Hefðbundið að veita orðu án tilkynningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2014 09:00 Forsætisráðherra var veittur stórkross þann 13. desember. vísir/gva Hefðbundið er að handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar, séu sæmdir fálkaorðunni og að athöfnin fari fram á Bessastöðum. Ekki er hefð fyrir því að tilkynnt sé sérstaklega um veitinguna heldur sé hún skráð á heimasíðu forsetaembættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands til fjölmiðla. Sami háttur hefur verið hafður á orðuveitingum til sendiherra erlendra ríkja. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sá háttur hafi verið hafður á að fálkaorðan sé veitt tvisvar á ári, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og nýársdag, 1. janúar. Þeim veitingum séu fjölmiðlar látnir vita af. Fáeinar orðuveitingar séu utan þessara tveggja daga og hafi ekki þótt ástæða fyrir því að tilkynna þær sérstaklega. Þann 13. desember síðastliðinn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra veittur stórkross hinnar íslensku fálkaorðu og Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, veittur stórriddarakross degi áður. Það spurðist af orðuveitingunni núna um jólin og vakti hún nokkur viðbrögð í samfélaginu þegar fréttir af henni bárust á vefmiðlum. Allir forsætisráðherrar lýðveldisins, að fjórum undanskildum, hafa hlotið orðuna. Þeir sem hlutu hana ekki eru feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson auk þeirra Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Hið fyrsta er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Næst kemur stórriddarakross, þar næst stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hún er eingöngu borin af þjóðhöfðingjum. „Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það þótti bera vott um konungshollustu að vera sæmdur orðunum. Fálkaorðunni var komið á fót í opinberri heimsókn Kristjáns X. Danakonungs árið 1921 og var konungur fyrsti stórmeistari orðunnar. Sá titill er nú forsetans. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleifð frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir séu á einhvern hátt merkilegri en aðrir,“ segir Guðmundur Hálfdánarson og bætir við að ræturnar liggi í löngu horfnu samfélagi. Fálkaorðan Tengdar fréttir Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Hefðbundið er að handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar, séu sæmdir fálkaorðunni og að athöfnin fari fram á Bessastöðum. Ekki er hefð fyrir því að tilkynnt sé sérstaklega um veitinguna heldur sé hún skráð á heimasíðu forsetaembættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands til fjölmiðla. Sami háttur hefur verið hafður á orðuveitingum til sendiherra erlendra ríkja. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sá háttur hafi verið hafður á að fálkaorðan sé veitt tvisvar á ári, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og nýársdag, 1. janúar. Þeim veitingum séu fjölmiðlar látnir vita af. Fáeinar orðuveitingar séu utan þessara tveggja daga og hafi ekki þótt ástæða fyrir því að tilkynna þær sérstaklega. Þann 13. desember síðastliðinn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra veittur stórkross hinnar íslensku fálkaorðu og Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, veittur stórriddarakross degi áður. Það spurðist af orðuveitingunni núna um jólin og vakti hún nokkur viðbrögð í samfélaginu þegar fréttir af henni bárust á vefmiðlum. Allir forsætisráðherrar lýðveldisins, að fjórum undanskildum, hafa hlotið orðuna. Þeir sem hlutu hana ekki eru feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson auk þeirra Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Hið fyrsta er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Næst kemur stórriddarakross, þar næst stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hún er eingöngu borin af þjóðhöfðingjum. „Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það þótti bera vott um konungshollustu að vera sæmdur orðunum. Fálkaorðunni var komið á fót í opinberri heimsókn Kristjáns X. Danakonungs árið 1921 og var konungur fyrsti stórmeistari orðunnar. Sá titill er nú forsetans. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleifð frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir séu á einhvern hátt merkilegri en aðrir,“ segir Guðmundur Hálfdánarson og bætir við að ræturnar liggi í löngu horfnu samfélagi.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37