Viðskipti erlent

Rússar gætu tapað um 50 milljörðum dollara

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Olíuverð hefur hríðfallið að undanförnu og hafa neytendur flestir notið góðs af. Olíuríkið Rússland gerir það þó ekki og er efnahagur þeirra raunar í molum.

Talið er að þjóðabú Rússa muni tapa 46 milljörðum dollara á árinu 2015, haldist olíuverð stöðugt. Tunnan er nú í 50 dollurum en sérfræðingar segja allt benda til þess að verð muni lækka enn meira á næstu vikum. Forsætisráðherra Rússa lýsti í gær yfir þungum áhyggjum vegna þessa, en olía og gas er um 75 prósent af útflutningstekjum landsins.

Olíuverð hefur lækkað um rúm 40 prósent frá því í júní í fyrra og hefur ekki verið lægra í sex ár. Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Goldman Sachs telur að á næstu sex mánuðum verði WTI-olían komin niður í 39 dollara og að Brent-olían muni lækka niður í 43 dollara.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×