Bill Haas sigraði á Humana Challenge 26. janúar 2015 01:00 Haas sýndi stáltaugar á lokahringnum. Getty Bill Haas sigraði á Humana Challenge í annað sinn í gærkvöldi en sigurinn er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Gríðarleg mikil spenna einkenndi lokahringinn en þegar Haas var á 15. holu voru sex kylfingar jafnir á 21 höggi undir pari í forystunni. Á 16. holu nældi hann sér síðan í góðan fugl og skaust þar með upp fyrir restina. Tvö pör á síðustu tveimur holunum tryggðu honum sigurinn en hann sigraði einnig á mótinu árið 2010. Þá er gaman að geta þess að faðir hans, Jay Haas, hefur einnig sigrað á sama móti en það gerði hann árið 1988. Fimm kylfingar deildu öðru sætinu en það voru þeir Matt Kuchar, Charley Hoffman, Brendan Steele, Steve Wheatcroft og Sung Joon Park. Fyrir sigurinn fékk Bill Haas rúmlega 130 milljónir króna sem verður að teljast ágætt kaup fyrir fjóra vel spilaða golfhringi í sólinni í Kaliforníu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Waste Management Phoenix Open en þar mun Tiger Woods hefja tímabil sitt á mótaröðinni ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bill Haas sigraði á Humana Challenge í annað sinn í gærkvöldi en sigurinn er hans sjötti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Gríðarleg mikil spenna einkenndi lokahringinn en þegar Haas var á 15. holu voru sex kylfingar jafnir á 21 höggi undir pari í forystunni. Á 16. holu nældi hann sér síðan í góðan fugl og skaust þar með upp fyrir restina. Tvö pör á síðustu tveimur holunum tryggðu honum sigurinn en hann sigraði einnig á mótinu árið 2010. Þá er gaman að geta þess að faðir hans, Jay Haas, hefur einnig sigrað á sama móti en það gerði hann árið 1988. Fimm kylfingar deildu öðru sætinu en það voru þeir Matt Kuchar, Charley Hoffman, Brendan Steele, Steve Wheatcroft og Sung Joon Park. Fyrir sigurinn fékk Bill Haas rúmlega 130 milljónir króna sem verður að teljast ágætt kaup fyrir fjóra vel spilaða golfhringi í sólinni í Kaliforníu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Waste Management Phoenix Open en þar mun Tiger Woods hefja tímabil sitt á mótaröðinni ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira