Salan magnast í takt við fjölda vindstiga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2014 10:00 Guðrún Vilmundardóttir „Því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina.“ Vísir/Valli „Orðin vindur, stormur, rok eða hvassviðri, ofviðri og fárviðri eru stighækkandi. Öll eiga þau samheiti í orðinu kári, og í því mætum við enn hinu lífi gædda afli, sem bjó í veðrinu.“ Svo segir í Veðurfræði Eyfellings, sem Bjartur gefur út. Þetta er endurútgáfa, með viðauka og nýrri orðaskrá, af bók Þórðar Tómassonar, sem flestir tengja nú við Minjasafnið í Skógum, frá árinu 1979. „Gamla bókin var löngu uppseld, en hún átti sér marga eldheita aðdáendur sem voru fljótir að tryggja sér eintök af nýju útgáfunni,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „En það hefur vakið athygli lagerstjóra Bjarts að pantanir á bókinni virðast vera algerlega í takt við vindstigin – því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina – og hefur hún því eins og gefur að skilja fokið út síðustu daga og lítur mjög vel út með þessa síðustu helgi fyrir jól, stærstu söluhelgi ársins. Þykir markaðsdeild Bjarts hafa sýnt óvenju góða og áður óþekkta takta í kynningu á veðurbókinni og í tilefni af því bauð ég markaðsdeildinni út að borða í hádeginu, til að fagna þessu vel heppnaða veðurtrixi,“ segir Guðrún og brosir hringinn. Aðrar fréttir úr herbúðum Bjarts eru að bandaríska forlagið Restless Books, sem hefur höfuðstöðvar í Brooklyn, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Jarðnæði, eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. „Forleggjarinn hefur fylgst með Oddnýju um hríð, átt fundi með réttindastofu Bjarts og Miðstöð íslenskra bókmennta á síðustu bókamessum í Frankfurt og London, fengið lesara til að lesa fyrir sig og skrifa rapport um bækur hennar, en þær hafa enn ekki komið út í erlendum þýðingum,“ útskýrir Guðrún. „Það verður meiriháttar stökkpallur fyrir Oddnýju að koma út í enskri þýðingu – en langflestir útgefendur heimsins lesa jú ensku – og spennandi að vinna með forlagi sem stórblaðið Guardian hefur sagt um að sé frumkvöðull í að kynna bókmenntir heimsins fyrir enskumælandi lesendum.“ Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Orðin vindur, stormur, rok eða hvassviðri, ofviðri og fárviðri eru stighækkandi. Öll eiga þau samheiti í orðinu kári, og í því mætum við enn hinu lífi gædda afli, sem bjó í veðrinu.“ Svo segir í Veðurfræði Eyfellings, sem Bjartur gefur út. Þetta er endurútgáfa, með viðauka og nýrri orðaskrá, af bók Þórðar Tómassonar, sem flestir tengja nú við Minjasafnið í Skógum, frá árinu 1979. „Gamla bókin var löngu uppseld, en hún átti sér marga eldheita aðdáendur sem voru fljótir að tryggja sér eintök af nýju útgáfunni,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „En það hefur vakið athygli lagerstjóra Bjarts að pantanir á bókinni virðast vera algerlega í takt við vindstigin – því fleiri metrar á sekúndu því fleiri panta veðurbókina – og hefur hún því eins og gefur að skilja fokið út síðustu daga og lítur mjög vel út með þessa síðustu helgi fyrir jól, stærstu söluhelgi ársins. Þykir markaðsdeild Bjarts hafa sýnt óvenju góða og áður óþekkta takta í kynningu á veðurbókinni og í tilefni af því bauð ég markaðsdeildinni út að borða í hádeginu, til að fagna þessu vel heppnaða veðurtrixi,“ segir Guðrún og brosir hringinn. Aðrar fréttir úr herbúðum Bjarts eru að bandaríska forlagið Restless Books, sem hefur höfuðstöðvar í Brooklyn, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Jarðnæði, eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur. „Forleggjarinn hefur fylgst með Oddnýju um hríð, átt fundi með réttindastofu Bjarts og Miðstöð íslenskra bókmennta á síðustu bókamessum í Frankfurt og London, fengið lesara til að lesa fyrir sig og skrifa rapport um bækur hennar, en þær hafa enn ekki komið út í erlendum þýðingum,“ útskýrir Guðrún. „Það verður meiriháttar stökkpallur fyrir Oddnýju að koma út í enskri þýðingu – en langflestir útgefendur heimsins lesa jú ensku – og spennandi að vinna með forlagi sem stórblaðið Guardian hefur sagt um að sé frumkvöðull í að kynna bókmenntir heimsins fyrir enskumælandi lesendum.“
Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira