Spurði yfirlögreglustjóra út í grasgróðurlampana Þórður Ingi Jónsson skrifar 29. desember 2014 11:00 Gunnar Karl segir vanta meiri fjölbreytni í gróðurhúsin. vísir/gva „Núna erum við að reyna að hefja tilraunastarfsemi í grænmeti og jurtum í gróðurhúsi hérna. Það verður ákaflega spennandi að fylgjast með því og sjá hvernig gengur,“ segir Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins Dill. „Við keyptum okkur gróðurlampa til að rækta á staðnum í ákaflega litlum mæli. Hugmyndin hjá okkur er að fá meiri fjölbreytni.“ Gunnar segir að veitingastaðurinn kaupi ógrynni af jurtum og salötum frá útlöndum, sem væri hins vegar hægt að rækta í gróðurhúsum hér á landi. Þá sé stundum litið niður á gróðurhús erlendis þar sem þau gangi oft fyrir jarðeldsneyti. „Okkar gróðurhús hljóta nú að teljast nokkuð vistvæn, án þess að ég sé sérfræðingur á því sviði, en þau hljóta að vera hreinni en þau sem ganga fyrir kolum og olíu,“ segir hann. Í mánuðinum birtist viðtal við Gunnar og fleiri íslenska matreiðslumenn á Munchies, matarsíðu fjölmiðilsins Vice, sem ber yfirskriftina „Þessi íslenski kokkur hefur not fyrir marijúana-gróðurlampana þína.“ Gunnar hafði nefnilega samband á sínum tíma við Stefán Eiríksson, þáverandi yfirlögreglustjóra, þegar lögreglurassíur gegn kannabisræktunum stóðu sem hæst, en eins og allir með græna fingur vita eru gróðurlamparnir það dýrasta við að rækta jurtir. „Ég tékkaði í rauninni á því hvort það væri hægt að kaupa ræktunarbúnað á uppboði en það var ekki vel séð, skiljanlega kannski því að búnaðurinn er eiginlega alltaf stolinn skilst mér,“ segir Gunnar og skellir upp úr. Þurfum meira rafmagn Í greininni á munchies.vice.com er einnig talað við Knút Rafn Ármann sem starfar hjá gróðurhúsinu Friðheimum á Selfossi. „Það væri ljúft að hafa aðgang að meira grænmeti, en það er takmarkað hvað við getum gert vegna rafmagnskostnaðar,“ segir Knútur Rafn. „Að sjálfsögðu er kostnaðurinn lægri en sums staðar í Evrópu en við erum staðsett norðar, þannig að við þurfum að nota meira rafmagn.“ Þá segir í greininni að lýsingin sé það dýrasta við grænmetisframleiðslu, eins og hver marijúanaræktandi veit. „Einu sinni hringdi ég í fyrrverandi yfirlögreglustjórann í Reykjavík af því að ég var alltaf að heyra um lögregluna að góma fólk fyrir að rækta marijúana,“ segir Gunnar Karl í greininni. „Þannig að ég hringdi til að athuga hvað þeir gerðu við þessa lampa. Hann sagði: „Hvað ertu að pæla í að gera?“ Ég vildi bara rækta jurtir í kjallaranum mínum. En í nánast öll skiptin sem lögreglan gómar ræktendur þá eru lamparnir stolnir.“ Veitingastaðir Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Núna erum við að reyna að hefja tilraunastarfsemi í grænmeti og jurtum í gróðurhúsi hérna. Það verður ákaflega spennandi að fylgjast með því og sjá hvernig gengur,“ segir Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins Dill. „Við keyptum okkur gróðurlampa til að rækta á staðnum í ákaflega litlum mæli. Hugmyndin hjá okkur er að fá meiri fjölbreytni.“ Gunnar segir að veitingastaðurinn kaupi ógrynni af jurtum og salötum frá útlöndum, sem væri hins vegar hægt að rækta í gróðurhúsum hér á landi. Þá sé stundum litið niður á gróðurhús erlendis þar sem þau gangi oft fyrir jarðeldsneyti. „Okkar gróðurhús hljóta nú að teljast nokkuð vistvæn, án þess að ég sé sérfræðingur á því sviði, en þau hljóta að vera hreinni en þau sem ganga fyrir kolum og olíu,“ segir hann. Í mánuðinum birtist viðtal við Gunnar og fleiri íslenska matreiðslumenn á Munchies, matarsíðu fjölmiðilsins Vice, sem ber yfirskriftina „Þessi íslenski kokkur hefur not fyrir marijúana-gróðurlampana þína.“ Gunnar hafði nefnilega samband á sínum tíma við Stefán Eiríksson, þáverandi yfirlögreglustjóra, þegar lögreglurassíur gegn kannabisræktunum stóðu sem hæst, en eins og allir með græna fingur vita eru gróðurlamparnir það dýrasta við að rækta jurtir. „Ég tékkaði í rauninni á því hvort það væri hægt að kaupa ræktunarbúnað á uppboði en það var ekki vel séð, skiljanlega kannski því að búnaðurinn er eiginlega alltaf stolinn skilst mér,“ segir Gunnar og skellir upp úr. Þurfum meira rafmagn Í greininni á munchies.vice.com er einnig talað við Knút Rafn Ármann sem starfar hjá gróðurhúsinu Friðheimum á Selfossi. „Það væri ljúft að hafa aðgang að meira grænmeti, en það er takmarkað hvað við getum gert vegna rafmagnskostnaðar,“ segir Knútur Rafn. „Að sjálfsögðu er kostnaðurinn lægri en sums staðar í Evrópu en við erum staðsett norðar, þannig að við þurfum að nota meira rafmagn.“ Þá segir í greininni að lýsingin sé það dýrasta við grænmetisframleiðslu, eins og hver marijúanaræktandi veit. „Einu sinni hringdi ég í fyrrverandi yfirlögreglustjórann í Reykjavík af því að ég var alltaf að heyra um lögregluna að góma fólk fyrir að rækta marijúana,“ segir Gunnar Karl í greininni. „Þannig að ég hringdi til að athuga hvað þeir gerðu við þessa lampa. Hann sagði: „Hvað ertu að pæla í að gera?“ Ég vildi bara rækta jurtir í kjallaranum mínum. En í nánast öll skiptin sem lögreglan gómar ræktendur þá eru lamparnir stolnir.“
Veitingastaðir Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira