Fjölskyldan tekur upp lag um hver jól Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. desember 2014 09:00 Fjölskyldan tekur upp nýtt lag fyrir hver jól og hefur vakið mikla lukku. mynd/einkasafn „Við tókum upp þessa skemmtilegu hefð fyrstu jólin eftir hrunið. Fyrst var þetta bara hugmynd um að gefa ódýra og skemmtilega jólagjöf en hefur undið upp á sig,“ segir Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu þar sem allir syngja saman inn á upptöku fyrir hver jól. „Við höfum öll verið í músík á einhvern hátt. Mamma hefur verið í kór, bróðir minn hefur verið í mörgum hljómsveitum, stjúppabbi minn er náttúrutalent og svo hef ég verið í söngnámi og svona,“ útskýrir Birgitta Rún. Bróðir hennar, Magnús Ingi Sveinbjörnsson sér um að stýra upptökum, útsetja þær og hljóðblanda áður en þær eru gerðar opinberar. Stofunni á heimili fjölskyldunnar er breytt í hljóðver í einn dag skömmu fyrir jól og er mikið hlegið og skemmt sér við upptökurnar. Fjölskyldan kallar sig Lambo Jambo þegar hún bregður sér í líki hljómsveitar. Þau velja alltaf lög sem henta fyrir hvert ár en fyrstu jólin var lagið Don"t Worry Be Happy fyrir valinu. „Þetta lag var viðeigandi á þeim tíma. Í hitteð fyrra tókum við svo upp lagið When I Think of Angels því þá misstum við fjölskyldan, afar kæra vinkonu og sungum lagið til þess að minnast hennar.“ Í fyrstu var lagið sem fjölskyldan tók upp sett á geisladisk og gefið sem jólagjöf til vina og ættingja. „Mamma er orðin svo alþjóðleg og á svo marga vini út um allan heim að hún sendir jólakveðjur í gegnum Youtube og notar lögin sem við tökum upp undir þannig að við leyfum vinum og ættingjum að njóta í gegnum Youtube í dag,“ bætir Birgitta Rún við. Í ár tóku þau upp lagið, Oh Happy Day og gerðu það að sínu en Birgitta Rún vill meina að þeirra útgáfa sé mjög hress og skemmtileg. Fjölskyldan á leyndan aðdáanda sem hefur að ákveðnu leyti eignað sér eitt myndbandið þeirra. „Það er einhver útlenskur gaur búinn að setja lag frá okkur inn á sinn „account“ og það er komið í 600.000 „views“. Þetta var Abba lag og gaurinn fílar greinilega Abba. Við þekkjum hann ekki neitt en það er bara fyndið,“ segir Birgitta Rún og hlær. Hún hvetur fólk til þess að taka upp sínar eigin hefðir og siði því jólin snúast um að eiga gleðistund með fjölskyldunni. „Þetta er líka uppáhalds hefðin okkar allra.“ Jólafréttir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Við tókum upp þessa skemmtilegu hefð fyrstu jólin eftir hrunið. Fyrst var þetta bara hugmynd um að gefa ódýra og skemmtilega jólagjöf en hefur undið upp á sig,“ segir Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir. Hún kemur úr músíkalskri fjölskyldu þar sem allir syngja saman inn á upptöku fyrir hver jól. „Við höfum öll verið í músík á einhvern hátt. Mamma hefur verið í kór, bróðir minn hefur verið í mörgum hljómsveitum, stjúppabbi minn er náttúrutalent og svo hef ég verið í söngnámi og svona,“ útskýrir Birgitta Rún. Bróðir hennar, Magnús Ingi Sveinbjörnsson sér um að stýra upptökum, útsetja þær og hljóðblanda áður en þær eru gerðar opinberar. Stofunni á heimili fjölskyldunnar er breytt í hljóðver í einn dag skömmu fyrir jól og er mikið hlegið og skemmt sér við upptökurnar. Fjölskyldan kallar sig Lambo Jambo þegar hún bregður sér í líki hljómsveitar. Þau velja alltaf lög sem henta fyrir hvert ár en fyrstu jólin var lagið Don"t Worry Be Happy fyrir valinu. „Þetta lag var viðeigandi á þeim tíma. Í hitteð fyrra tókum við svo upp lagið When I Think of Angels því þá misstum við fjölskyldan, afar kæra vinkonu og sungum lagið til þess að minnast hennar.“ Í fyrstu var lagið sem fjölskyldan tók upp sett á geisladisk og gefið sem jólagjöf til vina og ættingja. „Mamma er orðin svo alþjóðleg og á svo marga vini út um allan heim að hún sendir jólakveðjur í gegnum Youtube og notar lögin sem við tökum upp undir þannig að við leyfum vinum og ættingjum að njóta í gegnum Youtube í dag,“ bætir Birgitta Rún við. Í ár tóku þau upp lagið, Oh Happy Day og gerðu það að sínu en Birgitta Rún vill meina að þeirra útgáfa sé mjög hress og skemmtileg. Fjölskyldan á leyndan aðdáanda sem hefur að ákveðnu leyti eignað sér eitt myndbandið þeirra. „Það er einhver útlenskur gaur búinn að setja lag frá okkur inn á sinn „account“ og það er komið í 600.000 „views“. Þetta var Abba lag og gaurinn fílar greinilega Abba. Við þekkjum hann ekki neitt en það er bara fyndið,“ segir Birgitta Rún og hlær. Hún hvetur fólk til þess að taka upp sínar eigin hefðir og siði því jólin snúast um að eiga gleðistund með fjölskyldunni. „Þetta er líka uppáhalds hefðin okkar allra.“
Jólafréttir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“