Ford F-150 Raptor snýr aftur Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2015 13:33 Ford F-150 Raptor er stæðilegur á velli. Ford hefur í nokkur ár ekki haft í boði sérútgáfu Ford F-150 sem bar nafnið Raptor. Frá og með 2017 árgerð bílsins verður svo aftur, en Ford er að kynna þann bíl á bílasýningunni í Detroit um þessar mundir. Ford F-150 Raptor er mun öflugri útgáfa þessa vinsæla pallbíls, sterkbyggðari og hæfari til utanvegaaksturs. Síðast gerð Raptor var með 411 hestafla V8 vél en nýi bíllinn fær V6 vél með tveimur forþjöppum og er hún nokkru öflugri en eldri vélin, þó svo Ford gefi ekki upp hestaflatölu hennar nú. Hann verður með 10 gíra sjálfskiptingu. Raptor er með breiðari yfirbyggingu en hefðbundinn F-150, mun meiri slaglengd fjöðrunar og bíllinn er allur styrktur til mikilla átaka og hraðaksturs á erfiðum vegum. Eins og á við F-150 er Raptor nú nærri 300 kílóum léttari, enda yfirbyggingin að mestu úr áli. Undir henni er þó níðsterkur stálundirvagn. Áfram eru risastórir FOX demparar undir bílnum.Stórt Ford merki á grillinu einkennir Raptor. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent
Ford hefur í nokkur ár ekki haft í boði sérútgáfu Ford F-150 sem bar nafnið Raptor. Frá og með 2017 árgerð bílsins verður svo aftur, en Ford er að kynna þann bíl á bílasýningunni í Detroit um þessar mundir. Ford F-150 Raptor er mun öflugri útgáfa þessa vinsæla pallbíls, sterkbyggðari og hæfari til utanvegaaksturs. Síðast gerð Raptor var með 411 hestafla V8 vél en nýi bíllinn fær V6 vél með tveimur forþjöppum og er hún nokkru öflugri en eldri vélin, þó svo Ford gefi ekki upp hestaflatölu hennar nú. Hann verður með 10 gíra sjálfskiptingu. Raptor er með breiðari yfirbyggingu en hefðbundinn F-150, mun meiri slaglengd fjöðrunar og bíllinn er allur styrktur til mikilla átaka og hraðaksturs á erfiðum vegum. Eins og á við F-150 er Raptor nú nærri 300 kílóum léttari, enda yfirbyggingin að mestu úr áli. Undir henni er þó níðsterkur stálundirvagn. Áfram eru risastórir FOX demparar undir bílnum.Stórt Ford merki á grillinu einkennir Raptor.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent