Háklassíkin við völd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2014 14:15 Kammersveit Reykjavíkur kemur fagurri músík til skila á faglegan hátt. Vísir/Ernir Við erum með barokkverk á jólatónleikunum að vanda,“ segir Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari í Kammersveit Reykjavíkur, og nefnir konserta eftir Wassenaer, Wagenseil og Vivaldi. „Tónlist Wassenaer er bæði áferðarfalleg og ljúf og minnir um margt á ýmis verka Händels,“ segir hún og heldur áfram að lýsa dagskránni. „Konsertinn eftir Wagenseil er einungis í tveimur köflum en ekki í hefðbundnum þremur. Fyrri kaflinn er hægur og syngjandi en seinni kaflinn hraður og fjörugur. Svo eru þrír konsertar eftir Vivaldi. Einn þeirra er flautukonsertinn La tempesta di mare eða Sjóstormurinn.“ Kammersveitin er að hefja sitt 41. starfsár. „Við höfum alla tíð lagt áherslu á að bjóða ungu og framúrskarandi tónlistarfólki, sem nýlega er komið heim frá námi, að leika einleik á tónleikum sveitarinnar. Á því er engin breyting nú,“ segir Rut. Í þetta sinn eru það flautuleikarinn Hafdís Vigfúsdóttir, básúnuleikarinn Carlos Caro Aguilera og fiðluleikararnir Joaquin Páll Palomares, Una Sveinbjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir sem sjá um einleikinn. Tónleikarnir eru í Norðurljósasal Hörpu 7. desember og hefjast klukkan 17. Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við erum með barokkverk á jólatónleikunum að vanda,“ segir Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari í Kammersveit Reykjavíkur, og nefnir konserta eftir Wassenaer, Wagenseil og Vivaldi. „Tónlist Wassenaer er bæði áferðarfalleg og ljúf og minnir um margt á ýmis verka Händels,“ segir hún og heldur áfram að lýsa dagskránni. „Konsertinn eftir Wagenseil er einungis í tveimur köflum en ekki í hefðbundnum þremur. Fyrri kaflinn er hægur og syngjandi en seinni kaflinn hraður og fjörugur. Svo eru þrír konsertar eftir Vivaldi. Einn þeirra er flautukonsertinn La tempesta di mare eða Sjóstormurinn.“ Kammersveitin er að hefja sitt 41. starfsár. „Við höfum alla tíð lagt áherslu á að bjóða ungu og framúrskarandi tónlistarfólki, sem nýlega er komið heim frá námi, að leika einleik á tónleikum sveitarinnar. Á því er engin breyting nú,“ segir Rut. Í þetta sinn eru það flautuleikarinn Hafdís Vigfúsdóttir, básúnuleikarinn Carlos Caro Aguilera og fiðluleikararnir Joaquin Páll Palomares, Una Sveinbjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir sem sjá um einleikinn. Tónleikarnir eru í Norðurljósasal Hörpu 7. desember og hefjast klukkan 17.
Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira