Amma og Ajaxið komu með jólin Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 28. nóvember 2014 14:59 Gunnhildur Stefánsdóttir varð afar hamingjusöm þegar hún gat viðhaldið hátíðleik æskujólanna án aukaverkana. Víkingur Heiðar og Þórhildur Þorsteinsbörn kunna líka vel að meta gervijólastjörnuna. mynd/gva Gunnhildur Stefánsdóttir textílkennari á í flóknu tilfinningasambandi við jólastjörnuna og reyndar við Ajax líka. Blómið getur hún ekki haft í sínum húsum án aukaverkana en finnst þó varla hátíð nema jólastjarnan tróni á borði. Mamma var ekki alveg að kveikja á þessu ástandi á mér, enda með nóg á sinni könnu á þessum tíma en ég var alltaf veik á jólunum. Ástandið versnaði sérstaklega ef hýjasintan mætti líka á svæðið. Amma var hjá okkur önnur hver jól og þá var einnig voðinn vís því hún þreif allt hátt og lágt með Ajaxi. Það þýddi enn þá meira kvef þar sem of stór skammtur af Ajaxi fór ekki vel með mig,“ rifjar Gunnhildur Stefánsdóttir textílkennari upp, en hún hefur átt í flóknu tilfinningasambandi við jólastjörnuna, og Ajax, síðan á æskujólunum. Gunnhildur reyndist með ofnæmi fyrir blóminu sem setti þó sterkan svip á æskujólin og Ajax-ilmurinn, sem fylgdi ömmu, gerði það einnig. „Mér fannst jólin varla koma fyrr en amma var búin að þrífa, móður minni skiljanlega til gremju,“ segir hún hlæjandi. „Ofnæmið uppgötvaðist ekki fyrr en ég var komin á fullorðinsár. Mér finnst jólastjarnan hins vegar óaðfinnanlega falleg og varð afar hamingjusöm þegar ég fann gervijólastjörnu fyrir nokkrum árum.“ Gunnhildur lét þó ekki árviss veikindin skemma fyrir sér jólin. Hún er sælkeri og hlakkaði alltaf mikið til að borða jólamatinn og þá sérstaklega sósuna. „Ég hélt alltaf í jólaandann og það að borða sósuna með rjúpunni nánast með skeið og fá að drekka hana úr glasi bæði á jóladag og annan í jólum var ekki eitthvað sem lítil sósustelpa vildi missa af,“ segir Gunnhildur. Annars er hún búin að vera í jólaskapi frá því í snemma í haust en hún hefur saumað búninga á Skoppu og Skrítlu fyrir jólaleikrit þeirra í Borgarleikhúsinu. „Það gerði það að verkum að ég komst óneitanlega fyrr í jólaskap. Sem er skondið því veðrið var sérstaklega gott þann dag í september sem við hófum undirbúninginn. Nú er ég líka heima eftir fæðingarlof og tilhugsunin um að vera heima á aðventunni kemur mér í enn meira jólaskap.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Jólasveinar ganga um gólf Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól Svið í jólamatinn Jól Nýr ilmur frá L´Occitane Jól Jólagleðin við völd - myndir Jól Aðventan boðar komu jólanna Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólamessa á netinu Jólin Gulli Briem: Mömmur þurfa líka að fá að hvíla sig á jólunum Jólin
Gunnhildur Stefánsdóttir textílkennari á í flóknu tilfinningasambandi við jólastjörnuna og reyndar við Ajax líka. Blómið getur hún ekki haft í sínum húsum án aukaverkana en finnst þó varla hátíð nema jólastjarnan tróni á borði. Mamma var ekki alveg að kveikja á þessu ástandi á mér, enda með nóg á sinni könnu á þessum tíma en ég var alltaf veik á jólunum. Ástandið versnaði sérstaklega ef hýjasintan mætti líka á svæðið. Amma var hjá okkur önnur hver jól og þá var einnig voðinn vís því hún þreif allt hátt og lágt með Ajaxi. Það þýddi enn þá meira kvef þar sem of stór skammtur af Ajaxi fór ekki vel með mig,“ rifjar Gunnhildur Stefánsdóttir textílkennari upp, en hún hefur átt í flóknu tilfinningasambandi við jólastjörnuna, og Ajax, síðan á æskujólunum. Gunnhildur reyndist með ofnæmi fyrir blóminu sem setti þó sterkan svip á æskujólin og Ajax-ilmurinn, sem fylgdi ömmu, gerði það einnig. „Mér fannst jólin varla koma fyrr en amma var búin að þrífa, móður minni skiljanlega til gremju,“ segir hún hlæjandi. „Ofnæmið uppgötvaðist ekki fyrr en ég var komin á fullorðinsár. Mér finnst jólastjarnan hins vegar óaðfinnanlega falleg og varð afar hamingjusöm þegar ég fann gervijólastjörnu fyrir nokkrum árum.“ Gunnhildur lét þó ekki árviss veikindin skemma fyrir sér jólin. Hún er sælkeri og hlakkaði alltaf mikið til að borða jólamatinn og þá sérstaklega sósuna. „Ég hélt alltaf í jólaandann og það að borða sósuna með rjúpunni nánast með skeið og fá að drekka hana úr glasi bæði á jóladag og annan í jólum var ekki eitthvað sem lítil sósustelpa vildi missa af,“ segir Gunnhildur. Annars er hún búin að vera í jólaskapi frá því í snemma í haust en hún hefur saumað búninga á Skoppu og Skrítlu fyrir jólaleikrit þeirra í Borgarleikhúsinu. „Það gerði það að verkum að ég komst óneitanlega fyrr í jólaskap. Sem er skondið því veðrið var sérstaklega gott þann dag í september sem við hófum undirbúninginn. Nú er ég líka heima eftir fæðingarlof og tilhugsunin um að vera heima á aðventunni kemur mér í enn meira jólaskap.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Jólasveinar ganga um gólf Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól Svið í jólamatinn Jól Nýr ilmur frá L´Occitane Jól Jólagleðin við völd - myndir Jól Aðventan boðar komu jólanna Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólamessa á netinu Jólin Gulli Briem: Mömmur þurfa líka að fá að hvíla sig á jólunum Jólin