Uppskrift: Ljúffengar biscotti-kökur Rikka skrifar 21. desember 2014 12:00 Jar of biscotti on table Biscotti Margir tengja biscotti-kökurnar við ítalskar hefðir enda eru þær upprunalega frá Prato, sem er örstutt frá Flórens á Ítalíu. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Kökurnar geymast lengi og er upplagt að bjóða upp á góðan ítalskan kaffibolla með þeim. Í þessari uppskrift bregðum við aðeins út af vananum og bætum kókos við grunnuppskriftina. Einnig er tilvalið að bæta við trönuberjum eða öðrum þurrum ávöxtum sem og alls kyns hnetum. 125 g heilar möndlur, án hýðis 2 stk. eggjarauður 250 g sykur 250 g hveiti 50 g kókosmjöl Salt á hnífsoddi Hitið ofninn í 200°C. Dreifið möndlunum á ofnplötu og bakið í 5 mínútur. Kælið og grófsaxið. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum þar til blandan er orðin ljós og létt. Hrærið hveiti, möndlum, kókos og salti saman við og hnoðið þar til deigið er slétt. Mótið deigið í sívalninga og setjið á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í um 25 mínútur. Takið plötuna úr ofninum og hækkið hitann aftur í 200°C. Skerið lengjurnar í um 1 cm þykkar sneiðar og raðið aftur á plötuna og bakið þær í 20-30 mínútur í viðbót, eða þar til þær eru ljósgullinbrúnar og stökkar. Heilsa Smákökur Uppskriftir Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið
Margir tengja biscotti-kökurnar við ítalskar hefðir enda eru þær upprunalega frá Prato, sem er örstutt frá Flórens á Ítalíu. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Kökurnar geymast lengi og er upplagt að bjóða upp á góðan ítalskan kaffibolla með þeim. Í þessari uppskrift bregðum við aðeins út af vananum og bætum kókos við grunnuppskriftina. Einnig er tilvalið að bæta við trönuberjum eða öðrum þurrum ávöxtum sem og alls kyns hnetum. 125 g heilar möndlur, án hýðis 2 stk. eggjarauður 250 g sykur 250 g hveiti 50 g kókosmjöl Salt á hnífsoddi Hitið ofninn í 200°C. Dreifið möndlunum á ofnplötu og bakið í 5 mínútur. Kælið og grófsaxið. Þeytið eggjarauðurnar með sykrinum þar til blandan er orðin ljós og létt. Hrærið hveiti, möndlum, kókos og salti saman við og hnoðið þar til deigið er slétt. Mótið deigið í sívalninga og setjið á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í um 25 mínútur. Takið plötuna úr ofninum og hækkið hitann aftur í 200°C. Skerið lengjurnar í um 1 cm þykkar sneiðar og raðið aftur á plötuna og bakið þær í 20-30 mínútur í viðbót, eða þar til þær eru ljósgullinbrúnar og stökkar.
Heilsa Smákökur Uppskriftir Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið