Hreyfing á meðgöngu Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur skrifar 14. desember 2014 10:00 visir/getty Það er til gamalkunn mýta að óléttar konur eigi helst að vera pakkaðar inn í bómull á meðgöngunni. Þær eigi helst ekki að lyfta litla fingri og guð forði þeim frá því að hreyfa sig eitthvað af viti. Staðreyndin er þó allt önnur, óléttum konum er ráðlagt að hreyfa sig í um 30 mínútur á dag, rétt eins og öllum öðrum. Líkamsrækt hefur að sjálfsögðu góð áhrif á óléttar konur eins og alla aðra og getur bætt almenna líkamlega og andlega líðan og reynt að undirbúa konur, upp að einhverju marki, undir átökin sem fæðing barns er. Hún getur einnig dregið úr öðrum leiðinlegum fylgikvillum meðgöngu eins og t.d. bakverkjum, bjúgsöfnun, hægðatregðu og fleira. Það er ýmis konar hreyfing í boði sérstaklega fyrir óléttar konur eins og t.d. sund, jóga og styrktarþjálfun. Hafi konur stundað almenna hreyfingu áður en þær urðu óléttar er þeim óhætt að halda þeirri hreyfingu áfram á meðgöngu, en þurfa að hafa í huga að hreyfingin er gerð til að viðhalda líkamlegri hreysti og vellíðan, ekki til þess að bæta árangur eða grennast. Þær konur sem stundað hafa hreyfingu af mikilli ákefð fyrir meðgöngu gætu þurft að hægja á sér eftir því sem líður á meðgönguna og gera ráð fyrir því að geta þeirra á æfingum minnki og verði sífellt minni eftir því sem nær dregur að settum degi. Hér þarf bara að hafa almenna skynsemi í huga og ekki láta kappsemina taka yfir. Oft er talað um að gott sé að miða við að geta haldið uppi samræðum á meðan á hreyfingu stendur án þess að standa á öndinni. Þeim konum sem ekkert hafa hreyft sig fyrir meðgöngu er ráðlagt að byrja að hreyfa sig á meðgöngunni en fara rólega af stað. Gott er þá að miða við u.þ.b. 10 mínútna hreyfingu á dag, nokkrum sinnum í viku og auka svo hægt og rólega upp í 30 mínútur á dag. Sú hreyfing sem hentar þessum konum vel gæti verið göngutúrar eða sundferðir, sem og ýmsir opnir tímar sem óléttum konum standa til boða en þá þarf að byrja hægt og ætla sér ekki um of. Ýmis konar vandamál geta þó komið upp á meðgöngu, eins og t.d. ógleði, grindargliðnun, háþrýstingur, verkir í liðum og margt fleira og alltaf þarf að ráðfæra sig við ljósmóður eða lækni áður en líkamsrækt er stunduð á meðgöngu. Sjálf á ég einn 18 mánaða orkubolta sem tók virkilega á að ganga með. Meðgangan byrjaði á mikilli og endalausri ógleði og uppköstum í fjóra mánuði sem varð til þess að ég gat ekkert hreyft mig í byrjun meðgöngunnar. Mikið var ég fegin þegar þessu tímabili lauk og ég hlakkaði til að geta klárað meðgönguna án þess að líða svona illa og geta hreyft mig. Það varð þó ekki raunin þar sem ég fékk slæma grindargliðnun þegar ógleðinni lauk, sem varð til þess að ég vaggaði um eins og mörgæs, gat ekki gengið meira en nokkra metra án þess að fá verki og þurfti að hætta að vinna tveimur mánuðum fyrir settan dag. Það sem hjálpaði mér þó heilmikið með verkina var að fara í meðgöngusund. Mér fannst æðislegt að geta hreyft mig í sundlauginni og spriklað án þess að finna til. Ég fór líka til sjúkraþjálfara í hverri viku og stundum tvisvar sinnum í viku sem bjargaði mér algjörlega. Ég mæli eindregið með því að allar konur sem geta og mega hreyfi sig á meðgöngu. Þessi tími getur tekið virkilega á og því finnst mér að allar óléttar konur ættu að gera allt sem þær geta til þess að láta sér líða betur, til þess að auka líkurnar á því að fæðingin gangi vel og að þær verði fljótar að jafna sig eftir fæðinguna. Til þess að geta hugsað um einhvern annan verður maður að hugsa fyrst um sjálfan sig. Því er meðganga tilvalinn tími til þess að reyna að temja sér þá reglu að vera heilsuhraustur, ekki bara fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir litla krílið sem maður gengur með. Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það er til gamalkunn mýta að óléttar konur eigi helst að vera pakkaðar inn í bómull á meðgöngunni. Þær eigi helst ekki að lyfta litla fingri og guð forði þeim frá því að hreyfa sig eitthvað af viti. Staðreyndin er þó allt önnur, óléttum konum er ráðlagt að hreyfa sig í um 30 mínútur á dag, rétt eins og öllum öðrum. Líkamsrækt hefur að sjálfsögðu góð áhrif á óléttar konur eins og alla aðra og getur bætt almenna líkamlega og andlega líðan og reynt að undirbúa konur, upp að einhverju marki, undir átökin sem fæðing barns er. Hún getur einnig dregið úr öðrum leiðinlegum fylgikvillum meðgöngu eins og t.d. bakverkjum, bjúgsöfnun, hægðatregðu og fleira. Það er ýmis konar hreyfing í boði sérstaklega fyrir óléttar konur eins og t.d. sund, jóga og styrktarþjálfun. Hafi konur stundað almenna hreyfingu áður en þær urðu óléttar er þeim óhætt að halda þeirri hreyfingu áfram á meðgöngu, en þurfa að hafa í huga að hreyfingin er gerð til að viðhalda líkamlegri hreysti og vellíðan, ekki til þess að bæta árangur eða grennast. Þær konur sem stundað hafa hreyfingu af mikilli ákefð fyrir meðgöngu gætu þurft að hægja á sér eftir því sem líður á meðgönguna og gera ráð fyrir því að geta þeirra á æfingum minnki og verði sífellt minni eftir því sem nær dregur að settum degi. Hér þarf bara að hafa almenna skynsemi í huga og ekki láta kappsemina taka yfir. Oft er talað um að gott sé að miða við að geta haldið uppi samræðum á meðan á hreyfingu stendur án þess að standa á öndinni. Þeim konum sem ekkert hafa hreyft sig fyrir meðgöngu er ráðlagt að byrja að hreyfa sig á meðgöngunni en fara rólega af stað. Gott er þá að miða við u.þ.b. 10 mínútna hreyfingu á dag, nokkrum sinnum í viku og auka svo hægt og rólega upp í 30 mínútur á dag. Sú hreyfing sem hentar þessum konum vel gæti verið göngutúrar eða sundferðir, sem og ýmsir opnir tímar sem óléttum konum standa til boða en þá þarf að byrja hægt og ætla sér ekki um of. Ýmis konar vandamál geta þó komið upp á meðgöngu, eins og t.d. ógleði, grindargliðnun, háþrýstingur, verkir í liðum og margt fleira og alltaf þarf að ráðfæra sig við ljósmóður eða lækni áður en líkamsrækt er stunduð á meðgöngu. Sjálf á ég einn 18 mánaða orkubolta sem tók virkilega á að ganga með. Meðgangan byrjaði á mikilli og endalausri ógleði og uppköstum í fjóra mánuði sem varð til þess að ég gat ekkert hreyft mig í byrjun meðgöngunnar. Mikið var ég fegin þegar þessu tímabili lauk og ég hlakkaði til að geta klárað meðgönguna án þess að líða svona illa og geta hreyft mig. Það varð þó ekki raunin þar sem ég fékk slæma grindargliðnun þegar ógleðinni lauk, sem varð til þess að ég vaggaði um eins og mörgæs, gat ekki gengið meira en nokkra metra án þess að fá verki og þurfti að hætta að vinna tveimur mánuðum fyrir settan dag. Það sem hjálpaði mér þó heilmikið með verkina var að fara í meðgöngusund. Mér fannst æðislegt að geta hreyft mig í sundlauginni og spriklað án þess að finna til. Ég fór líka til sjúkraþjálfara í hverri viku og stundum tvisvar sinnum í viku sem bjargaði mér algjörlega. Ég mæli eindregið með því að allar konur sem geta og mega hreyfi sig á meðgöngu. Þessi tími getur tekið virkilega á og því finnst mér að allar óléttar konur ættu að gera allt sem þær geta til þess að láta sér líða betur, til þess að auka líkurnar á því að fæðingin gangi vel og að þær verði fljótar að jafna sig eftir fæðinguna. Til þess að geta hugsað um einhvern annan verður maður að hugsa fyrst um sjálfan sig. Því er meðganga tilvalinn tími til þess að reyna að temja sér þá reglu að vera heilsuhraustur, ekki bara fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir litla krílið sem maður gengur með.
Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira