Super Bowl leikmannakynning: Tom Brady Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. janúar 2015 13:10 Tom Brady er einn besti leikstjórnandi sögunnar. vísir/getty Super Bowl, stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna á hverju ári, fer fram á sunnudagskvöldið. Þar mætast að þessu sinni ríkjandi meistarar Seattle Seahawks og þrefaldir meistarar New England Patriots. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og rétt eins og í fyrra verður mikil og flott dagskrá í kringum leikinn. Andri Ólafsson stýrir pallborðsumræðum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik auk þess sem sérfræðingarnir koma reglulega inn í leikhléum og fara yfir gang mála. Í aðdraganda leiksins um Vísir hita vel upp fyrir leikinn, meðal annars með leikmannakynningum sem hefjast í dag. Fyrstir á dagskrá eru leikstjórnendurnir og byrjað er á Tom Brady, leikstjórnanda New England Patriots.Sjá einnig:Russell Wilson Vertu með í veislunni á sunnudaginn og taktu þátt í umræðunni á Twitter með kassmerkinu #NFLÍsland. Þeir sem verða með Super Bowl-veislur eru hvattir til að senda inn myndir sem verða birtar í útsendingunni. Hver verður með bestu veisluna?Brady umkringdur á fjölmiðladeginum fyrir Superbowl.vísir/gettyNafn: Tom BradyAldur: 37 áraFrá: San Mateo í KaliforníuHáskóli: University of Michigan, Ann ArborNýliðaval: Valinn nr. 199 í 6. umferðHelstu afrek: Super Bowl-meistari (2001, 2003 og 2004), Besti leikmaðurinn í Super Bowl (2001 og 2003), AFC-meistari (2001, 2003, 2004, 2007, 2011, 2014), besti leikmaðurinn í NFL (2007 og 2010), tíu sinnum valinn í stjörnuliðið. Þrátt fyrir ævintýralegan árangur á stórkostlegum ferli bjóst enginn í raun við neinu af Tom Brady í NFL-deildinni. Saga hans er blanda af óbilandi trú á sjálfum sér og smá heppni. Hann ólst upp í San Mateo í Kaliforníu og var dyggur stuðningsmaður San Francisco 49ers. Faðir hans var mikill NFL-áhugamaður og tók hann með sér á völlinn, en Brady var á vellinum þegar Joe Montana, leikstjórnandi 49ers, fann Dwight Clark í endamarkinu í úrslitaleik NFC-deildarinnar árið 1981. Það kast er einfaldlega kallað: „Kastið“.Brady stillir upp í kerfi í fyrsta Superbowl-leiknum sínum af fimm.vísir/gettyBrady var ekki eftirsóttur af neinum háskóla þrátt fyrir ágætan feril í menntaskóla, en með hjálp þjálfara síns þar komst hann að hjá Michigan, einum af stærstu háskólum landsins. Þar var hann sjöundi leikstjórnandi til að byrja með og spilaði ekki leik fyrstu tvö árin sín. Hann hafði betur í baráttunni gegn Drew Henson seinni tvö árin sín í háskólanum, en þegar Henson kom til skólans átti hann að vera aðalleikstjórnandinn. Brady hafði einstakt lag á að koma Michigan-liðinu úr erfiðum stöðum og kom gjarnan inn á þegar Henson var búinn að koma því í klípu. Á endanum gafst þjálfarinn upp á að láta Henson byrja og lét Brady fá stöðuna. Eins og þegar hann kom úr menntaskóla höfðu ekki margir áhuga á Brady þegar hann skráði sig í nýliðavalið. Í æfingabúðunum fyrir nýliðavalið hljóp hann hægast allra, stökk lægst og fékk skelfilega útreið í njósnaskýrslum fagmannanna sem fylgjast með þeim kjötmarkaði. Á endanum var hann valinn af New England Patriots númer 199 í nýliðavalinu.Tom Brady hefur unnið deildartitiilinn, AFC-deildina í hans tilviki, sex sinnum. Oftar en nokkur annar.vísir/gettyBrady og Robert Kraft, eigandi Patriots, hafa báðir sagt söguna af því þegar Brady kom upp að honum sumarið 2000 eftir nýliðavalið og sagði: „Herra Kraft, ég heiti Tom Brady. Að velja mig er besta ákvörðun sem þetta félag hefur og mun nokkurn tíma taka.“ Kraft datt væntanlega ekki í hug að sú væri raunin. Nýliðaárið sitt spilaði Brady ekkert. Hann byrjaði æfingabúðirnar sem fjórði leikstjórnandi en vann sér inn sæti varmanns Drew Bledsoe sem var aðalmaðurinn hjá New England. Hann átti að leiða liðið næstu árin enda nýbúinn að fá flottan samning. En þá var komið að heppni Brady. Í öðrum leik tímabilið 2001 meiddist Bledsoe gegn New York Jets og þurfi að fara af velli í fjórða leikhluta. Til að gera langa sögu stutta voru þessi skipti það besta sem gat komið fyrir liðið. Brady fór með liðið alla leið á sínu fyrsta ári sem leikstjórnandi og vann Super Bowl í leik gegn St. Louis Rams.Hann hefur síðan þá unnið þann stóra tvívegis til viðbótar og farið fimm sinnum í úrslit. Hann á nú að baki sex deildarsigra, þ.e. sigur í AFC-úrslitaleiknum, en enginn annar hefur komist jafn oft í Super Bowl. Enginn hefur unnið fleiri leiki í úrslitakeppninni og þá er hann eini maðurinn sem hefur verið kosinn besti leikmaðurinn í NFL-deildinni með fullu húsi stiga (2010). Átrúnaðargoð Bradys er Joe Montana sem vann Super Bowl fjórum sinnum með San Francisco 49ers. Brady er búinn að slá öll met Montana, sem af mörgum er talinn sá besti í sögunni. Nú þarf hann bara að vinna á sunnudaginn til að jafna við hann í Super Bwl-titlum.Ekki missa af Super Bowl og öllu hinu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 - allt í leiftrandi háskerpu. Kynntu þér nýja sportpakka á 365.is. NFL Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
Super Bowl, stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna á hverju ári, fer fram á sunnudagskvöldið. Þar mætast að þessu sinni ríkjandi meistarar Seattle Seahawks og þrefaldir meistarar New England Patriots. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og rétt eins og í fyrra verður mikil og flott dagskrá í kringum leikinn. Andri Ólafsson stýrir pallborðsumræðum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik auk þess sem sérfræðingarnir koma reglulega inn í leikhléum og fara yfir gang mála. Í aðdraganda leiksins um Vísir hita vel upp fyrir leikinn, meðal annars með leikmannakynningum sem hefjast í dag. Fyrstir á dagskrá eru leikstjórnendurnir og byrjað er á Tom Brady, leikstjórnanda New England Patriots.Sjá einnig:Russell Wilson Vertu með í veislunni á sunnudaginn og taktu þátt í umræðunni á Twitter með kassmerkinu #NFLÍsland. Þeir sem verða með Super Bowl-veislur eru hvattir til að senda inn myndir sem verða birtar í útsendingunni. Hver verður með bestu veisluna?Brady umkringdur á fjölmiðladeginum fyrir Superbowl.vísir/gettyNafn: Tom BradyAldur: 37 áraFrá: San Mateo í KaliforníuHáskóli: University of Michigan, Ann ArborNýliðaval: Valinn nr. 199 í 6. umferðHelstu afrek: Super Bowl-meistari (2001, 2003 og 2004), Besti leikmaðurinn í Super Bowl (2001 og 2003), AFC-meistari (2001, 2003, 2004, 2007, 2011, 2014), besti leikmaðurinn í NFL (2007 og 2010), tíu sinnum valinn í stjörnuliðið. Þrátt fyrir ævintýralegan árangur á stórkostlegum ferli bjóst enginn í raun við neinu af Tom Brady í NFL-deildinni. Saga hans er blanda af óbilandi trú á sjálfum sér og smá heppni. Hann ólst upp í San Mateo í Kaliforníu og var dyggur stuðningsmaður San Francisco 49ers. Faðir hans var mikill NFL-áhugamaður og tók hann með sér á völlinn, en Brady var á vellinum þegar Joe Montana, leikstjórnandi 49ers, fann Dwight Clark í endamarkinu í úrslitaleik NFC-deildarinnar árið 1981. Það kast er einfaldlega kallað: „Kastið“.Brady stillir upp í kerfi í fyrsta Superbowl-leiknum sínum af fimm.vísir/gettyBrady var ekki eftirsóttur af neinum háskóla þrátt fyrir ágætan feril í menntaskóla, en með hjálp þjálfara síns þar komst hann að hjá Michigan, einum af stærstu háskólum landsins. Þar var hann sjöundi leikstjórnandi til að byrja með og spilaði ekki leik fyrstu tvö árin sín. Hann hafði betur í baráttunni gegn Drew Henson seinni tvö árin sín í háskólanum, en þegar Henson kom til skólans átti hann að vera aðalleikstjórnandinn. Brady hafði einstakt lag á að koma Michigan-liðinu úr erfiðum stöðum og kom gjarnan inn á þegar Henson var búinn að koma því í klípu. Á endanum gafst þjálfarinn upp á að láta Henson byrja og lét Brady fá stöðuna. Eins og þegar hann kom úr menntaskóla höfðu ekki margir áhuga á Brady þegar hann skráði sig í nýliðavalið. Í æfingabúðunum fyrir nýliðavalið hljóp hann hægast allra, stökk lægst og fékk skelfilega útreið í njósnaskýrslum fagmannanna sem fylgjast með þeim kjötmarkaði. Á endanum var hann valinn af New England Patriots númer 199 í nýliðavalinu.Tom Brady hefur unnið deildartitiilinn, AFC-deildina í hans tilviki, sex sinnum. Oftar en nokkur annar.vísir/gettyBrady og Robert Kraft, eigandi Patriots, hafa báðir sagt söguna af því þegar Brady kom upp að honum sumarið 2000 eftir nýliðavalið og sagði: „Herra Kraft, ég heiti Tom Brady. Að velja mig er besta ákvörðun sem þetta félag hefur og mun nokkurn tíma taka.“ Kraft datt væntanlega ekki í hug að sú væri raunin. Nýliðaárið sitt spilaði Brady ekkert. Hann byrjaði æfingabúðirnar sem fjórði leikstjórnandi en vann sér inn sæti varmanns Drew Bledsoe sem var aðalmaðurinn hjá New England. Hann átti að leiða liðið næstu árin enda nýbúinn að fá flottan samning. En þá var komið að heppni Brady. Í öðrum leik tímabilið 2001 meiddist Bledsoe gegn New York Jets og þurfi að fara af velli í fjórða leikhluta. Til að gera langa sögu stutta voru þessi skipti það besta sem gat komið fyrir liðið. Brady fór með liðið alla leið á sínu fyrsta ári sem leikstjórnandi og vann Super Bowl í leik gegn St. Louis Rams.Hann hefur síðan þá unnið þann stóra tvívegis til viðbótar og farið fimm sinnum í úrslit. Hann á nú að baki sex deildarsigra, þ.e. sigur í AFC-úrslitaleiknum, en enginn annar hefur komist jafn oft í Super Bowl. Enginn hefur unnið fleiri leiki í úrslitakeppninni og þá er hann eini maðurinn sem hefur verið kosinn besti leikmaðurinn í NFL-deildinni með fullu húsi stiga (2010). Átrúnaðargoð Bradys er Joe Montana sem vann Super Bowl fjórum sinnum með San Francisco 49ers. Brady er búinn að slá öll met Montana, sem af mörgum er talinn sá besti í sögunni. Nú þarf hann bara að vinna á sunnudaginn til að jafna við hann í Super Bwl-titlum.Ekki missa af Super Bowl og öllu hinu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 - allt í leiftrandi háskerpu. Kynntu þér nýja sportpakka á 365.is.
NFL Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira