Viðskipti erlent

Hættir að selja Google Glass

Samúel Karl Ólason skrifar
Stærsti galli Google Glass, er sagður vera að notendur gleraugnanna líta kjánalega út með þau á höfðinu.
Stærsti galli Google Glass, er sagður vera að notendur gleraugnanna líta kjánalega út með þau á höfðinu. Vísir/AFP
Tæknirisinn Google er hættur að selja Google Glass gleraugun til forritara, sem hafa verið að þróa smáforrit fyrir snjallgleraugun. Glass hefur aldrei farið á almennan markað, en Google ætlar að halda þróuninni áfram.

Google mun hætta að taka við pöntunum í næstu viku, en þeir segjast ætla að halda áfram stuðningi við þá sem þegar notast við gleraugun. Þó hafa þeir starfsmenn sem unnið hafa að þróunn Google Glass verið færðir um set innan fyrirtækisins, samkvæmt BBC.

„Google Glass hefur kennt okkur hvað almennir neytendur vilja,“ segir Tony Fadell, sem nú er yfirmaður verkefnisins. „Ég er spenntur fyrir því að vinna með teyminu og að færa allt sem þau hafa lært inn í næstu vöru.“

Sérfræðingur BBC segir að þrátt fyrir að Google hafi kynnt þessa ákvörðun sem næsta skref þróunar Google Glass, sé það verkefnið dautt. Í það minnsta í núverandi mynd.

Hann segir að gleraugun hafi látið fólk líta kjánalega út og því hafi þau aldrei átt möguleika á því að komast í almenna drefingu. Hinsvegar sé töluverður hópur af fólki, sem hafi keypt gleraugun dýru verði og hafi ekkert við þau að gera núna.

Google Glass var víða bannað á veitingastöðum og notendur gleraugnanna hafa oft verið kallaðir Glassholes.


Tengdar fréttir

Vilja skipta Google upp

Þrýstingur vex á netrisann Google frá stofnunum Evrópusambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×