Gunnar: Gagnrýnendur MMA þurfa að setja tilfinningarnar til hliðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2015 11:30 Gunnar var mikið í sviðsljósi fjölmiðla árið 2014. Vísir/Getty Eins og áður hefur komið fram var Gunnar Nelson valinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis. Fréttir af Gunnari voru einnig áberandi á lista Vísis yfir 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins en sjálfur segir Gunnar að hann hafi orðið var við mikinn áhuga á sér og sinni íþrótt. „Maður tekur stöðugt eftir því hversu áhuginn er mikill hjá Íslendingum,“ segir Gunnar í samtali við Vísi en hann var vitaskuld þakklátur lesendum Vísis fyrir kosninguna.Sjá einnig: Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis „Áhuginn er að vaxa og hann hefur gert það á miklum hraða. Mér fannst áhorf á íþróttina og áhuginn í samfélaginu fara upp á annað stig á árinu. Maður fann að fólk var farið að kynna sér íþróttina betur, hafa vit á henni og fylgjast betur - ekki bara því sem ég var að gera.“ „Það fannst mér afar skemmtilegt að sjá og tel að það sé byrjunin á einhverju stóru,“ segir Gunnar.„Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Vísir/GettyGagnrýnisraddir voru þó einnig áberandi á árinu en Gunnar segir að í langflestum tilfellum eigi þær rétt á sér. „Mér finnst fínt að fólk segi sína skoðun og það er óumflýjanlegt,“ segir hann en bætir við: „Mikið af því sem ég hef séð er komið frá fólki sem þekkir ekki íþróttina og horfir á hana með óreyndum augum. Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Sjá einnig: Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina „Það er kannski eðlilegt en menn verða engu að síður að setja tilfinningar sínar til hliðar ef tilgangurinn er að rýna í og koma fram með skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Það er að minnsta kosti mitt álit.“ „Ég held að margt af því sem er sagt er sagt í flýti. En að sama skapi verða ummælin til þess að það er hægt að koma með góð svör á móti og mennta fólk aðeins betur í þessum fræðum. Það er jákvætt að það sé hægt að svara gagnrýninni þó svo að það sé alltaf leiðinlegt að hlusta þegar svona þvæla kemur upp.“Gunnar með Haraldi, föður sínum og umboðsmanni.Vísir/Friðrik ÞórGunnar stefnir á að berjast snemma á nýju ári - seint í febrúar eða í byrjun mars - þó svo að ekkert liggi fyrir um staðsetningu bardagans eða andstæðing. Hann segir ekki ólíklegt að hann muni berjast í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrsta sinn á ferlinum. „Það er þó ekkert öðruvísi að keppa þar en í öðrum borgum,“ segir Gunnar. „Las Vegas er vissulega mekka fyrir íþróttina og á sér stað í hjartarótum manna sem hafa fylgst með UFC frá upphafi. En í dag eru stærstu „show-in“ ekkert í Vegas.“Sjá einnig: 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi „Auðvitað er gaman fyrir menn að koma til borgar eins og Las Vegas en fyrir íþróttamanninn skiptir það ekki öllu máli að keppa þar. Ég hef svo gaman að því að koma á nýja staði og keppa og væri líka spenntur fyrir því að fara til Japan og jafnvel Brasilíu í framtíðinni.“ Hann mun þó áfram búa á Íslandi. „Það er að minnsta kosti stefnan. Ég mun áfram fara út í æfinga- og keppnisferðir en verð áfram búsettur hér.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram var Gunnar Nelson valinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis. Fréttir af Gunnari voru einnig áberandi á lista Vísis yfir 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins en sjálfur segir Gunnar að hann hafi orðið var við mikinn áhuga á sér og sinni íþrótt. „Maður tekur stöðugt eftir því hversu áhuginn er mikill hjá Íslendingum,“ segir Gunnar í samtali við Vísi en hann var vitaskuld þakklátur lesendum Vísis fyrir kosninguna.Sjá einnig: Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis „Áhuginn er að vaxa og hann hefur gert það á miklum hraða. Mér fannst áhorf á íþróttina og áhuginn í samfélaginu fara upp á annað stig á árinu. Maður fann að fólk var farið að kynna sér íþróttina betur, hafa vit á henni og fylgjast betur - ekki bara því sem ég var að gera.“ „Það fannst mér afar skemmtilegt að sjá og tel að það sé byrjunin á einhverju stóru,“ segir Gunnar.„Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Vísir/GettyGagnrýnisraddir voru þó einnig áberandi á árinu en Gunnar segir að í langflestum tilfellum eigi þær rétt á sér. „Mér finnst fínt að fólk segi sína skoðun og það er óumflýjanlegt,“ segir hann en bætir við: „Mikið af því sem ég hef séð er komið frá fólki sem þekkir ekki íþróttina og horfir á hana með óreyndum augum. Það á því til að vera fljótt að dæma enda er íþróttin harðgerð og fer fyrir brjóstið á mönnum.“Sjá einnig: Gunnar neitar að svelta sig fyrir léttvigtina „Það er kannski eðlilegt en menn verða engu að síður að setja tilfinningar sínar til hliðar ef tilgangurinn er að rýna í og koma fram með skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Það er að minnsta kosti mitt álit.“ „Ég held að margt af því sem er sagt er sagt í flýti. En að sama skapi verða ummælin til þess að það er hægt að koma með góð svör á móti og mennta fólk aðeins betur í þessum fræðum. Það er jákvætt að það sé hægt að svara gagnrýninni þó svo að það sé alltaf leiðinlegt að hlusta þegar svona þvæla kemur upp.“Gunnar með Haraldi, föður sínum og umboðsmanni.Vísir/Friðrik ÞórGunnar stefnir á að berjast snemma á nýju ári - seint í febrúar eða í byrjun mars - þó svo að ekkert liggi fyrir um staðsetningu bardagans eða andstæðing. Hann segir ekki ólíklegt að hann muni berjast í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrsta sinn á ferlinum. „Það er þó ekkert öðruvísi að keppa þar en í öðrum borgum,“ segir Gunnar. „Las Vegas er vissulega mekka fyrir íþróttina og á sér stað í hjartarótum manna sem hafa fylgst með UFC frá upphafi. En í dag eru stærstu „show-in“ ekkert í Vegas.“Sjá einnig: 20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi „Auðvitað er gaman fyrir menn að koma til borgar eins og Las Vegas en fyrir íþróttamanninn skiptir það ekki öllu máli að keppa þar. Ég hef svo gaman að því að koma á nýja staði og keppa og væri líka spenntur fyrir því að fara til Japan og jafnvel Brasilíu í framtíðinni.“ Hann mun þó áfram búa á Íslandi. „Það er að minnsta kosti stefnan. Ég mun áfram fara út í æfinga- og keppnisferðir en verð áfram búsettur hér.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Gunnar bestur á árinu að mati lesenda Vísis Gunnar Nelson hlaut örugga kosningu meðal lesenda á íþróttavef Vísis í kjöri á íþróttamanni ársins 2014. 2. janúar 2015 06:00