Viðheldur týndri hefð 11. desember 2014 14:00 mynd/auðunn Listakonan Guðrún Hadda Bjarnadóttir lærði að steypa þriggja arma kerti þegar hún dvaldi í Svíþjóð. Þar tilheyrir kertasteypa jólaundirbúningi fjölskyldna enn þann dag í dag en Íslendingar týndu niður þessum sið þegar farið var að flytja kerti inn til landsins. Þriggja arma kerti voru steypt úr tólg og kölluð strokkkerti. Raunar er alls ekki flókið að steypa kertin heima í eldhúsi,“ segir Guðrún Hadda Bjarnadóttir, lista- og handverkskona í Dyngjunni - listhúsi í Eyjafirði, en hún steypir þriggja arma kerti fyrir hver jól.„Þetta er gamalt handverk. Íslendingar steyptu alltaf tólgarkerti á aðventunni. Notaður var fífukveikur í grútarlampa en þegar lín og bómull koma til sögunnar var farið að steypa kerti. Þriggja arma kerti, eða kóngakerti, eru tákn um hina heilögu þrenningu og voru notuð sem altariskerti á degi vitringanna, þrettándanum. Þau voru einnig kölluð strokkkerti þar sem þau voru steypt í strokknum. Kerti voru steypt um allt land,“ útskýrir Hadda.Hún lærði að steypa þriggja arma kerti í Svíþjóð þar sem þessi hefð hefur haldist á aðventunni. En sömu sögu er ekki að segja hér á landi. „Þessi aðferð týnist í sögunni. Íslendingar hætta að steypa kerti þegar farið er að flytja þau inn,“ segir Hadda. „Í Svíþjóð er það hefð á aðventunni að fjölskyldur komi saman og steypi kerti, líkt og er með laufabrauðshefðina hér á Íslandi. Kertasteypan hefur ekki náð fótfestu aftur á Íslandi, sennilega vegna þess að henni fylgir engin nostalgía. Það er svo langt um liðið síðan kerti voru steypt á íslenskum heimilum fyrir jól. Mig dreymir hins vegar um að þetta handverk gleymist ekki. Það er erfitt að steypa þriggja arma kerti úr tólg þar sem hún er svo stökk, en það er auðvelt að steypa þau úr blöndu af parafin og sterín.þriggja arma kerti:- Parafínvax og bómullarkveikur sem nálgast má í föndurvöruverslunum.- Bræðið parafínvax í djúpu íláti, yfir vatnsbaði. - Meðan massinn er að bráðna skal klippa niður í kveikinn, u.þ.b. 40 sm og 60 sm lengjur. - Bindið styttri lengjuna á mitt lítið prik. Bindið endann á lengri lengjunni öðrum megin við, þræðið hana svo með nál gegnum miðjukveikinn eða vefjið um miðjukveikinn og bindið upp hinum megin svo lengjan myndi U. - Þegar massinn er bráðinn og hefur náð 70 gráða hita má dýfa fyrsta kveiknum niður. Látið hann liggja í 1-2 mínútur eða þar til loftbólur hætta að koma upp. Dragið hann þá upp, togið í miðjukveikinn til að fá kertið beint og hengið milli tveggja stanga. Til dæmis má leggja tvö kústsköft milli stóla og hengja prikin á milli þeirra. Gerið eins við næsta og svo koll af kolli.- Dýfið síðan hverju kertinu á fætur öðru niður í massann en nú bara í nokkrar sekúndur. Með hverri dýfu bætir kveikurinn utan á sig lagi af vaxi. Kertin þurfa að ná að kólna milli dýfa.- Þegar lækkar í vaxstampinum má hella 70 gráðu heitu vatni varlega út í til að lyfta massanum aftur upp.- Látið kertin kólna á prikunum. Setjið þau svo á spjöld en þau geta brotnað ef handfjötluð mikið. Jól Jólafréttir Mest lesið Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala Björgvins syngur Ég hlakka svo til í Jólaboði Afa Jól Eyrnakonfekt á aðventunni Jól Ó, hve dýrðleg er að sjá Jól Brotið blað um jól Jólin Jólasveinarnir búa í helli Jól Engin jól eins Jólin Gekk ég yfir sjó og land Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Hindberjaterta með rauðum súkkulaðihjúp Jól Rúsínukökur Jólin
Listakonan Guðrún Hadda Bjarnadóttir lærði að steypa þriggja arma kerti þegar hún dvaldi í Svíþjóð. Þar tilheyrir kertasteypa jólaundirbúningi fjölskyldna enn þann dag í dag en Íslendingar týndu niður þessum sið þegar farið var að flytja kerti inn til landsins. Þriggja arma kerti voru steypt úr tólg og kölluð strokkkerti. Raunar er alls ekki flókið að steypa kertin heima í eldhúsi,“ segir Guðrún Hadda Bjarnadóttir, lista- og handverkskona í Dyngjunni - listhúsi í Eyjafirði, en hún steypir þriggja arma kerti fyrir hver jól.„Þetta er gamalt handverk. Íslendingar steyptu alltaf tólgarkerti á aðventunni. Notaður var fífukveikur í grútarlampa en þegar lín og bómull koma til sögunnar var farið að steypa kerti. Þriggja arma kerti, eða kóngakerti, eru tákn um hina heilögu þrenningu og voru notuð sem altariskerti á degi vitringanna, þrettándanum. Þau voru einnig kölluð strokkkerti þar sem þau voru steypt í strokknum. Kerti voru steypt um allt land,“ útskýrir Hadda.Hún lærði að steypa þriggja arma kerti í Svíþjóð þar sem þessi hefð hefur haldist á aðventunni. En sömu sögu er ekki að segja hér á landi. „Þessi aðferð týnist í sögunni. Íslendingar hætta að steypa kerti þegar farið er að flytja þau inn,“ segir Hadda. „Í Svíþjóð er það hefð á aðventunni að fjölskyldur komi saman og steypi kerti, líkt og er með laufabrauðshefðina hér á Íslandi. Kertasteypan hefur ekki náð fótfestu aftur á Íslandi, sennilega vegna þess að henni fylgir engin nostalgía. Það er svo langt um liðið síðan kerti voru steypt á íslenskum heimilum fyrir jól. Mig dreymir hins vegar um að þetta handverk gleymist ekki. Það er erfitt að steypa þriggja arma kerti úr tólg þar sem hún er svo stökk, en það er auðvelt að steypa þau úr blöndu af parafin og sterín.þriggja arma kerti:- Parafínvax og bómullarkveikur sem nálgast má í föndurvöruverslunum.- Bræðið parafínvax í djúpu íláti, yfir vatnsbaði. - Meðan massinn er að bráðna skal klippa niður í kveikinn, u.þ.b. 40 sm og 60 sm lengjur. - Bindið styttri lengjuna á mitt lítið prik. Bindið endann á lengri lengjunni öðrum megin við, þræðið hana svo með nál gegnum miðjukveikinn eða vefjið um miðjukveikinn og bindið upp hinum megin svo lengjan myndi U. - Þegar massinn er bráðinn og hefur náð 70 gráða hita má dýfa fyrsta kveiknum niður. Látið hann liggja í 1-2 mínútur eða þar til loftbólur hætta að koma upp. Dragið hann þá upp, togið í miðjukveikinn til að fá kertið beint og hengið milli tveggja stanga. Til dæmis má leggja tvö kústsköft milli stóla og hengja prikin á milli þeirra. Gerið eins við næsta og svo koll af kolli.- Dýfið síðan hverju kertinu á fætur öðru niður í massann en nú bara í nokkrar sekúndur. Með hverri dýfu bætir kveikurinn utan á sig lagi af vaxi. Kertin þurfa að ná að kólna milli dýfa.- Þegar lækkar í vaxstampinum má hella 70 gráðu heitu vatni varlega út í til að lyfta massanum aftur upp.- Látið kertin kólna á prikunum. Setjið þau svo á spjöld en þau geta brotnað ef handfjötluð mikið.
Jól Jólafréttir Mest lesið Jólalag dagsins: Ellefu ára Svala Björgvins syngur Ég hlakka svo til í Jólaboði Afa Jól Eyrnakonfekt á aðventunni Jól Ó, hve dýrðleg er að sjá Jól Brotið blað um jól Jólin Jólasveinarnir búa í helli Jól Engin jól eins Jólin Gekk ég yfir sjó og land Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Hindberjaterta með rauðum súkkulaðihjúp Jól Rúsínukökur Jólin