Gaman að fá skringilega pakka 16. desember 2014 15:15 Hönnuðirnir Fanney Sizemore og Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir komast í jólaskapið við að nostra við hverja gjöf. Þær skreyta gjarnan pakkana með origami og í ár mun laufabrauðsmunstur einnig prýða pakkana þeirra. vísir/stefán Hönnuðirnir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og Fanney Sizemore eru hrifnar af fagurlega innpökkuðum jólagjöfum. Þær gefa sér góðan tíma til að nostra við hvern pakka og komast þannig í jólaskapið. Þær fara þó ekki í fýlu yfir illa innpökkuðum jólagjöfum. Ég læt örsjaldan pakka inn í búðunum. Ég kaupi vanalega nokkrar mismunandi rúllur af jólapappír og pakka svo inn heima,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og Fanney Sizemore tekur í sama streng. „Að pakka inn gjöfum er stór hluti af því að komst í jólaskap. Mér finnst mjög gaman að gefa gjafir og gera flotta pakka og spara mér að pakka inn þar til á Þorláksmessu ef ég kemst upp með það. Þá sit ég á gólfinu við jólatréð, pakka inn, hlusta á jólalög, drekk heitt kryddvín að pólskum hætti og maula á einhverju gotteríi.“ „Mér finnst alltaf gaman þegar pökkum er skringilega pakkað inn eða jafnvel látnir líta út fyrir að vera eitthvað annað en innihaldið í raun og veru er,“ segir Ragnheiður Ösp. „Eins finnst mér mjög gaman að fá fyndnar kveðjur á merkimiðunum utan á pökkunum en það tíðkast innan fjölskyldunnar minnar.“ „Mér finnst mjög skemmtilegt að sjá fallega innpakkaðar gjafir en verð samt ekki fúl ef ég fæ illa innpakkaðan pakka,“ segir Fanney sposk. „Svo er líka hægt að fela verr innpakkaðar gjafir undir flottu pökkunum.“ Báðar segjast þær njóta aðdraganda jólanna. Aðventan sé jafnvel betri en jólin sjálf. „Ég hreinlega elska jólalög. Ég reyni að spara mér þau og hlusta bara í desember, sérstaklega þessi gömlu, íslensku,“ segir Ragnheiður og Fanney segist eiga það til að missa sig í skreytingum og bakstri. „Ég er algjört jólabarn þótt ég sé ekki trúuð,“ segir hún. „Það er notalegt að fá smá frí og eyða tíma með fjölskyldunni og borða eitthvað gott.“Pakkarnir Við erum með ákveðið „brot“ þema á pökkunum, þar sem við leikum okkur meðal annars með origami og laufabrauðsskurð. 1. Gulllitaður með snjókornum Fallega gylltur pappír með tveimur origami-snjókornum ofan á, snjókornin eru brotin í bökunarpappír. Snjókornin eru eftir origami-listamanninn Dennis Walker og á netinu má finna ýmsar útgáfur af fallegum origami-snjókornum.2. Rauður pakki með hvítum doppum og origami-pólstjörnu Það getur verið fallegt að setja eina stóra skreytingu á lítinn og nettan pakka. Hér má sjá pólstjörnuna brotna á origami-vísu. Listamaður stjörnu óþekktur.3. Laufabrauðspakki Hugmyndina að laufabrauðspakkanum fengum við báðar á sama tíma. Mættum svo spenntar til að segja hvor annarri frá uppgötvuninni og þegar við komumst að því að hugmyndin var sú sama varð ekki aftur snúið. Hægt er að nýta sér alls kyns útfærslur af laufabrauðsskurðinum og leika sér með stærð og mynstur. Laufin skárum við út í ljósan pappír, brutum síðan upp á þau og límdum niður. Fyrst er pakkað inn í pappír í lit og svo fer laufabrauðspappírinn þar yfir svo liturinn skíni í gegnum munstrið.4. Hvítur pakki með rauðum brotnum borða Hægt er að gera ýmislegt annað með silkiborða en að binda hann í slaufu. Hér má sjá plíseraðan borða sem myndar stílhreina og fallega lausn. Borðinn er lagður í fellingum á pappírinn og hverri fellingu tyllt niður með lími. Jól Jólafréttir Mest lesið Á jólunum er gleði og gaman Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Sálmur 86 - Heiðra skulum vér Herran Krist Jól Allir fá þá eitthvað fallegt Jól Fær enn í skóinn Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Arnaldur alltaf góður Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sálmur 93 - Í upphafi var orðið fyrst Jól Jólasigling með Smyrli Jól
Hönnuðirnir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og Fanney Sizemore eru hrifnar af fagurlega innpökkuðum jólagjöfum. Þær gefa sér góðan tíma til að nostra við hvern pakka og komast þannig í jólaskapið. Þær fara þó ekki í fýlu yfir illa innpökkuðum jólagjöfum. Ég læt örsjaldan pakka inn í búðunum. Ég kaupi vanalega nokkrar mismunandi rúllur af jólapappír og pakka svo inn heima,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og Fanney Sizemore tekur í sama streng. „Að pakka inn gjöfum er stór hluti af því að komst í jólaskap. Mér finnst mjög gaman að gefa gjafir og gera flotta pakka og spara mér að pakka inn þar til á Þorláksmessu ef ég kemst upp með það. Þá sit ég á gólfinu við jólatréð, pakka inn, hlusta á jólalög, drekk heitt kryddvín að pólskum hætti og maula á einhverju gotteríi.“ „Mér finnst alltaf gaman þegar pökkum er skringilega pakkað inn eða jafnvel látnir líta út fyrir að vera eitthvað annað en innihaldið í raun og veru er,“ segir Ragnheiður Ösp. „Eins finnst mér mjög gaman að fá fyndnar kveðjur á merkimiðunum utan á pökkunum en það tíðkast innan fjölskyldunnar minnar.“ „Mér finnst mjög skemmtilegt að sjá fallega innpakkaðar gjafir en verð samt ekki fúl ef ég fæ illa innpakkaðan pakka,“ segir Fanney sposk. „Svo er líka hægt að fela verr innpakkaðar gjafir undir flottu pökkunum.“ Báðar segjast þær njóta aðdraganda jólanna. Aðventan sé jafnvel betri en jólin sjálf. „Ég hreinlega elska jólalög. Ég reyni að spara mér þau og hlusta bara í desember, sérstaklega þessi gömlu, íslensku,“ segir Ragnheiður og Fanney segist eiga það til að missa sig í skreytingum og bakstri. „Ég er algjört jólabarn þótt ég sé ekki trúuð,“ segir hún. „Það er notalegt að fá smá frí og eyða tíma með fjölskyldunni og borða eitthvað gott.“Pakkarnir Við erum með ákveðið „brot“ þema á pökkunum, þar sem við leikum okkur meðal annars með origami og laufabrauðsskurð. 1. Gulllitaður með snjókornum Fallega gylltur pappír með tveimur origami-snjókornum ofan á, snjókornin eru brotin í bökunarpappír. Snjókornin eru eftir origami-listamanninn Dennis Walker og á netinu má finna ýmsar útgáfur af fallegum origami-snjókornum.2. Rauður pakki með hvítum doppum og origami-pólstjörnu Það getur verið fallegt að setja eina stóra skreytingu á lítinn og nettan pakka. Hér má sjá pólstjörnuna brotna á origami-vísu. Listamaður stjörnu óþekktur.3. Laufabrauðspakki Hugmyndina að laufabrauðspakkanum fengum við báðar á sama tíma. Mættum svo spenntar til að segja hvor annarri frá uppgötvuninni og þegar við komumst að því að hugmyndin var sú sama varð ekki aftur snúið. Hægt er að nýta sér alls kyns útfærslur af laufabrauðsskurðinum og leika sér með stærð og mynstur. Laufin skárum við út í ljósan pappír, brutum síðan upp á þau og límdum niður. Fyrst er pakkað inn í pappír í lit og svo fer laufabrauðspappírinn þar yfir svo liturinn skíni í gegnum munstrið.4. Hvítur pakki með rauðum brotnum borða Hægt er að gera ýmislegt annað með silkiborða en að binda hann í slaufu. Hér má sjá plíseraðan borða sem myndar stílhreina og fallega lausn. Borðinn er lagður í fellingum á pappírinn og hverri fellingu tyllt niður með lími.
Jól Jólafréttir Mest lesið Á jólunum er gleði og gaman Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Sálmur 86 - Heiðra skulum vér Herran Krist Jól Allir fá þá eitthvað fallegt Jól Fær enn í skóinn Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Arnaldur alltaf góður Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sálmur 93 - Í upphafi var orðið fyrst Jól Jólasigling með Smyrli Jól