Viðskipti erlent

Sýnir fólki hvaðan stjórnmálamenn fá peninga

Samúel Karl Ólason skrifar
Með því að setja músina á nafn þingmanna má sjá úr hvaða geirum atvinnulífisins styrkirnir koma og hve mikið.
Með því að setja músina á nafn þingmanna má sjá úr hvaða geirum atvinnulífisins styrkirnir koma og hve mikið.
Hinn 16 ára gamli Nicholas Rubin bjó til viðbót við vafraviðbótina (e. plug in) Greenhouse, sem gerir íbúum Bandaríkjanna auðvelt að sjá hvaðan þingmenn þeirra fá styrki til að reka kosningabaráttu sína. Með því að setja músina á nafn þingmanna má sjá úr hvaða geirum atvinnulífisins styrkirnir koma og hve mikið.

Þá má einnig sjá hve stór hluti af styrkjum þeirra var undir 200 dölum.

Rubin sjálfur vonast til þess að með viðbótinni sé hægt að auka gegnasæi varðandi kosningastyrki og auka vitund almennra kjósenda.

„Með því að nota viðbótina þegar lesið er um breytingar á orkustefnu, er hægt að sjá að stuðningsmenn frumvarpsins hafa fengið styrki frá orkugeiranum,“ skrifar Rubin á heimasíðu sína.

Hann notast að mestu við gögn frá árunum 2007 til 2012, en er sífellt að uppfæra tölurnar. Þá hyggst Rubin ætla að uppfæra viðbótina að miklu leyti og vonast til að hún muni stuðla að breytingum á stjórnmálakerfinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×