Björgunargjald er ekki til umræðu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Formaður Landsbjargar segir björgunargjald ekki vera til umræðu. vísir/ernir/vilhelm Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, segir innheimtu björgunargjalds ekki koma til greina. Þannig hafi fyrirkomulagið verið og ekki standi til að breyta því. „Opinberar stofnanir hafa eftirlit með því hvort ekki sé allt í röð og reglu. Landsbjörg er hins vegar sjálfboðaliðasamtök sem fólk leitar til í algjörri neyð fari eitthvað úrskeiðis,“ segir Hörður. Ekki komi til greina að rukka einstaklinga eða fyrirtæki um björgunargjald nema háttsemi þeirra hafi verið forkastanleg. Líkt og hafi verið raunin fyrir tveimur árum þegar bjarga þurfti ferðamanni sem hafði hunsað lokun á Lakavegi. Hörður segir að björgunarsveitarfólki sé slétt sama þótt þakplötur eða trampólín skemmist. Farið sé í útköll til að koma í veg fyrir fok og að tjón verði á fólki og stærri eignum. „Við höldum áfram að fara út að aðstoða fólk þegar mikið liggur við. Það er hins vegar hálfergjandi að þurfa að huga að sama grillinu eða þakinu tvö útköll í röð,“ segir Hörður. Hann bætir við að fólk eigi að geta treyst á björgunarsveitina en einnig eigi það að gera allt sem í valdi þess stendur til að hindra það að kalla þurfi hana út. Kostnaðinn segir hann svo vera aukaatriði. Aðalmálið sé að enginn hafi slasast og ekkert stórtjón orðið. Veður Tengdar fréttir Veltir því fyrir sér hvort dauðir hlutir séu mikilvægari en mannslíf „Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem að of stór hluti björgunarsveitamanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en heil húsþök eða einstaka bárujárnsplötur.“ 1. desember 2014 15:02 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, segir innheimtu björgunargjalds ekki koma til greina. Þannig hafi fyrirkomulagið verið og ekki standi til að breyta því. „Opinberar stofnanir hafa eftirlit með því hvort ekki sé allt í röð og reglu. Landsbjörg er hins vegar sjálfboðaliðasamtök sem fólk leitar til í algjörri neyð fari eitthvað úrskeiðis,“ segir Hörður. Ekki komi til greina að rukka einstaklinga eða fyrirtæki um björgunargjald nema háttsemi þeirra hafi verið forkastanleg. Líkt og hafi verið raunin fyrir tveimur árum þegar bjarga þurfti ferðamanni sem hafði hunsað lokun á Lakavegi. Hörður segir að björgunarsveitarfólki sé slétt sama þótt þakplötur eða trampólín skemmist. Farið sé í útköll til að koma í veg fyrir fok og að tjón verði á fólki og stærri eignum. „Við höldum áfram að fara út að aðstoða fólk þegar mikið liggur við. Það er hins vegar hálfergjandi að þurfa að huga að sama grillinu eða þakinu tvö útköll í röð,“ segir Hörður. Hann bætir við að fólk eigi að geta treyst á björgunarsveitina en einnig eigi það að gera allt sem í valdi þess stendur til að hindra það að kalla þurfi hana út. Kostnaðinn segir hann svo vera aukaatriði. Aðalmálið sé að enginn hafi slasast og ekkert stórtjón orðið.
Veður Tengdar fréttir Veltir því fyrir sér hvort dauðir hlutir séu mikilvægari en mannslíf „Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem að of stór hluti björgunarsveitamanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en heil húsþök eða einstaka bárujárnsplötur.“ 1. desember 2014 15:02 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Veltir því fyrir sér hvort dauðir hlutir séu mikilvægari en mannslíf „Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem að of stór hluti björgunarsveitamanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en heil húsþök eða einstaka bárujárnsplötur.“ 1. desember 2014 15:02