Jólaannir í Laufási á sunnudag Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. desember 2014 11:00 Hangikjötið var hengt upp í rjáfur í hlóðaeldhúsinu. Myndir/Laufás Heimilislífið í gamla bænum í Laufási lifnar við um helgina þegar Laufáshópurinn sýnir hvernig undirbúningi jólanna var háttað um 1900. Við köllum þetta jólaannir. Laufáshópurinn svokallaði bregður sér í hlutverk fjölskyldu sem undirbýr komu jólanna, eins og gert var í kringum árið 1900,“ segir segir Valdís Viðarsdóttir, umsjónarkona og leiðsögumaður í Laufási í Eyjafirði, en næstkomandi sunnudag lifnar gamli bærinn við.Laufáshópurinn bregður sér í hlutverk heimilisfólks í Laufási árið 1900 og undirbýr jólin.Hægt verður að fylgjast með „heimilisfólkinu“ klippa út og búa til jólaskraut eins og gert var í gamla daga, skera út laufabrauð og fá að bragða á hangikjöti í hlóðaeldhúsinu. Þá verða bakaðar smákökur en smákökubakstur ruddi sér til rúms hér á landi snemma á 20. öld þegar bakarofnar komu inn á íslensk heimili.Kertasteypa var eitt af þeim verkum sem unnin voru á aðventunni.„Í Laufási eru tvö eldhús. Gamla hlóðaeldhúsið fékk annað hlutverk þegar nýtt eldhús var byggt árið 1866 og ný baðstofa. Í hlóðaeldhúsinu verður reykta kjötið en kjötið var hengt upp í rjáfur og reykt meðan eldað var. Í nýja eldhúsinu verða bakaðar smákökur og brenndar kaffibaunir en þær komu hráar í sekkjum og þurfti fólk sjálft að brenna þær og mala. Laufabrauðið verður fagurlega útskorið á sunnudaginn.Í baðstofunni mun heimilisfólkið sitja á rúmum og skera út laufabrauðið. Hver fékk kannski bara eina köku á jólunum og því var vandað til verka. Þá bregður sr. Bolli Pétur Bollason sér í gamla prestshlutverkið og sest á skrifstofuna við skriftir, þjófótti jólasveinninn Mókollur verður á ferðinni og stelur fyrir framan heimilisfólkið, bæði handa sér og handa krökkunum, spilað verður púkk og hægt að fá heitt súkkulaði og smákökur í prestssetrinu. Við búumst við notalegri stemmingu,“ segir Valdís. Dagskráin hefst á hugvekju í Laufáskirkju klukkan 13.30 á sunnudaginn. Jól Jólafréttir Mest lesið Jólainnkaupin öll í Excel Jól Dýrgripir fortíðar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól Smákökusamkeppni Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól
Heimilislífið í gamla bænum í Laufási lifnar við um helgina þegar Laufáshópurinn sýnir hvernig undirbúningi jólanna var háttað um 1900. Við köllum þetta jólaannir. Laufáshópurinn svokallaði bregður sér í hlutverk fjölskyldu sem undirbýr komu jólanna, eins og gert var í kringum árið 1900,“ segir segir Valdís Viðarsdóttir, umsjónarkona og leiðsögumaður í Laufási í Eyjafirði, en næstkomandi sunnudag lifnar gamli bærinn við.Laufáshópurinn bregður sér í hlutverk heimilisfólks í Laufási árið 1900 og undirbýr jólin.Hægt verður að fylgjast með „heimilisfólkinu“ klippa út og búa til jólaskraut eins og gert var í gamla daga, skera út laufabrauð og fá að bragða á hangikjöti í hlóðaeldhúsinu. Þá verða bakaðar smákökur en smákökubakstur ruddi sér til rúms hér á landi snemma á 20. öld þegar bakarofnar komu inn á íslensk heimili.Kertasteypa var eitt af þeim verkum sem unnin voru á aðventunni.„Í Laufási eru tvö eldhús. Gamla hlóðaeldhúsið fékk annað hlutverk þegar nýtt eldhús var byggt árið 1866 og ný baðstofa. Í hlóðaeldhúsinu verður reykta kjötið en kjötið var hengt upp í rjáfur og reykt meðan eldað var. Í nýja eldhúsinu verða bakaðar smákökur og brenndar kaffibaunir en þær komu hráar í sekkjum og þurfti fólk sjálft að brenna þær og mala. Laufabrauðið verður fagurlega útskorið á sunnudaginn.Í baðstofunni mun heimilisfólkið sitja á rúmum og skera út laufabrauðið. Hver fékk kannski bara eina köku á jólunum og því var vandað til verka. Þá bregður sr. Bolli Pétur Bollason sér í gamla prestshlutverkið og sest á skrifstofuna við skriftir, þjófótti jólasveinninn Mókollur verður á ferðinni og stelur fyrir framan heimilisfólkið, bæði handa sér og handa krökkunum, spilað verður púkk og hægt að fá heitt súkkulaði og smákökur í prestssetrinu. Við búumst við notalegri stemmingu,“ segir Valdís. Dagskráin hefst á hugvekju í Laufáskirkju klukkan 13.30 á sunnudaginn.
Jól Jólafréttir Mest lesið Jólainnkaupin öll í Excel Jól Dýrgripir fortíðar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Lúxusmúslí fyrir útvalda ástvini Jól Smákökusamkeppni Jól Jólasaga: Besta jólagjöfin Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól