Volvo kaupir helminginn í Dongfeng Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2015 11:17 Dongfeng vörubíll. Volvo hefur keypt 45% hlutabréfa í kínverska bíla- og trukkaframleiðandanum Dongfeng. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Trukkadeild Volvo hafði áður keypt trukkadeild Nissan og Renault, Mack trukkafyrirtækið, sem og rútu- og strætisvagnafyrirtækin Provost og Nova. Þá tilheyrir trukkadeild Volvo einnig Volvo Penta, véla- og iðnaðartækjaframleiðsla Volvo. Dongfeng er einn stærsti bíla- og trukkaframleiðandi Kína. Miklar eignatilfærslur hafa verið kringum Volvo á undanförnum árum, en árið 2010 seldi Ford Volvo til Geely, en Ford hafði keypt Volvo árið 1999. Ford losaði sig einnig við bílamerkin Aston Martin, Jaguar, Land Rover og Lincoln. Kaup Volvo á nær helmingshlut í Dongfeng bíður endanlegs samþykkis kínverskra yfirvalda, en kaupverðið er 116 milljarðar króna. Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent
Volvo hefur keypt 45% hlutabréfa í kínverska bíla- og trukkaframleiðandanum Dongfeng. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Trukkadeild Volvo hafði áður keypt trukkadeild Nissan og Renault, Mack trukkafyrirtækið, sem og rútu- og strætisvagnafyrirtækin Provost og Nova. Þá tilheyrir trukkadeild Volvo einnig Volvo Penta, véla- og iðnaðartækjaframleiðsla Volvo. Dongfeng er einn stærsti bíla- og trukkaframleiðandi Kína. Miklar eignatilfærslur hafa verið kringum Volvo á undanförnum árum, en árið 2010 seldi Ford Volvo til Geely, en Ford hafði keypt Volvo árið 1999. Ford losaði sig einnig við bílamerkin Aston Martin, Jaguar, Land Rover og Lincoln. Kaup Volvo á nær helmingshlut í Dongfeng bíður endanlegs samþykkis kínverskra yfirvalda, en kaupverðið er 116 milljarðar króna.
Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent