Pierce Brosnan í Super Bowl auglýsingu Kia Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 11:15 Fyrrum James Bond leikarinn Pierce Brosnan leikur í auglýsingu fyrir Kia sem sýnd verður á stærsta fótboltaleik ársins í Bandaríkjunum, Super Bowl. Sá leikur er úrslitaleikur tveggja bestu rugby liðanna þarlendis og hefur löngum þótt stærsti íþróttaviðburðurinn í Bandaríkjunum á hverju ári. Margir bíða þar einnig eftir flottum auglýsingum sem sýndar eru í hálfleik og keppnin þar ekki minni í að heilla áhorfendur uppúr skónum. Í auglýsingunni ekur Brosnan Kia Sorento jeppanum sem nýkominn er af nýrri kynslóð. Ekki er að spyrja að því að húmorinn er í hávegum hafður í auglýsingunni, en í henni er Kia Sorento í hlutverki óskabílsins sem „getaway vehicle“, eða bíls sem heppilegur er til að komast úr mjög erfiðum aðstæðum. Framvinda auglýsingarinnar er þó á að aðra lund en margir myndu ætla með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent
Fyrrum James Bond leikarinn Pierce Brosnan leikur í auglýsingu fyrir Kia sem sýnd verður á stærsta fótboltaleik ársins í Bandaríkjunum, Super Bowl. Sá leikur er úrslitaleikur tveggja bestu rugby liðanna þarlendis og hefur löngum þótt stærsti íþróttaviðburðurinn í Bandaríkjunum á hverju ári. Margir bíða þar einnig eftir flottum auglýsingum sem sýndar eru í hálfleik og keppnin þar ekki minni í að heilla áhorfendur uppúr skónum. Í auglýsingunni ekur Brosnan Kia Sorento jeppanum sem nýkominn er af nýrri kynslóð. Ekki er að spyrja að því að húmorinn er í hávegum hafður í auglýsingunni, en í henni er Kia Sorento í hlutverki óskabílsins sem „getaway vehicle“, eða bíls sem heppilegur er til að komast úr mjög erfiðum aðstæðum. Framvinda auglýsingarinnar er þó á að aðra lund en margir myndu ætla með Pierce Brosnan í aðalhlutverki.
Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent