Patriots og Seahawks mætast í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2015 09:00 Þessir leikmenn New England Patriots voru sáttir í leikslok. Vísir/AP New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína. Á meðan New England Patriots vann yfirburðarsigur á Indianapolis Colts 45-7 þá þurftu meistararnir frá síðasta tímabili, Seattle Seahawks, hálfgert kraftaverk til þess að sigrast á Green Bay Packers en sá leikur endaði með 28-22 sigri Seahawks-liðsins eftir framlengingu.Green Bay Packers var 16-0 yfir í hálfleik þar sem sóknarleikur Seattle Seahawks var í molum og leikstjórnandinn Russell Wilson hafði kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér. Staðan var síðan nánast vonlaus þegar Wilson kastaði boltanum frá sér í fjórða sinn og Packers-liðið var 19-7 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Russell Wilson og Marshawn Lynch skoruðu hinsvegar báðir snertimörk og komu Seattle Seahawks yfir í 22-19 eftir að Brandon Bostick, leikmanni Green Bay Packers, hafði mistekist að grípa tiltölulega einfaldan bolta sem hefði nánast fært hans mönnum sigurinn. Packers-menn náðu hinsvegar að jafna og tryggja sér framlengingu með því að skora vallarmark. Fyrsta sókn Seattle Seahawks í framlengingunni var hinsvegar sannkallað augnakonfekt þar sem Russell Wilson átti tvær frábærar sendingar fram völlinn, þá fyrri upp á 35 jarda á Doug Baldwin og þá síðari upp á 35 jarda á Jermaine Kearse sem skoraði snertimark og tryggði Seattle Seahawks ótrúlegan sigur og sæti í Super Bowl leiknum annað árið í röð.New England Patriots komst í 14-0, var "bara" 17-7 yfir í hálfleik en keyrði yfir Indianapolis Colts liðið í þriðja leikhlutanum sem Patriots vann 21-0. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. LeGarrette Blount, hlaupari New England Patriots, var aðalstjarna kvöldsins en hann skoraði þrjú snertimörk og hljóp alls 148 jarda. New England Patriots skoraði þrjú snertimörk eftir sendingar frá Tom Brady. Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, og leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, voru þarna að komast í sjötta sinn í Super Bowl en enginn NFL-þjálfari hefur nú unnið fleiri leiki í úrslitakeppni en Belichick og enginn leikstjórnandi í NFL-sögunni hefur komist oftar í Super Bowl en Brady. Super Bowl leikurinn fer fram í Glendale í Arizona 1. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína. Á meðan New England Patriots vann yfirburðarsigur á Indianapolis Colts 45-7 þá þurftu meistararnir frá síðasta tímabili, Seattle Seahawks, hálfgert kraftaverk til þess að sigrast á Green Bay Packers en sá leikur endaði með 28-22 sigri Seahawks-liðsins eftir framlengingu.Green Bay Packers var 16-0 yfir í hálfleik þar sem sóknarleikur Seattle Seahawks var í molum og leikstjórnandinn Russell Wilson hafði kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér. Staðan var síðan nánast vonlaus þegar Wilson kastaði boltanum frá sér í fjórða sinn og Packers-liðið var 19-7 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Russell Wilson og Marshawn Lynch skoruðu hinsvegar báðir snertimörk og komu Seattle Seahawks yfir í 22-19 eftir að Brandon Bostick, leikmanni Green Bay Packers, hafði mistekist að grípa tiltölulega einfaldan bolta sem hefði nánast fært hans mönnum sigurinn. Packers-menn náðu hinsvegar að jafna og tryggja sér framlengingu með því að skora vallarmark. Fyrsta sókn Seattle Seahawks í framlengingunni var hinsvegar sannkallað augnakonfekt þar sem Russell Wilson átti tvær frábærar sendingar fram völlinn, þá fyrri upp á 35 jarda á Doug Baldwin og þá síðari upp á 35 jarda á Jermaine Kearse sem skoraði snertimark og tryggði Seattle Seahawks ótrúlegan sigur og sæti í Super Bowl leiknum annað árið í röð.New England Patriots komst í 14-0, var "bara" 17-7 yfir í hálfleik en keyrði yfir Indianapolis Colts liðið í þriðja leikhlutanum sem Patriots vann 21-0. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. LeGarrette Blount, hlaupari New England Patriots, var aðalstjarna kvöldsins en hann skoraði þrjú snertimörk og hljóp alls 148 jarda. New England Patriots skoraði þrjú snertimörk eftir sendingar frá Tom Brady. Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, og leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, voru þarna að komast í sjötta sinn í Super Bowl en enginn NFL-þjálfari hefur nú unnið fleiri leiki í úrslitakeppni en Belichick og enginn leikstjórnandi í NFL-sögunni hefur komist oftar í Super Bowl en Brady. Super Bowl leikurinn fer fram í Glendale í Arizona 1. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira