Það er bara einn sem ræður Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. desember 2014 09:00 Þjóðleikhússtjóri Fréttablaðið/Valli Það er stuð á skrifstofu núverandi framkvæmdastjóra og tilvonandi leikhússtjóra Þjóðleikhússins, Ara Matthíassonar, þegar mér loks tekst að ramba á réttar dyr. Þar eru mættir leikararnir Pálmi Gestsson og Eggert Þorleifsson, uppdubbaðir í ullarjakkaföt og stígvél enda eru þeir að leika framsóknarmenn í jólasýningu hússins, Sjálfstæðu fólki. Eftir að hafa verið leystir út með gotteríi og kaffi láta þeir sig hverfa og Ari hristir hausinn. „Þetta er það sem maður kallar honey moon,“ segir hann og glottir. „Þegar maður er að taka við eru allir vinir manns og vilja tala við mann. Síðan byrjar maður að velja og hafna í hlutverk og það er alveg ljóst að það geta ekki allir leikið Hamlet, hann er bara einn. En mörgum finnst að þeir ættu að leika hann enda séu þeir best til þess fallnir og fái þeir ekki hlutverkið fer stolt og metnaður viðkomandi að grilla í hausnum á honum og hann fer að ímynda sér að það sé einhver illvilji í hans garð hjá stjórnendunum og þá verða oft leiðindi. Það fylgir bara djobbinu.“ Ari veit um hvað hann er að tala, hefur verið framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins frá 2010 og segist hafa fengið að taka mun virkari þátt í allri starfsemi hússins en það starf kannski útheimti, vegna þess hversu mikinn áhuga hann hafi á leiklistinni. Það séu hins vegar erfiðir tímar hjá leikhúsinu, fjárframlög til þess hafi verið skorin grimmt niður og krafan sé að verkefnavalið sé markaðsdrifnara en áður var. „Ég verð örugglega skammaður fyrir það einhvern tíma að velja ekki þetta eða hitt eða of mikið af þessu og of lítið af hinu. Þá er það mitt starf að reyna að komast að eins góðri niðurstöðu og hægt er miðað við rammann sem okkur er settur í fjárlögum, þann mannskap sem er hérna og vilja fólksins í landinu sem lætur mig fá peninga til að reka þetta leikhús. Það eru ótal þættir sem þarf að taka tillit til.“Ekki skemmtilegur karakter Ari talar sig í ham um hlutverk og stefnu Þjóðleikhússins en þar sem markmið viðtalsins er að fá að kynnast manninum á bak við titilinn stoppa ég hann af og skelli á hann fyrstu spurningunni: Hver er Ari Matthíasson? „Hann er fimmtugur kall í Vesturbænum,“ svarar hann og skellihlær. „Ég hef búið í vesturbæ Reykjavíkur meira og minna alla mína ævi og gengið hina hefðbundnu slóð: Melaskóli, Hagaskóli, M.R. Háskóli Íslands í bókmenntafræði, Leiklistarskóli Íslands, seinna Háskólinn í Reykjavík í MBA-nám og enn seinna Háskóli Íslands í meistaranám í hagfræði. Þannig að ég er með tvær mastersgráður og svo er ég meira að segja með skipstjórnarréttindi.“ Eftir þessa upptalningu er erfitt að draga upp úr honum orð og greinilegt að honum finnst mjög óþægilegt að tala um sjálfan sig, en ég gef mig ekki og spyr aftur: Hver er Ari Matthíasson? „Hver er maður? Það er rosalega erfið spurning. Ég hef líka minni áhuga á mér heldur en öðru fólki af því að ég er alltaf með sjálfum sér og ég bara get ekki dvalið í mér öllum stundum. Ég til dæmis tók mér pásu á Facebook af því að mér líkaði ekki sá Ari sem ég sá þar. Þá var maður búinn að vera í umræðu og æsa sig yfir einhverjum hlutum en svo hallaði ég mér aðeins aftur og horfði á þetta og skildi bara ekkert í því hvaða mynd ég var að gefa af sjálfum mér þarna. Er þetta ég? Þegar ég raðaði þessu saman fannst mér þessi karakter bara ekkert skemmtilegur og ákvað að gefa honum frí. Er maður kannski að skrifa eigin eftirmæli jafnt og þétt á Facebook?“Missti tvo bræður á sama ári Ég er ekkert á þeim buxunum að sleppa honum svona billega og held áfram að pressa. Það er á allra vitorði að Ari fór í áfengismeðferð fyrir tíu árum og hefur verið edrú síðan, en hvað kom honum til þess að taka þá ákvörðun að leita sér aðstoðar? „Ég var bara mjög drykkfelldur og þegar maður drekkur svona mikið verður maður neikvæður og leiðinlegur, hættir að vera skapandi. Ég veit ekki hversu margar sýningar ég lék illa timbraður og þá hættir það að vera gaman. Það endaði reyndar með því að ég var rekinn frá Borgarleikhúsinu og drykkjuskapurinn átti örugglega stóran þátt í því. Eftir á að hyggja hafði minn alkóhólismi tekið frá mér gleðina og ánægjuna af því að leika. Ég fór samt ekki í meðferð fyrr en löngu seinna og þá einfaldlega vegna þess að ég neyddist til að horfast í augu við sjálfan mig og viðurkenna að ég kæmist bara ekki lengra, ég myndi bara spóla í sama hjólfari endalaust. Allar svona ákvarðanir eru auðvitað býsna flóknar og þótt ég hafi farið í meðferð af sjálfsdáðum þá spilaði það auðvitað inn í að ýmsir vinir mínir höfðu gert það. Þá sá ég að það var orðið samfélagslega samþykkt. Ég er mjög stoltur maður og það er erfitt fyrir slíkan mann sem telur sig geta allt, er í tveimur vinnum með MBA-námi og finnst bara ekkert vera að því þótt hann sé alltaf fullur, að sætta sig við vanmátt sinn. Ég veit að það er klisja og allt það en maður þarf að játa sig sigraðan og þiggja hjálp af heilum huga og hlýða nú einu sinni í lífinu. Það er gott að verða leiður, biðjast afsökunar og bæta líf sitt og ég tel mig vera miklu betri mann eftir að ég hætti að drekka áfengi.“ Vandamál Ara hafa reyndar tengst alkóhólisma frá því hann man eftir sér og hann hefur þurft að glíma við afleiðingar hans hjá fleirum en sjálfum sér. „Ég kem úr alkóhólíseraðri fjölskyldu og missti tvo af bræðrum mínum beinlínis úr alkóhólisma með stuttu millibili árið 1980, þegar ég var sextán ára. Það var mjög mikið áfall fyrir mig. Ég var að vinna á Flateyri þegar annar þeirra dó voveiflega úti í Kaupmannahöfn og það var alveg rosalegt þegar presturinn kom til mín og sagði mér frá því. Maður var einn í heiminum á hjara veraldar og vissi ekkert hvernig maður ætti að díla við þessar fréttir. Hinn bróðir minn varð bráðkvaddur í neyslu stuttu seinna. Foreldrar mínir báðir voru súpergreint fólk en miklir alkóhólistar sem dóu bæði fyrir aldur fram, mamma 53 ára og pabbi 63 ára. Það er þess vegna hrikalega sjokkerandi þegar maður hugsar til baka og sér hversu mikill alkóhólisti maður var sjálfur og hvernig maður hefði getað endað. Það er virkilega mikil gæfa að það skuli vera til eitthvert batterí sem getur hjálpað manni út úr því.“Ekki pólitísk ráðning Ari hefur sterka tengingu við SÁÁ, var framkvæmdastjóri samtakanna um tíma og ber hag þeirra mjög fyrir brjósti. Honum er því lítið skemmt þegar ég skelli fram þeirri spurningu hvort bandalag hvítra miðaldra karla sem séu í SÁÁ sé ekki að verða einhvers konar bræðralag í anda frímúrara og þeir hjálpi hver öðrum að tryggja sér góðar stöður í samfélaginu. „Ég held það sé nú enginn fótur fyrir því, það er enginn frímúrarafílingur í gangi í samtökunum. Auðvitað myndast einhverjar klíkur, eins og gengur, en það ræður engum úrslitum um framgang manna í störfum. En talandi um miðaldra hvíta kalla þá er SÁÁ auðvitað stofnað af tiltölulega ungum hvítum körlum og eru ofsalega góð og falleg samtök. Þarna leggja karlar gott til samfélagsins af ósérhlífni og velvilja gagnvart náunganum og það er nú ekki oft sem karlar gera það. Hitt er annað mál að SÁÁ á ekkert að kveinka sér undan gagnrýni, það er alveg sjálfsagt að gagnrýna þau samtök eins og allt annað, en mér finnst samt að sú gagnrýni verði að vera sanngjörn.“ Hér leiðist umræðan út í þá gagnrýni sem SÁÁ hefur sætt undanfarið vegna hættu á áreiti sem konur séu í inni á meðferðarstofnunum og Ari bendir á að þær séu sannarlega í mun minni hættu innan stofnanaveggjanna en utan. Samtalið átti hins vegar alls ekki að snúast um SÁÁ eða mismunandi skoðanir á meðferðarúrræðum fyrir kynin svo við tökum U-beygju og skellum okkur í að tala um Þjóðleikhúsið og þau nýju verkefni sem hann stendur frammi fyrir. Veit hann til dæmis hvers vegna það tók menntamálaráðherra svona langan tíma að skipa í stöðuna? „Ég held hann hafi bara viljað vanda sig og komast að góðri niðurstöðu. Ég held þetta hafi verið faglegt ferli og ég held það sé eiginlega algjörlega öruggt að þessi ráðning hafi ekki verið pólitísk. Ég er fyrrverandi varaþingmaður vinstri grænna og sat á þingi fyrir þá en auðvitað á það ekki að koma að sök í þessu starfi og Þjóðleikhúsið má aldrei verða flokkspólitískt. Hins vegar á það að vera pólitískt í þeim skilningi að það á að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og taka með því vissa afstöðu. Það er til dæmis skylda Þjóðleikhússins að taka þátt í umræðunni um ofbeldi gegn konum, málefni geðsjúkra og svo framvegis með því að setja upp verk þar sem fjallað er um og tekið á þeim málum. Í sjálfu sér er eitt mikilvægasta hlutverk lista að vera hinn frjálsi agent sem segir það sem segja þarf og þarf að geta gert það án þess að vera hræddur við refsingu valdhafanna. Það er stundum kvartað yfir því að listamenn séu gjarna vinstrisinnaðir en ég held að það sé bara vegna þess að listin er í eðli sínu alltaf í stjórnarandstöðu og það hefur lengi verið frekar hægrisinnuð pólitík á Íslandi. Ég mun að sjálfsögðu passa mig að vera ekki flokkspólitískur, ég er mjög meðvitaður um það. Ég vona að það sé ekki einhver aumingjaskapur eða linka en ég virði mikilvægi þess að ríkisstofnanir séu í góðri sátt og samvinnu við stjórnvöld, án þess þó að missa sjálfstæði sitt. Það þarf alltaf að passa upp á þennan balans.“Geðþóttaákvarðanir ganga ekki upp Hér hlaupum við út undan okkur einu sinni enn og í gang fara ákafar samræður, næstum rifrildi, um skyldur Þjóðleikhússins við nýsköpun í íslenskri leiklist, muninn á leikgerð og frumsömdu leikriti og fleiri leikhúsmál. Sú umræða endar með því að ég skelli andstyggilegri spurningu á þjóðleikhússtjórann tilvonandi: Ætlar þú að fylgja fordæmi ýmissa forvera þinna og byrja á því að reka fullt af starfsfólki hússins? Þetta þykir honum greinilega óþægileg spurning, hann engist pínulítið í stólnum, en lætur sig samt hafa það að svara. „Ég vil tala varlega um þetta efni, það varðar störf og starfsframa fólks en að sjálfsögðu er hreyfing á listamönnum hússins. Margir þeirra vilja ekki vera fastráðnir heldur verkefnaráðnir, ráða sig í eitt ár í senn eða eitthvað svoleiðis, það er allur gangur á því. Það er náttúrulegt og gott og eðlilegt og ég tel að það hafi áfram sinn gang. Hvort listamönnum eða öðru starfsfólki verður sagt upp vegna breyttra listrænna áherslna, það verður bara að fá að koma í ljós. Það væri fullkomlega ábyrgðarlaust að vera að gefa einhverjar yfirlýsingar um það í fjölmiðlum.“ Ég skammast mín pínulítið og reyni í ofboði að hugsa upp leið til að fá svar við spurningunni án þess að svarið setji af stað einhvern titring hjá starfsmönnum leikhússins. Best að spyrja hvort hinn almenni leikhúsgestur muni verða var við það að búið sé að skipta um skipstjóra á skútunni. „Já, ég ætla að vona að það verði breyttar áherslur og þá auðvitað til góðs. Hins vegar minni ég á sama tíma á að að mörgu leyti er svigrúm okkar til þess að gera það sem mig langar til bundið fjárhagslegri getu. Þetta er ríkisstofnun og hér eru starfsmannalög. Geðþóttaákvarðanir í ríkisstofnunum ganga ekki upp. Ég get ekki farið að hegða mér eins og þetta sé einkafyrirtæki og sagt: ég fíla þig ekki, vertu úti. Enda væri það algjörlega siðlaust. Ég verð í þessu starfi að þola það að fólk sé mér ósammála og virða skoðanir þess og það mun ég reyna að gera. Maður er alltaf að reyna að verða betri manneskja og ég vona að mér endist ævin til þess.“Þar sem hjartað slær Við vendum okkar kvæði í kross enn og aftur og ég spyr hann út í fjölskylduhagi og áhugamál. „Konan mín heitir Gígja Tryggvadóttir, við erum búin að vera gift síðan 1986 og eigum þrjú börn; Júlíu fædda 1987, Birtu fædda 1989 og Jón Tryggva fæddan 1998. Það fylgir því að horfa á börnin vaxa úr grasi að maður gengur í gegnum nokkur skeið þar sem maður telur sig vera orðinn miðaldra; þegar eldri dóttirin fermist, þegar hún verður stúdent, tala nú ekki um akkúrat núna þegar yngri dóttirin er að fara að útskrifast með mastersgráðu úti í Amsterdam og sú eldri frá H.Í. Strákurinn er kominn í M.R. og bráðum verða þau öll farin. Svona líður þetta bara áður en maður veit af. Það er víst kallað líf. Ég hef ekkert mjög mörg áhugamál en ég syndi á hverjum degi og svo les ég ógeðslega mikið, ég verð eiginlega að svara þessu eins og fegurðardrottning; hef gaman að því að ferðast, lesa og synda. Uppáhaldshöfundarnir mínir eru auðvitað leikskáld, þeir Pinter og Tjékov, ég skil þá betur en flesta aðra höfunda, hef leikið í nokkrum Tjékov-leikritum og alltaf náð rosalega góðu sambandi við þau. Bókmenntirnar heilluðu mig mest á unglingsárunum, enda fór ég í bókmenntafræði eftir stúdentspróf en ég lenti í vondum félagsskap og kláraði hana ekki heldur fór í leiklistarskólann. Í M.R. lék ég í Herranótt og lenti í félagsskap með Stebba Jóns, Himma Jóns, Eddu Arnljóts, Ástu og Hörpu Arnardætrum og fleirum sem urðu leikarar, ég hugsa að ef ég hefði ekki lent í þeim vonda félagsskap hefði ég mögulega farið í læknisfræði, og væri kannski í verkfalli núna. Ég hafði alltaf einhvern metnað til þess að verða læknir en svo bara tók leiklistin yfir, fyrst í Herranótt og svo í Stúdentaleikhúsinu, og ég hætti í bókmenntafræðinni og fór í leiklistarskólann. Ég lék í um fjörutíu sýningum í leikhúsi, slatta af bíómyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég horfi til baka sé ég að það var bara helvíti mikið. Auk þess leikstýrði ég fimmtán leiksýningum og skrifaði handrit og fleira, þannig að ég tel mig nú hafa umtalsverða listræna reynslu af starfi í leikhúsi. Eftir að ég lauk MBA-prófinu ætlaði ég mér karríer í þeim geira og starfaði sem markaðsráðgjafi í mörgum stórum fyrirtækjum og stofnunum í nokkur ár. Á þeim tíma sem ég starfaði sem ráðgjafi var það segin saga að ef ég fór á mannamót var ég alltaf kominn í hóp með listafólkinu eftir smá stund, jafnvel þótt ég þekkti það ekki neitt. Það sogaði mig bara til sín. Það var auðvitað vísbending um það hvar hjartað slær og þegar starf framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins var laust árið 2010 sótti ég um og kom aftur hér inn. Hér hef ég verið alveg ofboðslega ánægður og mjög mikið verið inni í öllum pródúksjónum og allri vinnu leikhússins. Líklega miklu meira en hægt er að segja að sé beinlínis á verksviði framkvæmdastjóra. Ég held það sé miklu vænlegra að vera þátttakandi í öllu sem hér er að gerast heldur en að hanga inni á skrifstofu og bíða eftir því að brunabjöllurnar fari í gang. Þannig að ég held ég sé mjög vel búinn undir að takast á við starf þjóðleikhússtjóra. Auðvitað er ábyrgðin önnur og meiri og mér dettur ekki í hug að öllum líki allt sem ég mun gera hér, en á endanum er það bara einn sem ræður og ef fólki líkar ekki þær ákvarðanir sem ég tek þá verð ég bara að sætta mig við það. En ég ber mikla virðingu fyrir þessari stofnun og starfinu hér og mun svo sannarlega gera mitt allra besta.“ Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er stuð á skrifstofu núverandi framkvæmdastjóra og tilvonandi leikhússtjóra Þjóðleikhússins, Ara Matthíassonar, þegar mér loks tekst að ramba á réttar dyr. Þar eru mættir leikararnir Pálmi Gestsson og Eggert Þorleifsson, uppdubbaðir í ullarjakkaföt og stígvél enda eru þeir að leika framsóknarmenn í jólasýningu hússins, Sjálfstæðu fólki. Eftir að hafa verið leystir út með gotteríi og kaffi láta þeir sig hverfa og Ari hristir hausinn. „Þetta er það sem maður kallar honey moon,“ segir hann og glottir. „Þegar maður er að taka við eru allir vinir manns og vilja tala við mann. Síðan byrjar maður að velja og hafna í hlutverk og það er alveg ljóst að það geta ekki allir leikið Hamlet, hann er bara einn. En mörgum finnst að þeir ættu að leika hann enda séu þeir best til þess fallnir og fái þeir ekki hlutverkið fer stolt og metnaður viðkomandi að grilla í hausnum á honum og hann fer að ímynda sér að það sé einhver illvilji í hans garð hjá stjórnendunum og þá verða oft leiðindi. Það fylgir bara djobbinu.“ Ari veit um hvað hann er að tala, hefur verið framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins frá 2010 og segist hafa fengið að taka mun virkari þátt í allri starfsemi hússins en það starf kannski útheimti, vegna þess hversu mikinn áhuga hann hafi á leiklistinni. Það séu hins vegar erfiðir tímar hjá leikhúsinu, fjárframlög til þess hafi verið skorin grimmt niður og krafan sé að verkefnavalið sé markaðsdrifnara en áður var. „Ég verð örugglega skammaður fyrir það einhvern tíma að velja ekki þetta eða hitt eða of mikið af þessu og of lítið af hinu. Þá er það mitt starf að reyna að komast að eins góðri niðurstöðu og hægt er miðað við rammann sem okkur er settur í fjárlögum, þann mannskap sem er hérna og vilja fólksins í landinu sem lætur mig fá peninga til að reka þetta leikhús. Það eru ótal þættir sem þarf að taka tillit til.“Ekki skemmtilegur karakter Ari talar sig í ham um hlutverk og stefnu Þjóðleikhússins en þar sem markmið viðtalsins er að fá að kynnast manninum á bak við titilinn stoppa ég hann af og skelli á hann fyrstu spurningunni: Hver er Ari Matthíasson? „Hann er fimmtugur kall í Vesturbænum,“ svarar hann og skellihlær. „Ég hef búið í vesturbæ Reykjavíkur meira og minna alla mína ævi og gengið hina hefðbundnu slóð: Melaskóli, Hagaskóli, M.R. Háskóli Íslands í bókmenntafræði, Leiklistarskóli Íslands, seinna Háskólinn í Reykjavík í MBA-nám og enn seinna Háskóli Íslands í meistaranám í hagfræði. Þannig að ég er með tvær mastersgráður og svo er ég meira að segja með skipstjórnarréttindi.“ Eftir þessa upptalningu er erfitt að draga upp úr honum orð og greinilegt að honum finnst mjög óþægilegt að tala um sjálfan sig, en ég gef mig ekki og spyr aftur: Hver er Ari Matthíasson? „Hver er maður? Það er rosalega erfið spurning. Ég hef líka minni áhuga á mér heldur en öðru fólki af því að ég er alltaf með sjálfum sér og ég bara get ekki dvalið í mér öllum stundum. Ég til dæmis tók mér pásu á Facebook af því að mér líkaði ekki sá Ari sem ég sá þar. Þá var maður búinn að vera í umræðu og æsa sig yfir einhverjum hlutum en svo hallaði ég mér aðeins aftur og horfði á þetta og skildi bara ekkert í því hvaða mynd ég var að gefa af sjálfum mér þarna. Er þetta ég? Þegar ég raðaði þessu saman fannst mér þessi karakter bara ekkert skemmtilegur og ákvað að gefa honum frí. Er maður kannski að skrifa eigin eftirmæli jafnt og þétt á Facebook?“Missti tvo bræður á sama ári Ég er ekkert á þeim buxunum að sleppa honum svona billega og held áfram að pressa. Það er á allra vitorði að Ari fór í áfengismeðferð fyrir tíu árum og hefur verið edrú síðan, en hvað kom honum til þess að taka þá ákvörðun að leita sér aðstoðar? „Ég var bara mjög drykkfelldur og þegar maður drekkur svona mikið verður maður neikvæður og leiðinlegur, hættir að vera skapandi. Ég veit ekki hversu margar sýningar ég lék illa timbraður og þá hættir það að vera gaman. Það endaði reyndar með því að ég var rekinn frá Borgarleikhúsinu og drykkjuskapurinn átti örugglega stóran þátt í því. Eftir á að hyggja hafði minn alkóhólismi tekið frá mér gleðina og ánægjuna af því að leika. Ég fór samt ekki í meðferð fyrr en löngu seinna og þá einfaldlega vegna þess að ég neyddist til að horfast í augu við sjálfan mig og viðurkenna að ég kæmist bara ekki lengra, ég myndi bara spóla í sama hjólfari endalaust. Allar svona ákvarðanir eru auðvitað býsna flóknar og þótt ég hafi farið í meðferð af sjálfsdáðum þá spilaði það auðvitað inn í að ýmsir vinir mínir höfðu gert það. Þá sá ég að það var orðið samfélagslega samþykkt. Ég er mjög stoltur maður og það er erfitt fyrir slíkan mann sem telur sig geta allt, er í tveimur vinnum með MBA-námi og finnst bara ekkert vera að því þótt hann sé alltaf fullur, að sætta sig við vanmátt sinn. Ég veit að það er klisja og allt það en maður þarf að játa sig sigraðan og þiggja hjálp af heilum huga og hlýða nú einu sinni í lífinu. Það er gott að verða leiður, biðjast afsökunar og bæta líf sitt og ég tel mig vera miklu betri mann eftir að ég hætti að drekka áfengi.“ Vandamál Ara hafa reyndar tengst alkóhólisma frá því hann man eftir sér og hann hefur þurft að glíma við afleiðingar hans hjá fleirum en sjálfum sér. „Ég kem úr alkóhólíseraðri fjölskyldu og missti tvo af bræðrum mínum beinlínis úr alkóhólisma með stuttu millibili árið 1980, þegar ég var sextán ára. Það var mjög mikið áfall fyrir mig. Ég var að vinna á Flateyri þegar annar þeirra dó voveiflega úti í Kaupmannahöfn og það var alveg rosalegt þegar presturinn kom til mín og sagði mér frá því. Maður var einn í heiminum á hjara veraldar og vissi ekkert hvernig maður ætti að díla við þessar fréttir. Hinn bróðir minn varð bráðkvaddur í neyslu stuttu seinna. Foreldrar mínir báðir voru súpergreint fólk en miklir alkóhólistar sem dóu bæði fyrir aldur fram, mamma 53 ára og pabbi 63 ára. Það er þess vegna hrikalega sjokkerandi þegar maður hugsar til baka og sér hversu mikill alkóhólisti maður var sjálfur og hvernig maður hefði getað endað. Það er virkilega mikil gæfa að það skuli vera til eitthvert batterí sem getur hjálpað manni út úr því.“Ekki pólitísk ráðning Ari hefur sterka tengingu við SÁÁ, var framkvæmdastjóri samtakanna um tíma og ber hag þeirra mjög fyrir brjósti. Honum er því lítið skemmt þegar ég skelli fram þeirri spurningu hvort bandalag hvítra miðaldra karla sem séu í SÁÁ sé ekki að verða einhvers konar bræðralag í anda frímúrara og þeir hjálpi hver öðrum að tryggja sér góðar stöður í samfélaginu. „Ég held það sé nú enginn fótur fyrir því, það er enginn frímúrarafílingur í gangi í samtökunum. Auðvitað myndast einhverjar klíkur, eins og gengur, en það ræður engum úrslitum um framgang manna í störfum. En talandi um miðaldra hvíta kalla þá er SÁÁ auðvitað stofnað af tiltölulega ungum hvítum körlum og eru ofsalega góð og falleg samtök. Þarna leggja karlar gott til samfélagsins af ósérhlífni og velvilja gagnvart náunganum og það er nú ekki oft sem karlar gera það. Hitt er annað mál að SÁÁ á ekkert að kveinka sér undan gagnrýni, það er alveg sjálfsagt að gagnrýna þau samtök eins og allt annað, en mér finnst samt að sú gagnrýni verði að vera sanngjörn.“ Hér leiðist umræðan út í þá gagnrýni sem SÁÁ hefur sætt undanfarið vegna hættu á áreiti sem konur séu í inni á meðferðarstofnunum og Ari bendir á að þær séu sannarlega í mun minni hættu innan stofnanaveggjanna en utan. Samtalið átti hins vegar alls ekki að snúast um SÁÁ eða mismunandi skoðanir á meðferðarúrræðum fyrir kynin svo við tökum U-beygju og skellum okkur í að tala um Þjóðleikhúsið og þau nýju verkefni sem hann stendur frammi fyrir. Veit hann til dæmis hvers vegna það tók menntamálaráðherra svona langan tíma að skipa í stöðuna? „Ég held hann hafi bara viljað vanda sig og komast að góðri niðurstöðu. Ég held þetta hafi verið faglegt ferli og ég held það sé eiginlega algjörlega öruggt að þessi ráðning hafi ekki verið pólitísk. Ég er fyrrverandi varaþingmaður vinstri grænna og sat á þingi fyrir þá en auðvitað á það ekki að koma að sök í þessu starfi og Þjóðleikhúsið má aldrei verða flokkspólitískt. Hins vegar á það að vera pólitískt í þeim skilningi að það á að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og taka með því vissa afstöðu. Það er til dæmis skylda Þjóðleikhússins að taka þátt í umræðunni um ofbeldi gegn konum, málefni geðsjúkra og svo framvegis með því að setja upp verk þar sem fjallað er um og tekið á þeim málum. Í sjálfu sér er eitt mikilvægasta hlutverk lista að vera hinn frjálsi agent sem segir það sem segja þarf og þarf að geta gert það án þess að vera hræddur við refsingu valdhafanna. Það er stundum kvartað yfir því að listamenn séu gjarna vinstrisinnaðir en ég held að það sé bara vegna þess að listin er í eðli sínu alltaf í stjórnarandstöðu og það hefur lengi verið frekar hægrisinnuð pólitík á Íslandi. Ég mun að sjálfsögðu passa mig að vera ekki flokkspólitískur, ég er mjög meðvitaður um það. Ég vona að það sé ekki einhver aumingjaskapur eða linka en ég virði mikilvægi þess að ríkisstofnanir séu í góðri sátt og samvinnu við stjórnvöld, án þess þó að missa sjálfstæði sitt. Það þarf alltaf að passa upp á þennan balans.“Geðþóttaákvarðanir ganga ekki upp Hér hlaupum við út undan okkur einu sinni enn og í gang fara ákafar samræður, næstum rifrildi, um skyldur Þjóðleikhússins við nýsköpun í íslenskri leiklist, muninn á leikgerð og frumsömdu leikriti og fleiri leikhúsmál. Sú umræða endar með því að ég skelli andstyggilegri spurningu á þjóðleikhússtjórann tilvonandi: Ætlar þú að fylgja fordæmi ýmissa forvera þinna og byrja á því að reka fullt af starfsfólki hússins? Þetta þykir honum greinilega óþægileg spurning, hann engist pínulítið í stólnum, en lætur sig samt hafa það að svara. „Ég vil tala varlega um þetta efni, það varðar störf og starfsframa fólks en að sjálfsögðu er hreyfing á listamönnum hússins. Margir þeirra vilja ekki vera fastráðnir heldur verkefnaráðnir, ráða sig í eitt ár í senn eða eitthvað svoleiðis, það er allur gangur á því. Það er náttúrulegt og gott og eðlilegt og ég tel að það hafi áfram sinn gang. Hvort listamönnum eða öðru starfsfólki verður sagt upp vegna breyttra listrænna áherslna, það verður bara að fá að koma í ljós. Það væri fullkomlega ábyrgðarlaust að vera að gefa einhverjar yfirlýsingar um það í fjölmiðlum.“ Ég skammast mín pínulítið og reyni í ofboði að hugsa upp leið til að fá svar við spurningunni án þess að svarið setji af stað einhvern titring hjá starfsmönnum leikhússins. Best að spyrja hvort hinn almenni leikhúsgestur muni verða var við það að búið sé að skipta um skipstjóra á skútunni. „Já, ég ætla að vona að það verði breyttar áherslur og þá auðvitað til góðs. Hins vegar minni ég á sama tíma á að að mörgu leyti er svigrúm okkar til þess að gera það sem mig langar til bundið fjárhagslegri getu. Þetta er ríkisstofnun og hér eru starfsmannalög. Geðþóttaákvarðanir í ríkisstofnunum ganga ekki upp. Ég get ekki farið að hegða mér eins og þetta sé einkafyrirtæki og sagt: ég fíla þig ekki, vertu úti. Enda væri það algjörlega siðlaust. Ég verð í þessu starfi að þola það að fólk sé mér ósammála og virða skoðanir þess og það mun ég reyna að gera. Maður er alltaf að reyna að verða betri manneskja og ég vona að mér endist ævin til þess.“Þar sem hjartað slær Við vendum okkar kvæði í kross enn og aftur og ég spyr hann út í fjölskylduhagi og áhugamál. „Konan mín heitir Gígja Tryggvadóttir, við erum búin að vera gift síðan 1986 og eigum þrjú börn; Júlíu fædda 1987, Birtu fædda 1989 og Jón Tryggva fæddan 1998. Það fylgir því að horfa á börnin vaxa úr grasi að maður gengur í gegnum nokkur skeið þar sem maður telur sig vera orðinn miðaldra; þegar eldri dóttirin fermist, þegar hún verður stúdent, tala nú ekki um akkúrat núna þegar yngri dóttirin er að fara að útskrifast með mastersgráðu úti í Amsterdam og sú eldri frá H.Í. Strákurinn er kominn í M.R. og bráðum verða þau öll farin. Svona líður þetta bara áður en maður veit af. Það er víst kallað líf. Ég hef ekkert mjög mörg áhugamál en ég syndi á hverjum degi og svo les ég ógeðslega mikið, ég verð eiginlega að svara þessu eins og fegurðardrottning; hef gaman að því að ferðast, lesa og synda. Uppáhaldshöfundarnir mínir eru auðvitað leikskáld, þeir Pinter og Tjékov, ég skil þá betur en flesta aðra höfunda, hef leikið í nokkrum Tjékov-leikritum og alltaf náð rosalega góðu sambandi við þau. Bókmenntirnar heilluðu mig mest á unglingsárunum, enda fór ég í bókmenntafræði eftir stúdentspróf en ég lenti í vondum félagsskap og kláraði hana ekki heldur fór í leiklistarskólann. Í M.R. lék ég í Herranótt og lenti í félagsskap með Stebba Jóns, Himma Jóns, Eddu Arnljóts, Ástu og Hörpu Arnardætrum og fleirum sem urðu leikarar, ég hugsa að ef ég hefði ekki lent í þeim vonda félagsskap hefði ég mögulega farið í læknisfræði, og væri kannski í verkfalli núna. Ég hafði alltaf einhvern metnað til þess að verða læknir en svo bara tók leiklistin yfir, fyrst í Herranótt og svo í Stúdentaleikhúsinu, og ég hætti í bókmenntafræðinni og fór í leiklistarskólann. Ég lék í um fjörutíu sýningum í leikhúsi, slatta af bíómyndum og sjónvarpsþáttum og þegar ég horfi til baka sé ég að það var bara helvíti mikið. Auk þess leikstýrði ég fimmtán leiksýningum og skrifaði handrit og fleira, þannig að ég tel mig nú hafa umtalsverða listræna reynslu af starfi í leikhúsi. Eftir að ég lauk MBA-prófinu ætlaði ég mér karríer í þeim geira og starfaði sem markaðsráðgjafi í mörgum stórum fyrirtækjum og stofnunum í nokkur ár. Á þeim tíma sem ég starfaði sem ráðgjafi var það segin saga að ef ég fór á mannamót var ég alltaf kominn í hóp með listafólkinu eftir smá stund, jafnvel þótt ég þekkti það ekki neitt. Það sogaði mig bara til sín. Það var auðvitað vísbending um það hvar hjartað slær og þegar starf framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins var laust árið 2010 sótti ég um og kom aftur hér inn. Hér hef ég verið alveg ofboðslega ánægður og mjög mikið verið inni í öllum pródúksjónum og allri vinnu leikhússins. Líklega miklu meira en hægt er að segja að sé beinlínis á verksviði framkvæmdastjóra. Ég held það sé miklu vænlegra að vera þátttakandi í öllu sem hér er að gerast heldur en að hanga inni á skrifstofu og bíða eftir því að brunabjöllurnar fari í gang. Þannig að ég held ég sé mjög vel búinn undir að takast á við starf þjóðleikhússtjóra. Auðvitað er ábyrgðin önnur og meiri og mér dettur ekki í hug að öllum líki allt sem ég mun gera hér, en á endanum er það bara einn sem ræður og ef fólki líkar ekki þær ákvarðanir sem ég tek þá verð ég bara að sætta mig við það. En ég ber mikla virðingu fyrir þessari stofnun og starfinu hér og mun svo sannarlega gera mitt allra besta.“
Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira