Bjó til jóladagatal úr klósettrúllu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2014 11:30 Rán Flygenring gerði dagatal úr klósettpappírsrúllu. MYND/SebastianZiegler Rán Flygenring, teiknari gerði óvenjulegt jóladagatal á dögunum. Jóladagatalið ber nafnið Ekki pissa í þig af spenningi og myndskreytti Rán rúllu af klósettpappír. „Þetta er sem sagt dagatal þar sem maður rífur eitt snifsi af á dag. Þetta virkar eins og venjulegt dagatal en er vonandi líka svona sparnaðarráð í desember. Á aðfangadag getur maður svo alveg sleppt sér og notað alla rúlluna,“ segir Rán. „Á hverju snifsi er smá heilræði eða jólateikning. Smá svona stemningsvekjandi,“ segir hún en dagatalið er líka hugsað sem jólaskraut fyrir baðherbergið. Á hverju snifsi er jólaheilræði eða teikning.mynd/SebastianZiegler Dagatalinu er einnig ætlað að vekja fólk til umhugsunar um pappírssóun enda á aðeins rífa í burtu eitt snifsi á dag, líkt og að opna einn glugga á dag á hefðbundnari jóladagatölum. Jóladagatalið er ekki í framleiðslu enda um tækifærisgjöf af hálfu Ránar að ræða. „Mér var boðið í mat til vina minna og við vorum ekki beðin um að koma með neitt. Þá ákvað ég að koma með dagatalið sem gjöf,“ segir Rán. Hvað framtíðina varðar þá útilokar hún ekki frekari framleiðslu á dagatalinu. „Ef fólk er æst þá er ég alveg að hugsa um að splæsa í fleiri og athuga framtíðarmöguleika á framleiðslu.“ Tíska og hönnun Jóladagatal Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Rán Flygenring, teiknari gerði óvenjulegt jóladagatal á dögunum. Jóladagatalið ber nafnið Ekki pissa í þig af spenningi og myndskreytti Rán rúllu af klósettpappír. „Þetta er sem sagt dagatal þar sem maður rífur eitt snifsi af á dag. Þetta virkar eins og venjulegt dagatal en er vonandi líka svona sparnaðarráð í desember. Á aðfangadag getur maður svo alveg sleppt sér og notað alla rúlluna,“ segir Rán. „Á hverju snifsi er smá heilræði eða jólateikning. Smá svona stemningsvekjandi,“ segir hún en dagatalið er líka hugsað sem jólaskraut fyrir baðherbergið. Á hverju snifsi er jólaheilræði eða teikning.mynd/SebastianZiegler Dagatalinu er einnig ætlað að vekja fólk til umhugsunar um pappírssóun enda á aðeins rífa í burtu eitt snifsi á dag, líkt og að opna einn glugga á dag á hefðbundnari jóladagatölum. Jóladagatalið er ekki í framleiðslu enda um tækifærisgjöf af hálfu Ránar að ræða. „Mér var boðið í mat til vina minna og við vorum ekki beðin um að koma með neitt. Þá ákvað ég að koma með dagatalið sem gjöf,“ segir Rán. Hvað framtíðina varðar þá útilokar hún ekki frekari framleiðslu á dagatalinu. „Ef fólk er æst þá er ég alveg að hugsa um að splæsa í fleiri og athuga framtíðarmöguleika á framleiðslu.“
Tíska og hönnun Jóladagatal Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira