Gleðilegt kvíðakast! Berglind Pétursdóttir skrifar 8. desember 2014 12:00 Aðventukrans sem lítur ekki eins vel út og þú hafðir ímyndað þér. Mandarínur stútfullar af steinum. Snæfinnur snjókarl í útvarpinu tvisvar á klukkutíma. Piparkökur í morgunmat. Að reyna að hengja upp seríur og muna hvað það er ómögulegt að festa þær í gluggana. Jólapartý á vinnustaðnum. Jólaþynnka í vinnunni. Jólatré í sturtunni, fóturinn passar ekki í statífið. Jólakúlurnar eru brotnar, englahárið er flækt. Hvað er í jólamatinn? Sama og síðast? Alltaf það sama? Einn fer í fýlu því hann langaði í hangikjöt en núna borða allir hamborgarhrygg. Laufabrauðið er mölbrotið en það er í lagi, þitt munstur var ljótast. Of mikið malt í jólaölinu, jólatréð er með lús, krakkarnir eru tjúllaðir og jólasveinninn gleymir að gefa þeim í skóinn. Þú gleymdir að kaupa gjöf handa ömmu, færð niðurgang í Kringlunni, týnir bílnum á bílastæðinu og það eru kekkir í sósunni. Jólaundirbúningur og ljósadýrð í desember er svo sannarlega kósí tilhugsun, það er löngu búið að sannfæra okkur um það. Í raun er þessi tími þó lítið annað en kvíðakast með jólasveinahúfu og við tökum öll þátt og reynum að hafa gaman af. Heill mánuður af einhverju sem á að vera huggulegt en þeir einu sem hafa það huggulegt eru kaupmenn sem fá sér sundsprett í aurum í peningageymum víðs vegar um landið. Látum þó ekki deigan síga, höldum höfði, við erum Íslendingar og jólin eru besti tími ársins, fjandakornið. Gleymum okkur nú rækilega í geðveikinni og forðumst að hugsa um það sem bíður okkar. Sviðið kreditkort, ofsaltað samviskubit og ljótar jólagjafir á þrettándabáli. Seigt brak í blautum rakettuspýtum undir snjónum á nýársdag. Nýtt upphaf, nýársmegrun og ekkert að hlakka til. Njótum þess að vera sturluð. Gleðilegan desember þjóð mín, hann er allavega skárri en janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Aðventukrans sem lítur ekki eins vel út og þú hafðir ímyndað þér. Mandarínur stútfullar af steinum. Snæfinnur snjókarl í útvarpinu tvisvar á klukkutíma. Piparkökur í morgunmat. Að reyna að hengja upp seríur og muna hvað það er ómögulegt að festa þær í gluggana. Jólapartý á vinnustaðnum. Jólaþynnka í vinnunni. Jólatré í sturtunni, fóturinn passar ekki í statífið. Jólakúlurnar eru brotnar, englahárið er flækt. Hvað er í jólamatinn? Sama og síðast? Alltaf það sama? Einn fer í fýlu því hann langaði í hangikjöt en núna borða allir hamborgarhrygg. Laufabrauðið er mölbrotið en það er í lagi, þitt munstur var ljótast. Of mikið malt í jólaölinu, jólatréð er með lús, krakkarnir eru tjúllaðir og jólasveinninn gleymir að gefa þeim í skóinn. Þú gleymdir að kaupa gjöf handa ömmu, færð niðurgang í Kringlunni, týnir bílnum á bílastæðinu og það eru kekkir í sósunni. Jólaundirbúningur og ljósadýrð í desember er svo sannarlega kósí tilhugsun, það er löngu búið að sannfæra okkur um það. Í raun er þessi tími þó lítið annað en kvíðakast með jólasveinahúfu og við tökum öll þátt og reynum að hafa gaman af. Heill mánuður af einhverju sem á að vera huggulegt en þeir einu sem hafa það huggulegt eru kaupmenn sem fá sér sundsprett í aurum í peningageymum víðs vegar um landið. Látum þó ekki deigan síga, höldum höfði, við erum Íslendingar og jólin eru besti tími ársins, fjandakornið. Gleymum okkur nú rækilega í geðveikinni og forðumst að hugsa um það sem bíður okkar. Sviðið kreditkort, ofsaltað samviskubit og ljótar jólagjafir á þrettándabáli. Seigt brak í blautum rakettuspýtum undir snjónum á nýársdag. Nýtt upphaf, nýársmegrun og ekkert að hlakka til. Njótum þess að vera sturluð. Gleðilegan desember þjóð mín, hann er allavega skárri en janúar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun