Volkswagen seldi 4% minna í nóvember en Audi 11% meira Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 10:45 Volkswagen Passat af 8. kynslóð mun vafalaust aftur rífa upp söluna hjá Volkswagen. Sala Volkswagen bíla í nóvember var 4% minni í sama mánuði árið 2013, eða 508.400 bílar samanborið við 529.500. Dræm sala í austurhluta Evrópu og S-Ameríku dró söluna niður að þessu sinni. Sala Volkswagen minnkaði einnig í október, um 0,4% og stóð svo til í stað í ágúst og september. Volkswagen segir að tilkoma nýs Passat hafi dregið niður söluna í nóvember, en kaupendur bíða eftir nýrri áttundu kynslóð bílsins, sem ekki er enn komin til söluaðila og kaupi því ekki eldri kynslóðina á meðan. Salan í Rússlandi heldur áfram að minnka og er hún 20% minni en í fyrra ef allar bílgerðir eru taldar. Minnkun hjá Volkswagen í A-Evrópu nam 8% í nóvember. Þá minnkaði salan um 6% í N-Ameríku og um heil 18% í S-Ameríku. Salan í Kína jókst hinsvegar um 12% og er nú komin í 2,26 milljón bíla á árinu.Audi gengur allt í haginn Allt aðra sögu er að segja um systurfyrirtækið Audi, en sala þess jókst um 11% í nóvember og hefur sá mánuður aldrei verið betri í sögu fyrirtækisins. Heildarsala Audi á árinu er komin í 1,59 milljón bíla, sem einnig er met. Mercedes Benz sló þó Audi við með 13% vexti í nóvember og hefur nú náð 1,49 milljón bíla sölu á árinu. Sala Audi bíla í Kína jókst um 19% í nóvember, en salan jókst aðeins um 2% í Evrópu. Sala Audi bíla í Bretlandi jókst um 22%, en hún minnkaði um 4% í heimalandinu Þýskalandi. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
Sala Volkswagen bíla í nóvember var 4% minni í sama mánuði árið 2013, eða 508.400 bílar samanborið við 529.500. Dræm sala í austurhluta Evrópu og S-Ameríku dró söluna niður að þessu sinni. Sala Volkswagen minnkaði einnig í október, um 0,4% og stóð svo til í stað í ágúst og september. Volkswagen segir að tilkoma nýs Passat hafi dregið niður söluna í nóvember, en kaupendur bíða eftir nýrri áttundu kynslóð bílsins, sem ekki er enn komin til söluaðila og kaupi því ekki eldri kynslóðina á meðan. Salan í Rússlandi heldur áfram að minnka og er hún 20% minni en í fyrra ef allar bílgerðir eru taldar. Minnkun hjá Volkswagen í A-Evrópu nam 8% í nóvember. Þá minnkaði salan um 6% í N-Ameríku og um heil 18% í S-Ameríku. Salan í Kína jókst hinsvegar um 12% og er nú komin í 2,26 milljón bíla á árinu.Audi gengur allt í haginn Allt aðra sögu er að segja um systurfyrirtækið Audi, en sala þess jókst um 11% í nóvember og hefur sá mánuður aldrei verið betri í sögu fyrirtækisins. Heildarsala Audi á árinu er komin í 1,59 milljón bíla, sem einnig er met. Mercedes Benz sló þó Audi við með 13% vexti í nóvember og hefur nú náð 1,49 milljón bíla sölu á árinu. Sala Audi bíla í Kína jókst um 19% í nóvember, en salan jókst aðeins um 2% í Evrópu. Sala Audi bíla í Bretlandi jókst um 22%, en hún minnkaði um 4% í heimalandinu Þýskalandi.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent