Skemmtilegar og öðruvísi jólahefðir Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2014 14:00 Skemmtilegar og öðruvísi jólahefðir. VÍSIR Hefðir eru stór hluti af jólunum. Innan fjölskyldna og vinahópa skapast oft persónulegar og skemmtilegar jólahefðir sem koma fólki í hið eina sanna jólaskap og verða jafn sjálfsagður og ómissandi hluti af jólahátíðinni og malt og appelsín eða vel skreytt jólatré.Kristín klæðir sig upp í brúðarkjólinn á aðfangadag.Vísir/VilhelmÍ brúðarkjólnum á aðfangadag Á jólunum hafa flestir þann vana að klæðast sínu fínasta pússi. Kristín Einarsdóttir tekur fínu fötin skrefinu lengra og klæðir sig upp í brúðarkjól. Hún og eiginmaður hennar giftu sig í desember fyrir átján árum og hafa síðastliðin tíu ár klætt sig upp í brúðkaupsfötin á aðfangadag. Kristínu fannst leiðinlegt að sjá brúðarkjólinn hanga inni í skáp og langaði að finna einhver not fyrir hann. Úr varð að hún ákvað að nota hann á jólunum. „Síðan hef ég bara farið í hann á hverju aðfangadagskvöldi og maðurinn minn í sín brúðgumaföt. Börnunum finnst ekki vera komin jól fyrr en við erum komin í fötin.“ Kjóllinn er fremur fyrirferðarmikill með slöri og öllu tilheyrandi. „Ég fer í hann klukkan sex og græja allt í honum, það er mjög mikil pressa að komast í hann og vera í honum um jólin,“ segir Kristín hlæjandi.Vilborg hvetur fólk til þess að prufa bakaðar baunir frá Heinz með hangikjötinu.Vísir/ValliHeinz með hangikjötinu Í fjölskyldu Vilborgar Þórðardóttur hefur tíðkast í þrjár kynslóðir að borða bakaðar baunir frá Heinz með hangikjötinu um jólin. „Þetta er sem sagt hefð á mínu heimili, heimili foreldra minna og hjá ömmu og afa að hafa alltaf Heinz bakaðar baunir með hangikjöti um jólin,“ segir Vilborg en það hvarflaði ekki að henni fyrr en í seinni tíð að það væru ekki allir sem borðuðu bakaðar baunir með hangikjöti. „Ég áttaði mig ekkert á því fyrr en ég var svona 25 ára að það væru ekki allir Íslendingar sem borðuðu bakaðar baunir með hangikjötinu. Það var í einhverju jólaboði sem einhver nefndi að það væri fyndið að við værum alltaf með bakaðar baunir með.“ Siðinn segir Vilborg koma frá afa sínum, Sverri Valdimarssyni, sem stundaði nám í Bandaríkjunum og komst að því að bakaðar baunir frá Heinz passa vel með reyktu kjöti. „Þetta var svo haft á jólunum með hangikjötinu enda passar þetta mjög vel saman. Ég bara hvet fólk til þess að prufa þetta,“ segir Vilborg og hlær.Áslaug Helga ásamt eiginmanni sínum Jóhanni Gunnari.Mynd/EinkasafnMalt og appelsín út á jólagrautinn Malt og appelsín er klassískur drykkur á borðum landsmanna um jólin, flestir neyta drykkjarins úr glasi en Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir ólst upp við að setja malt og appelsín út á jólagrautinn. „Ég eiginlega man ekki hvenær þetta byrjaði. Þetta var bara gert þegar ég var barn og það hefur sjálfsagt bara einhver prufað þetta og svo bara bragðaðist þetta svo vel að við héldum þessu áfram,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún ekki alla í fjölskyldunni setja malt og appelsín út á jólagrautinn. „Það eru ekki alveg allir, en þeir sem þora að prufa þetta prufa yfirleitt aftur.“Feðginin leika titla úr Bókatíðindum í jólaboðum.Vísir/ValliLeika titlana úr Bókatíðindum „Ég man eftir þessu frá því ég var lítil úr jólaboðum hjá ömmu og afa á jóladag. Þá var mikill spenningur hjá mér og frænda mínum að fá að velja í lið. Þá voru valin tvö lið og farið inn í herbergi með Bókatíðindi,“ segir Berglind Jónsdóttir en í fjölskyldu hennar tíðkast að leika bókartitla upp úr Bókatíðindum í jólaboðum fjölskyldunnar. „Svo var valin bók, farið í búninga og leikmunir valdir. Svo var planað lauslega hvað maður ætlaði að gera og farið inn í stofu og leikið fyrir hina þar til þeir giskuðu á réttan titil.“ Faðir Berglindar, Jón Þorsteinn Gunnarsson, man eftir leiknum frá því hann var ungur. „Ég hugsa að þetta sé komið frá fjölskyldu mömmu,“ segir Jón. Miserfitt er að leika bókartitlana en Berglind segir að reynt sé að velja titla sem eru skemmtilegir og þátttakendur þekki. „Ég man alltaf þegar uppskriftabókin Hratt og bítandi kom út. Þá kom liðið fram, búið að ná í eldhúsáhöld og í búningum. Þau fóru saman í hring, löbbuðu hratt og bitu saman tönnunum eins og þau væru að bíta,“ segir Berglind hlæjandi. Jólafréttir Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Hefðir eru stór hluti af jólunum. Innan fjölskyldna og vinahópa skapast oft persónulegar og skemmtilegar jólahefðir sem koma fólki í hið eina sanna jólaskap og verða jafn sjálfsagður og ómissandi hluti af jólahátíðinni og malt og appelsín eða vel skreytt jólatré.Kristín klæðir sig upp í brúðarkjólinn á aðfangadag.Vísir/VilhelmÍ brúðarkjólnum á aðfangadag Á jólunum hafa flestir þann vana að klæðast sínu fínasta pússi. Kristín Einarsdóttir tekur fínu fötin skrefinu lengra og klæðir sig upp í brúðarkjól. Hún og eiginmaður hennar giftu sig í desember fyrir átján árum og hafa síðastliðin tíu ár klætt sig upp í brúðkaupsfötin á aðfangadag. Kristínu fannst leiðinlegt að sjá brúðarkjólinn hanga inni í skáp og langaði að finna einhver not fyrir hann. Úr varð að hún ákvað að nota hann á jólunum. „Síðan hef ég bara farið í hann á hverju aðfangadagskvöldi og maðurinn minn í sín brúðgumaföt. Börnunum finnst ekki vera komin jól fyrr en við erum komin í fötin.“ Kjóllinn er fremur fyrirferðarmikill með slöri og öllu tilheyrandi. „Ég fer í hann klukkan sex og græja allt í honum, það er mjög mikil pressa að komast í hann og vera í honum um jólin,“ segir Kristín hlæjandi.Vilborg hvetur fólk til þess að prufa bakaðar baunir frá Heinz með hangikjötinu.Vísir/ValliHeinz með hangikjötinu Í fjölskyldu Vilborgar Þórðardóttur hefur tíðkast í þrjár kynslóðir að borða bakaðar baunir frá Heinz með hangikjötinu um jólin. „Þetta er sem sagt hefð á mínu heimili, heimili foreldra minna og hjá ömmu og afa að hafa alltaf Heinz bakaðar baunir með hangikjöti um jólin,“ segir Vilborg en það hvarflaði ekki að henni fyrr en í seinni tíð að það væru ekki allir sem borðuðu bakaðar baunir með hangikjöti. „Ég áttaði mig ekkert á því fyrr en ég var svona 25 ára að það væru ekki allir Íslendingar sem borðuðu bakaðar baunir með hangikjötinu. Það var í einhverju jólaboði sem einhver nefndi að það væri fyndið að við værum alltaf með bakaðar baunir með.“ Siðinn segir Vilborg koma frá afa sínum, Sverri Valdimarssyni, sem stundaði nám í Bandaríkjunum og komst að því að bakaðar baunir frá Heinz passa vel með reyktu kjöti. „Þetta var svo haft á jólunum með hangikjötinu enda passar þetta mjög vel saman. Ég bara hvet fólk til þess að prufa þetta,“ segir Vilborg og hlær.Áslaug Helga ásamt eiginmanni sínum Jóhanni Gunnari.Mynd/EinkasafnMalt og appelsín út á jólagrautinn Malt og appelsín er klassískur drykkur á borðum landsmanna um jólin, flestir neyta drykkjarins úr glasi en Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir ólst upp við að setja malt og appelsín út á jólagrautinn. „Ég eiginlega man ekki hvenær þetta byrjaði. Þetta var bara gert þegar ég var barn og það hefur sjálfsagt bara einhver prufað þetta og svo bara bragðaðist þetta svo vel að við héldum þessu áfram,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún ekki alla í fjölskyldunni setja malt og appelsín út á jólagrautinn. „Það eru ekki alveg allir, en þeir sem þora að prufa þetta prufa yfirleitt aftur.“Feðginin leika titla úr Bókatíðindum í jólaboðum.Vísir/ValliLeika titlana úr Bókatíðindum „Ég man eftir þessu frá því ég var lítil úr jólaboðum hjá ömmu og afa á jóladag. Þá var mikill spenningur hjá mér og frænda mínum að fá að velja í lið. Þá voru valin tvö lið og farið inn í herbergi með Bókatíðindi,“ segir Berglind Jónsdóttir en í fjölskyldu hennar tíðkast að leika bókartitla upp úr Bókatíðindum í jólaboðum fjölskyldunnar. „Svo var valin bók, farið í búninga og leikmunir valdir. Svo var planað lauslega hvað maður ætlaði að gera og farið inn í stofu og leikið fyrir hina þar til þeir giskuðu á réttan titil.“ Faðir Berglindar, Jón Þorsteinn Gunnarsson, man eftir leiknum frá því hann var ungur. „Ég hugsa að þetta sé komið frá fjölskyldu mömmu,“ segir Jón. Miserfitt er að leika bókartitlana en Berglind segir að reynt sé að velja titla sem eru skemmtilegir og þátttakendur þekki. „Ég man alltaf þegar uppskriftabókin Hratt og bítandi kom út. Þá kom liðið fram, búið að ná í eldhúsáhöld og í búningum. Þau fóru saman í hring, löbbuðu hratt og bitu saman tönnunum eins og þau væru að bíta,“ segir Berglind hlæjandi.
Jólafréttir Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira