Leynihegðun fólks í samböndum Sigga Dögg skrifar 6. desember 2014 14:00 visir/getty Nýlega sá ég myndband sem sýndi hvað konur gera þegar þær eru einar heima hjá sér. Þetta eru hlutir eins og að skoða á sér brjóstin, bæði kreista þau saman, toga, lyfta og athuga hvort þeirra er stærra en hitt. Auðvitað var einnig sungið um alla íbúð, horft á sjónvarpið nakin með rauðvínsglas og staðið fyrir framan spegilinn í mjög langan tíma að grandskoða hvern krók og kima andlitsins. Og gagnrýna, það má ekki gleyma því. Ekki hrósa, bara gagnrýna. Ég man eftir svipuðu atriði hjá stelpunum í Beðmál í borginni. Þær sögðu að þetta væru leynihlutirnir sem makinn mætti alls ekki sjá því þá myndi hann ekki ná honum upp aftur, eða eitthvað svoleiðis. Mér finnst þetta áhugaverð pæling því í mínum huga er það einmitt lýsandi fyrir hjarta sambandsins að geta gert þessa hluti með þeim eða þeirri sem maður elskar. Það að opinbera sig algerlega og vera gjörsamlega með ekkert að fela og þá vonandi fær það makann til að verða enn ástfangnari af manni því þarna er þitt raunverulega sjálf. Þetta frábæra sjálf sem vinkonur og vinir sjá og dýrka mann og dá útaf. Ég held að þegar maður er alltaf að passa sig og sýna ákveðið andlit þá haldi maður aftur af sér og jafnvel setji stoppara á hversu djúpt ástin getur þróast. Dramatískt, ég veit, en pældu aðeins í þessu. Niðurstöður tveggja nýlegra rannsókna bentu til þess að pör sem hafa verið í fjarsambandi eru líklegri en önnur pör til að hætta saman þegar þau loks eru saman á sama stað. Stundum höldum við að við þurfum að sýna makanum okkur í ákveðnu ljósi og að sumt þoli ekki dagsljósið. Ég púa á slíkt. Varla er hægt að halda uppi einhverjum leik þegar annað fólk býr með nefið ofan í koppinum okkar. Kveðjusetning fyrrverandi elskhuga minna hefur gjarnan verið: ?Þú ert frábær, en bara ekki fyrir mig, en lofaðu mér að þú munir ekki breytast?. Það er nefnilega aðlaðandi að vera þú sjálf/-ur þó það henti ekki öllum. Mín heimahegðun er að vakna syngjandi og greina heimilismönnum frá draumförum næturinnar, hanga í náttfötunum frameftir, horfa á draugaþætti í baði, binda hárið í fáránlegan hnút, fá mér nammi og snakk ofan á ristað brauð og skola því niður með lítra af mjólk. Hver á sína eigin heimahegðun. Þetta má vera skrýtið en það er einmitt málið. Þetta ert þú og ekkert sem þú þarft að skammast þín fyrir eða fela. Fólki finnst þú frábær en þú verður líka að hleypa að þér og leyfa því að sjá hversu innilega frábær þú ert. Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nýlega sá ég myndband sem sýndi hvað konur gera þegar þær eru einar heima hjá sér. Þetta eru hlutir eins og að skoða á sér brjóstin, bæði kreista þau saman, toga, lyfta og athuga hvort þeirra er stærra en hitt. Auðvitað var einnig sungið um alla íbúð, horft á sjónvarpið nakin með rauðvínsglas og staðið fyrir framan spegilinn í mjög langan tíma að grandskoða hvern krók og kima andlitsins. Og gagnrýna, það má ekki gleyma því. Ekki hrósa, bara gagnrýna. Ég man eftir svipuðu atriði hjá stelpunum í Beðmál í borginni. Þær sögðu að þetta væru leynihlutirnir sem makinn mætti alls ekki sjá því þá myndi hann ekki ná honum upp aftur, eða eitthvað svoleiðis. Mér finnst þetta áhugaverð pæling því í mínum huga er það einmitt lýsandi fyrir hjarta sambandsins að geta gert þessa hluti með þeim eða þeirri sem maður elskar. Það að opinbera sig algerlega og vera gjörsamlega með ekkert að fela og þá vonandi fær það makann til að verða enn ástfangnari af manni því þarna er þitt raunverulega sjálf. Þetta frábæra sjálf sem vinkonur og vinir sjá og dýrka mann og dá útaf. Ég held að þegar maður er alltaf að passa sig og sýna ákveðið andlit þá haldi maður aftur af sér og jafnvel setji stoppara á hversu djúpt ástin getur þróast. Dramatískt, ég veit, en pældu aðeins í þessu. Niðurstöður tveggja nýlegra rannsókna bentu til þess að pör sem hafa verið í fjarsambandi eru líklegri en önnur pör til að hætta saman þegar þau loks eru saman á sama stað. Stundum höldum við að við þurfum að sýna makanum okkur í ákveðnu ljósi og að sumt þoli ekki dagsljósið. Ég púa á slíkt. Varla er hægt að halda uppi einhverjum leik þegar annað fólk býr með nefið ofan í koppinum okkar. Kveðjusetning fyrrverandi elskhuga minna hefur gjarnan verið: ?Þú ert frábær, en bara ekki fyrir mig, en lofaðu mér að þú munir ekki breytast?. Það er nefnilega aðlaðandi að vera þú sjálf/-ur þó það henti ekki öllum. Mín heimahegðun er að vakna syngjandi og greina heimilismönnum frá draumförum næturinnar, hanga í náttfötunum frameftir, horfa á draugaþætti í baði, binda hárið í fáránlegan hnút, fá mér nammi og snakk ofan á ristað brauð og skola því niður með lítra af mjólk. Hver á sína eigin heimahegðun. Þetta má vera skrýtið en það er einmitt málið. Þetta ert þú og ekkert sem þú þarft að skammast þín fyrir eða fela. Fólki finnst þú frábær en þú verður líka að hleypa að þér og leyfa því að sjá hversu innilega frábær þú ert.
Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira