Þá náði Jones að verja titil sinn í léttþungavigt í áttunda sinn. Bardaginn fór alla leið en allir dómarar bardagans voru sammála um að Jones hefði unnið. Þetta var fyrsta tap Cormier á ferlinum.
Eftir þennan bardaga eru menn farnir að tala um hvort Jones sé sá besti í sögu UFC.
Það voru mikil læti í aðdraganda bardagans enda virðast Jones og Cormier hata hvorn annan af innlifun. Það skilaði sér í hörkubardaga.
Þennan frábæra bardaga má sjá hér að neðan.