humana Challenge mótinu sem hluti er af PGA-mótaröðinni en eftir þrjá hringi á þremur mismunandi völlum í eyðimörkinni í Kaliforníu deila fjórir kylfingar forystunni á 17 höggum undir pari. Það eru þeir Bill Haas, Michael Putnam, Justin Thomas og Eric Compton en sá síðastnefndi á sér marga aðdáendur á mótaröðinni þar sem hann berst við bestu kylfinga heims þrátt fyrir að hafa farið í tvær hjartaígræðslur á lífsleiðinni. Þá eru einnig fjórir kylfingar jafnir í fimmta sæti aðeins einu höggi á eftir forystusauðunum en þar má helst nefna Matt Kuchar sem hefur verið í toppbaráttunni alla helgina. Bæði Phil Michelson og Keegan Bradley hófu keppnistímabil sitt á Humana Challenge um helgina en þeir hafa báðir leikið ágætt golf án þess þó að hafa náð að blanda sér í baráttu efstu manna. Lokahringurinn fer fram í kvöld og hefst útsending á Golfstöðinni klukkan 20:00.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira