Jaguar smíðar nýjan XE í Kína Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 16:15 Jaguar XE er nýr bíll og á stærð við BMW 3. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur smíða nú þá bíla sem þeir selja í Kína þarlendis og sleppa fyrir vikið við skattlagningu sem fylgir innfluttum bílum. Jaguar/Land Rover eiga eina verksmiðju í Changshu í Kína og þar eru aðallega smíðaðir Land Rover og Range Rover bílar. Brátt verður þar þó hafin smíði á Jaguar XE, en hann er minnsti og ódýrasti bíll sem Jaguar framleiðir og á stærð við BMW 3-línuna. Jaguar XE er nýr bíll og hefst sala hans í Evrópu í maí og mun jeppi brátt bætast í flóru Jaguar bíla, auk þess sem ný gerð XF fólksbílsins kemur einnig á markað eftir ríflega ár.Vilja auka sölu Jaguar um 150% á 3 árum Stóraukið framboð Jaguar er áætlað að færa fyrirtækinu 200.000 bíla sölu á árinu 2017, en sala þess í ár verður um 80.000 bílar. Sala Jaguar bíla í Kína stefnir í 20.000 bíla og eru þeir allir innfluttir frá Bretlandi. Þessi sala er þó aðeins einn fimmti af heildarsölu Jaguar/Land Rover þar í landi, en mjög góð sala er í land Rover og Range Rover bílum þar. Verksmiðja Jaguar/Land Rover í Changshu verður komin í full afköst árið 2016 og verður hægt að framleiða 130.000 bíla í henni á ári. Á næsta ári mun fyrirtækið bæta við verksmiðjuna og verða í þeirri viðbót eingöngu smíðaðar vélar í bíla Jaguar/Land Rover.Tvöföldun Jaguar/Land Rover árið 2020 Eigandi Jaguar/Land Rover, indverski bílaframleiðandinn Tata, hefur hug á því að tvöfalda sölu JLR til ársins 2020 og selja þá 850.000 bíla á ári. Í þeirri viðleitni ætlar JLR að opna verksmiðju í Brasilíu sem getur framleitt 24.000 bíla á ári og verður fyrsti framleiðslubíllinn þar Land Rover Discovery Sport, sem einmitt er verið að kynna bílablaðamönnum heimsins á Íslandi. Jaguar/Land Rover hyggur einnig á byggingu samsetningarverksmiðju í Saudi Aradíu. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Fleiri og fleiri bílaframleiðendur smíða nú þá bíla sem þeir selja í Kína þarlendis og sleppa fyrir vikið við skattlagningu sem fylgir innfluttum bílum. Jaguar/Land Rover eiga eina verksmiðju í Changshu í Kína og þar eru aðallega smíðaðir Land Rover og Range Rover bílar. Brátt verður þar þó hafin smíði á Jaguar XE, en hann er minnsti og ódýrasti bíll sem Jaguar framleiðir og á stærð við BMW 3-línuna. Jaguar XE er nýr bíll og hefst sala hans í Evrópu í maí og mun jeppi brátt bætast í flóru Jaguar bíla, auk þess sem ný gerð XF fólksbílsins kemur einnig á markað eftir ríflega ár.Vilja auka sölu Jaguar um 150% á 3 árum Stóraukið framboð Jaguar er áætlað að færa fyrirtækinu 200.000 bíla sölu á árinu 2017, en sala þess í ár verður um 80.000 bílar. Sala Jaguar bíla í Kína stefnir í 20.000 bíla og eru þeir allir innfluttir frá Bretlandi. Þessi sala er þó aðeins einn fimmti af heildarsölu Jaguar/Land Rover þar í landi, en mjög góð sala er í land Rover og Range Rover bílum þar. Verksmiðja Jaguar/Land Rover í Changshu verður komin í full afköst árið 2016 og verður hægt að framleiða 130.000 bíla í henni á ári. Á næsta ári mun fyrirtækið bæta við verksmiðjuna og verða í þeirri viðbót eingöngu smíðaðar vélar í bíla Jaguar/Land Rover.Tvöföldun Jaguar/Land Rover árið 2020 Eigandi Jaguar/Land Rover, indverski bílaframleiðandinn Tata, hefur hug á því að tvöfalda sölu JLR til ársins 2020 og selja þá 850.000 bíla á ári. Í þeirri viðleitni ætlar JLR að opna verksmiðju í Brasilíu sem getur framleitt 24.000 bíla á ári og verður fyrsti framleiðslubíllinn þar Land Rover Discovery Sport, sem einmitt er verið að kynna bílablaðamönnum heimsins á Íslandi. Jaguar/Land Rover hyggur einnig á byggingu samsetningarverksmiðju í Saudi Aradíu.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent