
„Ég ímynda mér að ættbálkurinn eigi margt skylt við landnámsmennina en lifi í nútímanum. Þetta fólk er í mikilli snertingu við náttúruna, það þarf meðal annars að kljást við náttúruhamfarir og sækja sjálft innblástur í umhverfi sitt. Ég nota leður því það er hráefni sem var mikið notað á öldum áður,“ útskýrir María Kristín en leðrið sem hún notar er unnið á vistvænan hátt.
„Ég fæ leðrið hjá litlu framleiðslufyrirtæki í Svíþjóð sem stundar vistvæna framleiðslu. Þau byggja á gömlum hefðum við vinnsluna og allt leður frá þeim er til að mynda krómfrítt. Króm er annars mikið notað í leðurvinnslu en er alls ekki gott fyrir menn né umhverfið.“

„Ég valdi nokkra hluti sem ég vann áfram, einfaldaði framleiðsluna og útfærði í svart og koníakslitað leður. Þessir hlutir munu fást í Sparki á Klapparstíg, í Mýrinni og fljótlega munu fleiri sölustaðir bætast við,“ segir María Kristín.

„Við fluttum inn í október, í litla húsið fyrir framan lögreglustöðina. Þetta er frábært hús og skemmtileg staðsetning. Hér eru mörg fjölbreytt verkefni í gangi og fólk getur kíkt til okkar frá klukkan 16, þennan fimmtudag.“
Forvitnast má um Stöku á Facebook.