Bjó til jóladagatal úr klósettrúllu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2014 11:30 Rán Flygenring gerði dagatal úr klósettpappírsrúllu. MYND/SebastianZiegler Rán Flygenring, teiknari gerði óvenjulegt jóladagatal á dögunum. Jóladagatalið ber nafnið Ekki pissa í þig af spenningi og myndskreytti Rán rúllu af klósettpappír. „Þetta er sem sagt dagatal þar sem maður rífur eitt snifsi af á dag. Þetta virkar eins og venjulegt dagatal en er vonandi líka svona sparnaðarráð í desember. Á aðfangadag getur maður svo alveg sleppt sér og notað alla rúlluna,“ segir Rán. „Á hverju snifsi er smá heilræði eða jólateikning. Smá svona stemningsvekjandi,“ segir hún en dagatalið er líka hugsað sem jólaskraut fyrir baðherbergið. Á hverju snifsi er jólaheilræði eða teikning.mynd/SebastianZiegler Dagatalinu er einnig ætlað að vekja fólk til umhugsunar um pappírssóun enda á aðeins rífa í burtu eitt snifsi á dag, líkt og að opna einn glugga á dag á hefðbundnari jóladagatölum. Jóladagatalið er ekki í framleiðslu enda um tækifærisgjöf af hálfu Ránar að ræða. „Mér var boðið í mat til vina minna og við vorum ekki beðin um að koma með neitt. Þá ákvað ég að koma með dagatalið sem gjöf,“ segir Rán. Hvað framtíðina varðar þá útilokar hún ekki frekari framleiðslu á dagatalinu. „Ef fólk er æst þá er ég alveg að hugsa um að splæsa í fleiri og athuga framtíðarmöguleika á framleiðslu.“ Tíska og hönnun Jóladagatal Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól 46 Jesúbörn færa jólin í bæinn Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól „Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“ Jól Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hvað veist þú um réttindi barna? Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólamolar: Rækjukokteillinn hennar mömmu er lykilatriði í jólahaldinu Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól
Rán Flygenring, teiknari gerði óvenjulegt jóladagatal á dögunum. Jóladagatalið ber nafnið Ekki pissa í þig af spenningi og myndskreytti Rán rúllu af klósettpappír. „Þetta er sem sagt dagatal þar sem maður rífur eitt snifsi af á dag. Þetta virkar eins og venjulegt dagatal en er vonandi líka svona sparnaðarráð í desember. Á aðfangadag getur maður svo alveg sleppt sér og notað alla rúlluna,“ segir Rán. „Á hverju snifsi er smá heilræði eða jólateikning. Smá svona stemningsvekjandi,“ segir hún en dagatalið er líka hugsað sem jólaskraut fyrir baðherbergið. Á hverju snifsi er jólaheilræði eða teikning.mynd/SebastianZiegler Dagatalinu er einnig ætlað að vekja fólk til umhugsunar um pappírssóun enda á aðeins rífa í burtu eitt snifsi á dag, líkt og að opna einn glugga á dag á hefðbundnari jóladagatölum. Jóladagatalið er ekki í framleiðslu enda um tækifærisgjöf af hálfu Ránar að ræða. „Mér var boðið í mat til vina minna og við vorum ekki beðin um að koma með neitt. Þá ákvað ég að koma með dagatalið sem gjöf,“ segir Rán. Hvað framtíðina varðar þá útilokar hún ekki frekari framleiðslu á dagatalinu. „Ef fólk er æst þá er ég alveg að hugsa um að splæsa í fleiri og athuga framtíðarmöguleika á framleiðslu.“
Tíska og hönnun Jóladagatal Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól 46 Jesúbörn færa jólin í bæinn Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól „Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“ Jól Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hvað veist þú um réttindi barna? Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólamolar: Rækjukokteillinn hennar mömmu er lykilatriði í jólahaldinu Jól Auðvelt að spegla sig í Jesúbarninu Jól