Leika Míó og JúmJúm Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2014 10:30 Þeir Theodór og Ágúst Beinteinn kynntust fyrst í leikritinu Óvitunum. Nú munu þeir leika bestu vini í útvarpinu. Þeir Ágúst Beinteinn Árnason og Theodór Pálsson voru valdir í aðalhlutverk í útvarpsleikritið Elsku Míó minn eftir leikprufur. Leikritið verður tekið upp á næstu vikum og sent út í þremur þáttum um páskana. Ágúst Beinteinn leikur Míó og Theodór vin hans JúmJúm.Hvað þurftuð þið að gera í leikprufunum, strákar?Ágúst: „Við fengum textabrot sem við áttum að fara yfir heima og lesa upphátt.Theodór: „Ég fékk mjög spennandi texta.“Hafið þið leikið áður?Ágúst: „Ég hef talsett teiknimyndir og tekið þátt í leikritum hjá Sönglist, Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu. Við Teddi vorum einmitt að leika saman í Óvitunum!“ (gefur honum fimmu!)Theodór: „Já, ég talaði líka fyrir lögregluhundinn Kappa í teiknimyndaseríunni Hvolpasveitinni hjá Stúdíó Sýrlandi, lék í grínþættinum Drekasvæðinu sem verður sýnt í vetur á RÚV og í nokkrum skólaleikritum.“Hvað þarf til að vera góður að leika í útvarpi?Ágúst: „Maður þarf að tala skýrt og eðlilega og lifa sig inn í karakterinn.“Theodór: „Einmitt. Leggja 100% á sig, hlusta og hafa tilfinningu fyrir textanum þannig að allt verði eins og í alvörunni.“Þurfið þið að mæta á margar æfingar?Ágúst: „Nei, við eigum að læra mest allt heima fyrir, svo verður samlestur með öllum og að lokum upptökur í janúar.“Getið þið lýst sögunni um Míó í fáum orðum?Ágúst: „Sagan fjallar um Búa Vilhelm Olsson sem býr hjá fósturforeldrum sínum Erlu og Sigsteini. Búa, eða Bússa, eins og hann er kallaður, finnst þau koma illa fram við sig. Undarlegir hlutir gerast í lífi Búa og allt í einu er hann staddur í Landinu í fjarskanum og hann heitir ekki lengur Búi heldur Míó!“Theodór: „Þá hittir hann JúmJúm, þeir verða vinir og lenda í spennandi ævintýrum.“Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið sem Ágúst og Theodór?Theodór: „Mér finnst gaman að dansa, syngja, leika, gera leikmuni og skrifa handrit. Ég hef búið til margar stuttmyndir með vinum mínum. Svo hef ég líka gaman af að vera á hjólabretti, snjóbretti og skíðum.“Ágúst: „Rappa, leika og spila körfubolta. Ég hef verið að fikra mig áfram í rappi og um daginn gaf ég út mitt fyrsta rappmyndband sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð!“Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Ágúst: „Leikari, rappari eða lögfræðingur. Ég lifi fyrir fjölbreytni!“Theodór: „Leikari, ekki spurning!“ Krakkar Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þeir Ágúst Beinteinn Árnason og Theodór Pálsson voru valdir í aðalhlutverk í útvarpsleikritið Elsku Míó minn eftir leikprufur. Leikritið verður tekið upp á næstu vikum og sent út í þremur þáttum um páskana. Ágúst Beinteinn leikur Míó og Theodór vin hans JúmJúm.Hvað þurftuð þið að gera í leikprufunum, strákar?Ágúst: „Við fengum textabrot sem við áttum að fara yfir heima og lesa upphátt.Theodór: „Ég fékk mjög spennandi texta.“Hafið þið leikið áður?Ágúst: „Ég hef talsett teiknimyndir og tekið þátt í leikritum hjá Sönglist, Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu. Við Teddi vorum einmitt að leika saman í Óvitunum!“ (gefur honum fimmu!)Theodór: „Já, ég talaði líka fyrir lögregluhundinn Kappa í teiknimyndaseríunni Hvolpasveitinni hjá Stúdíó Sýrlandi, lék í grínþættinum Drekasvæðinu sem verður sýnt í vetur á RÚV og í nokkrum skólaleikritum.“Hvað þarf til að vera góður að leika í útvarpi?Ágúst: „Maður þarf að tala skýrt og eðlilega og lifa sig inn í karakterinn.“Theodór: „Einmitt. Leggja 100% á sig, hlusta og hafa tilfinningu fyrir textanum þannig að allt verði eins og í alvörunni.“Þurfið þið að mæta á margar æfingar?Ágúst: „Nei, við eigum að læra mest allt heima fyrir, svo verður samlestur með öllum og að lokum upptökur í janúar.“Getið þið lýst sögunni um Míó í fáum orðum?Ágúst: „Sagan fjallar um Búa Vilhelm Olsson sem býr hjá fósturforeldrum sínum Erlu og Sigsteini. Búa, eða Bússa, eins og hann er kallaður, finnst þau koma illa fram við sig. Undarlegir hlutir gerast í lífi Búa og allt í einu er hann staddur í Landinu í fjarskanum og hann heitir ekki lengur Búi heldur Míó!“Theodór: „Þá hittir hann JúmJúm, þeir verða vinir og lenda í spennandi ævintýrum.“Hvað er það skemmtilegasta sem þið gerið sem Ágúst og Theodór?Theodór: „Mér finnst gaman að dansa, syngja, leika, gera leikmuni og skrifa handrit. Ég hef búið til margar stuttmyndir með vinum mínum. Svo hef ég líka gaman af að vera á hjólabretti, snjóbretti og skíðum.“Ágúst: „Rappa, leika og spila körfubolta. Ég hef verið að fikra mig áfram í rappi og um daginn gaf ég út mitt fyrsta rappmyndband sem hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð!“Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Ágúst: „Leikari, rappari eða lögfræðingur. Ég lifi fyrir fjölbreytni!“Theodór: „Leikari, ekki spurning!“
Krakkar Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira