Fyrsta konan sem hannar ofursportbíl Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 10:51 Acura NSX. Einn af athyglisverðustu bílunum sem nú eru sýndur á bílasýningunni í Detroit er þessi Acura NSX ofursportbíll. Það vekur reyndar ekki minni áhuga að það var 34 ára gömul kona, Michelle Christiansen, sem er aðalhönnuður bílsins. Er það fyrsta sinni sem kona er aðalhönnuður slíks bíls. Acura er undirmerki Honda og það framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus gerir hjá Toyota. Acura NSX er enginn venjulegur bíll, heldur er hann með ríflega 550 hestafla vél og er verðugur keppinautur bíla eins og Porsche 911 Turbo S, Ferrari 458 og Audi R8. Acura NSX er með miðjusetta vél, 3,7 lítra V6 vél auk rafmótora. Hann er arftaki Honda NSX sem Honda framleiddi á árunum 1990 til 2005. Michelle Christiansen er 34 ára Kaliforníumær sem lærði hönnun í hinum virta Art Center College of Design í Pasadena í Kaliforníu. Hún ólst upp við að gera upp kraftabíla með föður sínum í San Jose og er með bensín í blóðinu. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent
Einn af athyglisverðustu bílunum sem nú eru sýndur á bílasýningunni í Detroit er þessi Acura NSX ofursportbíll. Það vekur reyndar ekki minni áhuga að það var 34 ára gömul kona, Michelle Christiansen, sem er aðalhönnuður bílsins. Er það fyrsta sinni sem kona er aðalhönnuður slíks bíls. Acura er undirmerki Honda og það framleiðir lúxusbíla líkt og Lexus gerir hjá Toyota. Acura NSX er enginn venjulegur bíll, heldur er hann með ríflega 550 hestafla vél og er verðugur keppinautur bíla eins og Porsche 911 Turbo S, Ferrari 458 og Audi R8. Acura NSX er með miðjusetta vél, 3,7 lítra V6 vél auk rafmótora. Hann er arftaki Honda NSX sem Honda framleiddi á árunum 1990 til 2005. Michelle Christiansen er 34 ára Kaliforníumær sem lærði hönnun í hinum virta Art Center College of Design í Pasadena í Kaliforníu. Hún ólst upp við að gera upp kraftabíla með föður sínum í San Jose og er með bensín í blóðinu.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent