Táningsár manns og borgar Ásdís Sigmundsdóttir skrifar 1. desember 2014 13:00 Táningabók Bækur: Táningabók Sigurður Pálsson JPVEndurminningabækur Sigurðar Pálssonar hafa hlotið mikið lof síðustu ár og það er ljóst að það mun ekki breytast með þessari þriðju bók. Táningabók fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um táningsár skáldsins. Hér lýsir Sigurður því óstöðuga og leitandi tímabili þegar hann er mitt á milli þess að vera barn og fullorðinn. Aðferð Sigurðar í þessari bók er sams konar og í Minnisbók (2007) og Bernskubók (2011). Frásögnin er fjölbreytt, þar skiptast á atvik í þroskasögu Sigurðar Pálssonar, stuttar skondnar sögur af þekktum mönnum, lýsing á menningarlífi þessa tíma, hugleiðingar um skáldskap og það að verða skáld og pælingar um eðli minnisins og mannlega tilveru. Stíllinn er stundum ljóðrænn, stundum íhugull, stundum greinandi og stundum er um hreinræktaðan skemmtistíl að ræða. Inn á milli er svo skotið ljóðum sem tengjast umfjöllunarefninu. Þrátt fyrir þetta er bókin alls ekki sundurlaus en það sem heldur henni saman er fyrst og fremst sterk höfundarrödd Sigurðar. Auk þess er frásögnin nokkurn veginn í tímaröð, þótt Sigurður skjóti stundum inn bútum þar sem farið er fram eða til baka í tíma, og því verður þróun aðalpersónunnar til að halda atriðunum saman. Í hinum bókunum tveimur var sögusviðið annars vegar sveitin og hins vegar Parísarborg. Í þessari bók er það Reykjavík. Borgin er í stóru hlutverki í frásögn Sigurðar enda er ýmislegt sameiginlegt á milli táningsins og hennar.Sigurður Pálsson. „Viðhorf hins fullorðna Sigurðar til sjálfs síns á táningsaldri einkennast jöfnum höndum af hlýju og umburðarlyndi og sjálfsíróníu.“Vísir/StefánReykjavík er á vissan hátt líka á táningsaldri eða mitt á milli þess að vera bær og borg, a.m.k. samanborið við erlendar stórborgir og borgina í dag. Enda er hún „Borg táningasáranna“ (bls. 286). Í upphafi bókarinnar, þegar Sigurður er nýkominn til borgarinnar, týnist hann á leiðinni heim til sín. Að sama skapi er táningurinn að leita að sjálfum sér, reyna að kynnast því hver hann er. Þegar á líður fer honum að finnast borgin vera sá staður þar sem hann á heima og á sama tíma er hann farinn að finna sér hlutverk í lífinu — hann er að stíga sín fyrstu skref inn á skáldabrautina. Í lok bókarinnar hefur Sigurður vaxið upp úr borginni, hann finnur fyrir takmörkunum hennar og landsins alls og þráir að komast til fyrirheitna landsins, Parísarborgar. Þannig má segja að höfundurinn Sigurður dragi upp samsvörun á milli tengsla og viðhorfs táningsins Sigurðar til borgarinnar og þroska hans á þessum árum. Viðhorf hins fullorðna Sigurðar til sjálfs sín á táningsaldri einkennast jöfnum höndum af hlýju og umburðarlyndi og sjálfsíróníu. Sigurður sýnir vel hvernig hann sjálfur (og unglingar almennt) er undarleg blanda af sjálfsöryggi og óöryggi. Sú tilfinning að maður sé að gera allt miklu betur en áður hafi verið gert, í bland við djúpstæða tilfinningu fyrir eigin takmörkunum. Það hvernig þörfin til að finna sjálfan sig og skapa sjálfan sig tekst á í lífi táningsins. Þetta gerir Sigurður þannig að lesandi fær hlutdeild í væntumþykju höfundar gagnvart hinum unga Sigurði en getur á sama tíma hlegið að honum þannig að tárin trilla, en lýsingarnar á menningarlegum uppátækjum í menntaskóla eru með því fyndnasta sem ég hef lesið lengi.Niðurstaða: Einstaklega skemmtileg og falleg lýsing á táningsárum manns og borgar. Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Táningabók Sigurður Pálsson JPVEndurminningabækur Sigurðar Pálssonar hafa hlotið mikið lof síðustu ár og það er ljóst að það mun ekki breytast með þessari þriðju bók. Táningabók fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um táningsár skáldsins. Hér lýsir Sigurður því óstöðuga og leitandi tímabili þegar hann er mitt á milli þess að vera barn og fullorðinn. Aðferð Sigurðar í þessari bók er sams konar og í Minnisbók (2007) og Bernskubók (2011). Frásögnin er fjölbreytt, þar skiptast á atvik í þroskasögu Sigurðar Pálssonar, stuttar skondnar sögur af þekktum mönnum, lýsing á menningarlífi þessa tíma, hugleiðingar um skáldskap og það að verða skáld og pælingar um eðli minnisins og mannlega tilveru. Stíllinn er stundum ljóðrænn, stundum íhugull, stundum greinandi og stundum er um hreinræktaðan skemmtistíl að ræða. Inn á milli er svo skotið ljóðum sem tengjast umfjöllunarefninu. Þrátt fyrir þetta er bókin alls ekki sundurlaus en það sem heldur henni saman er fyrst og fremst sterk höfundarrödd Sigurðar. Auk þess er frásögnin nokkurn veginn í tímaröð, þótt Sigurður skjóti stundum inn bútum þar sem farið er fram eða til baka í tíma, og því verður þróun aðalpersónunnar til að halda atriðunum saman. Í hinum bókunum tveimur var sögusviðið annars vegar sveitin og hins vegar Parísarborg. Í þessari bók er það Reykjavík. Borgin er í stóru hlutverki í frásögn Sigurðar enda er ýmislegt sameiginlegt á milli táningsins og hennar.Sigurður Pálsson. „Viðhorf hins fullorðna Sigurðar til sjálfs síns á táningsaldri einkennast jöfnum höndum af hlýju og umburðarlyndi og sjálfsíróníu.“Vísir/StefánReykjavík er á vissan hátt líka á táningsaldri eða mitt á milli þess að vera bær og borg, a.m.k. samanborið við erlendar stórborgir og borgina í dag. Enda er hún „Borg táningasáranna“ (bls. 286). Í upphafi bókarinnar, þegar Sigurður er nýkominn til borgarinnar, týnist hann á leiðinni heim til sín. Að sama skapi er táningurinn að leita að sjálfum sér, reyna að kynnast því hver hann er. Þegar á líður fer honum að finnast borgin vera sá staður þar sem hann á heima og á sama tíma er hann farinn að finna sér hlutverk í lífinu — hann er að stíga sín fyrstu skref inn á skáldabrautina. Í lok bókarinnar hefur Sigurður vaxið upp úr borginni, hann finnur fyrir takmörkunum hennar og landsins alls og þráir að komast til fyrirheitna landsins, Parísarborgar. Þannig má segja að höfundurinn Sigurður dragi upp samsvörun á milli tengsla og viðhorfs táningsins Sigurðar til borgarinnar og þroska hans á þessum árum. Viðhorf hins fullorðna Sigurðar til sjálfs sín á táningsaldri einkennast jöfnum höndum af hlýju og umburðarlyndi og sjálfsíróníu. Sigurður sýnir vel hvernig hann sjálfur (og unglingar almennt) er undarleg blanda af sjálfsöryggi og óöryggi. Sú tilfinning að maður sé að gera allt miklu betur en áður hafi verið gert, í bland við djúpstæða tilfinningu fyrir eigin takmörkunum. Það hvernig þörfin til að finna sjálfan sig og skapa sjálfan sig tekst á í lífi táningsins. Þetta gerir Sigurður þannig að lesandi fær hlutdeild í væntumþykju höfundar gagnvart hinum unga Sigurði en getur á sama tíma hlegið að honum þannig að tárin trilla, en lýsingarnar á menningarlegum uppátækjum í menntaskóla eru með því fyndnasta sem ég hef lesið lengi.Niðurstaða: Einstaklega skemmtileg og falleg lýsing á táningsárum manns og borgar.
Gagnrýni Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira