Skyldu það vera ljóðajól? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. desember 2014 10:00 Þórdís Gísladóttir Ljóðabókaútgáfa stóð með miklum blóma á árinu sem fer að kveðja. Konur áttu þar stóran þátt og hver skáldkonan á fætur annarri sendi frá sér magnaðan skáldskap. Við grípum niður í nokkrar þessara ljóðabóka í tilraun til að endurspegla þá margbreytni sem ríkir í ljóðaútgáfunni.Haustlaufin yfir mér Víst væri gott að geta safnað saman völdum ævistundum og örfáum fölskum minningum líkt og haustlaufum sem leikskólabörn tína úti á túni. Þurrkað þær og slétt límt á stór pappaspjöld hengt á vegg horft á þær með öðru auganu eða báðum meðan skammdegið umvefur bæinn og fyrir löngu orðið leiðigjarnt að laumast með Facebook-veggjum. Þórdís Gísladóttir, VelúrFaðmlag Bara eitt faðmlag, það er nóg en í staðinn er búið að gera allt segja allt, ræða málin allt til dauða sofa hjá í svörtum nælonsokkum reyra korselettið gera við allt húsið mig langar bara í eitt faðmlag eitt faðmlag og hvíla þar styrkjast þar finna fyrir þér að þú getur eitthvað lítið. Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Enginn dans við UfsaklettDrápa (brot) Stjörnur hafa fallið úr festingunni sáldrast yfir götur Brotin stingast eins og hnífsoddar upp úr mjöllinni Flugvél brýst út úr skýjunum strýkst við marglit þökin í miðbænum Í Reykjavík fellur nóttin með hvini eins og öxi Gerður Kristný, DrápaKOK (brot) við söfnum míniatúrum úr gleri hreyfum okkur eftir kerfi rífumst sjaldnar en flestir en þegar það gerist þegar það gerist það gerist gerist agnarsmáum dýrum úr gleri hendurnar úr gleri kynfærin úr gleri fötin úr gleri áform okkar úr gleri loforðin draumarnir gæludýrin úr gleri ásjóna hvors annars úr speglagleri og við blásum litlar lygar út í gleri litlar tilgangslausar lygar út í gleri Kristín Eiríksdóttir, KOKGleðilegt ár Árið kemur í frakka með spæl sem mér virðist löngu úr móð setur upp hanska úr fórum Harry Klein, ég segi: hættu nú alveg Spennan, kona, spennan,' hvíslar árið um hæl og stingur hnífi og þjóðsöng í vasann Torvelt að vita upp á hverju það tekur næst enginn hefur áður tekið viðlíka tilhlaup Sigurbjörg Þrastardóttir, Kátt skinn (og gloría)erindi enn koma farfuglarnir á hverju vori um langan veg kvikir eins og kompásnál með lífsins þyt í vængjaslætti komnir til að skapa himin í höfði þínu jörð í brjósti þínu ljós í hjarta þínu einu sinni enn Guðrún Hannesdóttir, Slitur úr orðabók fugla Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ljóðabókaútgáfa stóð með miklum blóma á árinu sem fer að kveðja. Konur áttu þar stóran þátt og hver skáldkonan á fætur annarri sendi frá sér magnaðan skáldskap. Við grípum niður í nokkrar þessara ljóðabóka í tilraun til að endurspegla þá margbreytni sem ríkir í ljóðaútgáfunni.Haustlaufin yfir mér Víst væri gott að geta safnað saman völdum ævistundum og örfáum fölskum minningum líkt og haustlaufum sem leikskólabörn tína úti á túni. Þurrkað þær og slétt límt á stór pappaspjöld hengt á vegg horft á þær með öðru auganu eða báðum meðan skammdegið umvefur bæinn og fyrir löngu orðið leiðigjarnt að laumast með Facebook-veggjum. Þórdís Gísladóttir, VelúrFaðmlag Bara eitt faðmlag, það er nóg en í staðinn er búið að gera allt segja allt, ræða málin allt til dauða sofa hjá í svörtum nælonsokkum reyra korselettið gera við allt húsið mig langar bara í eitt faðmlag eitt faðmlag og hvíla þar styrkjast þar finna fyrir þér að þú getur eitthvað lítið. Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Enginn dans við UfsaklettDrápa (brot) Stjörnur hafa fallið úr festingunni sáldrast yfir götur Brotin stingast eins og hnífsoddar upp úr mjöllinni Flugvél brýst út úr skýjunum strýkst við marglit þökin í miðbænum Í Reykjavík fellur nóttin með hvini eins og öxi Gerður Kristný, DrápaKOK (brot) við söfnum míniatúrum úr gleri hreyfum okkur eftir kerfi rífumst sjaldnar en flestir en þegar það gerist þegar það gerist það gerist gerist agnarsmáum dýrum úr gleri hendurnar úr gleri kynfærin úr gleri fötin úr gleri áform okkar úr gleri loforðin draumarnir gæludýrin úr gleri ásjóna hvors annars úr speglagleri og við blásum litlar lygar út í gleri litlar tilgangslausar lygar út í gleri Kristín Eiríksdóttir, KOKGleðilegt ár Árið kemur í frakka með spæl sem mér virðist löngu úr móð setur upp hanska úr fórum Harry Klein, ég segi: hættu nú alveg Spennan, kona, spennan,' hvíslar árið um hæl og stingur hnífi og þjóðsöng í vasann Torvelt að vita upp á hverju það tekur næst enginn hefur áður tekið viðlíka tilhlaup Sigurbjörg Þrastardóttir, Kátt skinn (og gloría)erindi enn koma farfuglarnir á hverju vori um langan veg kvikir eins og kompásnál með lífsins þyt í vængjaslætti komnir til að skapa himin í höfði þínu jörð í brjósti þínu ljós í hjarta þínu einu sinni enn Guðrún Hannesdóttir, Slitur úr orðabók fugla
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira