Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Vera Einarsdóttir skrifar 9. desember 2014 12:00 Sóldís hefur rómantískan stíl. MYND/ERNIR Myndlistarkennarinn Sóldís Einarsdóttir er fagurkeri fram í fingurgóma og ber heimili hennar þess glöggt merki. Hún er gefin fyrir antikmuni og heldur fast í jólahefðir. Hér leggur hún á jólaborð og gefur hugmyndir að hátíðlegu borðskrauti. „Matarstellið og glösin fengum við hjónin í brúðkaupsgjöf árið 2010. Þetta er danskt antikstell. Glösin heita Opera og eru úr Tékkkristal. Annar borðbúnaður er úr silfri. Kertastjakann á miðju borðinu fékk ég að láni hjá tengdamóður minni en hann er hægt að skreyta eftir árstíðum og tilvalið að nota greni og reyniber um jól. Silfurbakkann hef ég átt lengi og skreyti hann eftir árstíðum,“ segir Sóldís.Píanóið keypti Sóldís notað fyrir nokkrum árum. Það vill svo til að það tónar akkúrat við borðstofustólana.Rauðir sveppir eru áberandi á borðinu en Sóldís segir þá minna sig á jólin þegar hún var barn. Könglahreindýrin gerði fjórtán ára dóttir Sóldísar, Þórunn Rebekka Ingvarsdóttir. Þau eru límd saman með límbyssu og máluð með hvítri málningu og glimmeri.Hreindýrin gerði dóttir Sóldísar. Þau eru límd saman með límbyssu og máluð með hvítri málningu og glimmeri. Jólahald Sóldísar og fjölskyldu er í nokkuð föstum skorðum. „Ég er yfirleitt tilbúin með allt nema matinn á Þorláksmessu því á aðfangadag er hér mikill gestagangur og margir sem banka upp á með pakka. Þá er ég alltaf með brúna lagköku sem tengdamóðir mín bakar á borðum og er hún yfirleitt borðuð upp til agna. Við hlustum svo á jólamessuna og maðurinn minn les jólaguðspjallið upp úr Biblíunni áður en við hefjum borðhaldið. Við borðum svo alltaf rjúpur, hamborgarhrygg og heimalagaðan jarðarberjafrómas og ég get ekki hugsað mér neitt annað,“ segir hún og hlær. Sóldís hefur rómantískan stíl og hafa fleiri fengið að líta inn til hennar með myndavélar. Eldhúsið hennar er sveipað sveitarómantík og var til dæmis fengið að láni við upptökur á matreiðsluþáttum Eldað með Ebbu með Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur, sem sýndir voru á RÚV fyrr á árinu. „Ég fékk spurnir af því að hún væri að leita að tökustað og sýndist hún vera að leita að einhverju í mínum anda. Ég ákvað því að bjóða mig fram. Ég hefði þó ekki gert það fyrir hvern sem er. Hún er bara svo indæl og svo er ég líka svolítið í þessu lífræna sjálf.“Danska antíkstellið fengu Sóldís og eiginmaður hennar í brúðargjöf. Glösin eru úr Tékkkristal. Silfurkertastjakann á miðju borðinu er hægt að skreyta eftir árstíðum og tilvalið að nota reyniber og greni um jól. Jólafréttir Mest lesið Les Facebook og sósuleiðbeiningar Jól Sálmur 72 - Nóttin var sú ágæt ein Jól Þetta er sannkallað jólaþorp Jól Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólaguðspjallið Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Lyfti samfélaginu upp á annað plan Jól Jóla-aspassúpa Jól
Myndlistarkennarinn Sóldís Einarsdóttir er fagurkeri fram í fingurgóma og ber heimili hennar þess glöggt merki. Hún er gefin fyrir antikmuni og heldur fast í jólahefðir. Hér leggur hún á jólaborð og gefur hugmyndir að hátíðlegu borðskrauti. „Matarstellið og glösin fengum við hjónin í brúðkaupsgjöf árið 2010. Þetta er danskt antikstell. Glösin heita Opera og eru úr Tékkkristal. Annar borðbúnaður er úr silfri. Kertastjakann á miðju borðinu fékk ég að láni hjá tengdamóður minni en hann er hægt að skreyta eftir árstíðum og tilvalið að nota greni og reyniber um jól. Silfurbakkann hef ég átt lengi og skreyti hann eftir árstíðum,“ segir Sóldís.Píanóið keypti Sóldís notað fyrir nokkrum árum. Það vill svo til að það tónar akkúrat við borðstofustólana.Rauðir sveppir eru áberandi á borðinu en Sóldís segir þá minna sig á jólin þegar hún var barn. Könglahreindýrin gerði fjórtán ára dóttir Sóldísar, Þórunn Rebekka Ingvarsdóttir. Þau eru límd saman með límbyssu og máluð með hvítri málningu og glimmeri.Hreindýrin gerði dóttir Sóldísar. Þau eru límd saman með límbyssu og máluð með hvítri málningu og glimmeri. Jólahald Sóldísar og fjölskyldu er í nokkuð föstum skorðum. „Ég er yfirleitt tilbúin með allt nema matinn á Þorláksmessu því á aðfangadag er hér mikill gestagangur og margir sem banka upp á með pakka. Þá er ég alltaf með brúna lagköku sem tengdamóðir mín bakar á borðum og er hún yfirleitt borðuð upp til agna. Við hlustum svo á jólamessuna og maðurinn minn les jólaguðspjallið upp úr Biblíunni áður en við hefjum borðhaldið. Við borðum svo alltaf rjúpur, hamborgarhrygg og heimalagaðan jarðarberjafrómas og ég get ekki hugsað mér neitt annað,“ segir hún og hlær. Sóldís hefur rómantískan stíl og hafa fleiri fengið að líta inn til hennar með myndavélar. Eldhúsið hennar er sveipað sveitarómantík og var til dæmis fengið að láni við upptökur á matreiðsluþáttum Eldað með Ebbu með Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur, sem sýndir voru á RÚV fyrr á árinu. „Ég fékk spurnir af því að hún væri að leita að tökustað og sýndist hún vera að leita að einhverju í mínum anda. Ég ákvað því að bjóða mig fram. Ég hefði þó ekki gert það fyrir hvern sem er. Hún er bara svo indæl og svo er ég líka svolítið í þessu lífræna sjálf.“Danska antíkstellið fengu Sóldís og eiginmaður hennar í brúðargjöf. Glösin eru úr Tékkkristal. Silfurkertastjakann á miðju borðinu er hægt að skreyta eftir árstíðum og tilvalið að nota reyniber og greni um jól.
Jólafréttir Mest lesið Les Facebook og sósuleiðbeiningar Jól Sálmur 72 - Nóttin var sú ágæt ein Jól Þetta er sannkallað jólaþorp Jól Jólalegt og náttúrulegt í senn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólaguðspjallið Jól Jólin 1891 - eftir Matthías Jochumsson Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Lyfti samfélaginu upp á annað plan Jól Jóla-aspassúpa Jól