Jimmy Walker varði titilinn á Sony Open 19. janúar 2015 16:08 Walker kann vel við sig á Hawaii. Getty Það er óhætt að segja að bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hafi gert góða ferð til Hawaii en tvö mót hafa verið haldin PGA-mótaröðinni á þessari fallegu eyju á síðustu tveimur vikum. Á Huyndai Tournament of Champions í síðustu viku endaði Walker í öðru sæti en í gær gerði hann sér lítið fyrir og varði titil sinn á Sony Open með miklum yfirburðum eftir frábæran lokahring upp á 63 högg. Walker hefur því halað inn 1,7 milljónum dollara sem eru rúmlega 200 milljónir íslenskra króna en það verður að teljast ágætt fyrir tveggja vikna golfferð til Hawaii. Stjarna þessa frábæra kylfings hefur risið hratt á undanförnu ári en eftir að hafa leikið í 188 mótum á PGA-mótaröðinni sigraði hann fyrst á Frys.com Open árið 2013. Síðan þá hefur hann bætt þremur titlum í safnið í aðeins 32 mótum ásamt því að hafa leikið mjög vel fyrir bandaríska liðið í síðasta Ryder-bikar. Í öðru sæti á Sony Open endaði Scott Piercy en þrír deildu þriðja sætinu, meðal annars Matt Kuchar sem hafði verið í toppbaráttunni alla helgina. Lokastöðuna er hægt að sjá hér. Næsta mót á PGA-mótaröðinni hefst á fimmtudaginn en það er Humana Challenge þar sem ungstirnið Patrick Reed á titil að verja. Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er óhætt að segja að bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hafi gert góða ferð til Hawaii en tvö mót hafa verið haldin PGA-mótaröðinni á þessari fallegu eyju á síðustu tveimur vikum. Á Huyndai Tournament of Champions í síðustu viku endaði Walker í öðru sæti en í gær gerði hann sér lítið fyrir og varði titil sinn á Sony Open með miklum yfirburðum eftir frábæran lokahring upp á 63 högg. Walker hefur því halað inn 1,7 milljónum dollara sem eru rúmlega 200 milljónir íslenskra króna en það verður að teljast ágætt fyrir tveggja vikna golfferð til Hawaii. Stjarna þessa frábæra kylfings hefur risið hratt á undanförnu ári en eftir að hafa leikið í 188 mótum á PGA-mótaröðinni sigraði hann fyrst á Frys.com Open árið 2013. Síðan þá hefur hann bætt þremur titlum í safnið í aðeins 32 mótum ásamt því að hafa leikið mjög vel fyrir bandaríska liðið í síðasta Ryder-bikar. Í öðru sæti á Sony Open endaði Scott Piercy en þrír deildu þriðja sætinu, meðal annars Matt Kuchar sem hafði verið í toppbaráttunni alla helgina. Lokastöðuna er hægt að sjá hér. Næsta mót á PGA-mótaröðinni hefst á fimmtudaginn en það er Humana Challenge þar sem ungstirnið Patrick Reed á titil að verja.
Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira