Samtal kvenna úr fortíð og nútíð 15. desember 2014 11:00 Arna Valsdóttir og Hekla Björt Helgadóttir Mynd/Auðunn Níelsson „Þegar Hekla Björt bauð mér að sýna í Geimdósinni ákvað ég að nota lítinn myndbút sem varð til þegar ég skoðaði aftökustað Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar í Vatnsdalnum. Það var á hráslagalegum degi síðasta vor. Myndatakan var mjög tilviljanakennd en reyndist fanga vel ömurleikann við staðinn.“ Þannig byrjar Arna Valsdóttir myndlistarkona að segja frá sýningu sem hún er þátttakandi í, í Geimdósinni við Kaupvangsstræti á Akureyri. Svo heldur hún áfram: „Hekla lagði til ljóð sem er hressileg tjáning nútímakonu og ég gerði upptöku þar sem hún flytur það. Mér fannst heillandi að láta þessi tvö verk hittast eins og kona úr fortíð hitti nútímakonu svo ég bræddi þessi tvö myndskeið saman. Þetta er svona kvennasamtal.“ Arna tekur fram að hún og Hekla séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er á sextugsaldri og Hekla Björt á þrítugsaldri og ég kenndi henni við myndlistardeild Verkmenntaskólans. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hún hefur rekið Geimdósina inni á sinni vinnustofu en nú er hún að missa plássið. Hún hefur verið með metnaðarfullar sýningar þar og þessi viðburður okkar er sá sautjándi og síðasti í Geimdósinni á einu ári. Hún er líka skáld og hefur alltaf lagt eitt ljóð til hvers listamanns sem er þá hluti af sýningunni. Oft hafa listaverkin svo tengst ljóðinu.“ Upphaf ljóðsins Kæra Ljóðsdóttir Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar … Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku og þú vilt eyða þeim í rúminu, með einhverjum að yrkja um … og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu, heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu hitar súpuna og situr með þér. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þegar Hekla Björt bauð mér að sýna í Geimdósinni ákvað ég að nota lítinn myndbút sem varð til þegar ég skoðaði aftökustað Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðssonar í Vatnsdalnum. Það var á hráslagalegum degi síðasta vor. Myndatakan var mjög tilviljanakennd en reyndist fanga vel ömurleikann við staðinn.“ Þannig byrjar Arna Valsdóttir myndlistarkona að segja frá sýningu sem hún er þátttakandi í, í Geimdósinni við Kaupvangsstræti á Akureyri. Svo heldur hún áfram: „Hekla lagði til ljóð sem er hressileg tjáning nútímakonu og ég gerði upptöku þar sem hún flytur það. Mér fannst heillandi að láta þessi tvö verk hittast eins og kona úr fortíð hitti nútímakonu svo ég bræddi þessi tvö myndskeið saman. Þetta er svona kvennasamtal.“ Arna tekur fram að hún og Hekla séu hvor af sinni kynslóð. „Ég er á sextugsaldri og Hekla Björt á þrítugsaldri og ég kenndi henni við myndlistardeild Verkmenntaskólans. Mér finnst aðdáunarvert hvernig hún hefur rekið Geimdósina inni á sinni vinnustofu en nú er hún að missa plássið. Hún hefur verið með metnaðarfullar sýningar þar og þessi viðburður okkar er sá sautjándi og síðasti í Geimdósinni á einu ári. Hún er líka skáld og hefur alltaf lagt eitt ljóð til hvers listamanns sem er þá hluti af sýningunni. Oft hafa listaverkin svo tengst ljóðinu.“ Upphaf ljóðsins Kæra Ljóðsdóttir Ekki láta þér bregða, þeir koma þessir dagar … Dagarnir sem byrja á síðdegi og enda á kaldri súpu spegilmyndin hörfar, fölnuð ást safnar ryki og þú starir fram hjá sjónvarpinu í úlpu Það snjóar inn um gluggann og hjartað er úr ösku og þú vilt eyða þeim í rúminu, með einhverjum að yrkja um … og ekki um einhvern sem drap í glóð í hjartanu, heldur einhvern sem klæðir sig brosandi í úlpu hitar súpuna og situr með þér.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira