Hvað segja neglurnar um þig og heilsuna? Rikka skrifar 1. desember 2014 09:00 visir/getty Neglurnar segja mikið um karakter fólks og gefa oft meira til kynna en mann grunar við fyrstu sýn. Eru neglurnar vel snyrtar, nagaðar eða langar og fallegar? Hvað lit notar viðkomandi á neglurnar? Eru þær eldrauðar, svartar eða náttúrulegar? Úr öllum þessum upplýsingum vinnum við og mótum okkur skoðun á viðkomandi manneskju. Neglurnar segja okkur aftur á móti frá fleiru en einungis persónueinkennum. Þær gefa okkur til kynna ýmiss konar heilsufarsleg umhugsunarefni.Brothættar neglur Ef þú getur auðveldlega brotið og beygt neglurnar þínar eða ef að þær klofna í gríð og erg gefur það vísbendingu um að þú sért búin að ofgera nöglunum í fínlegheitum. Þig gæti líka skort A-vítamín en það hjálpar líkamanum að vinna úr prótínum, aðaluppbyggingarefni naglanna. Einnig gæti þetta verið C-vítamínskortur eða bíótínskortur en það styrkir neglur og eykur vöxt þeirra. Slakaðu á naglalakkinu í smátíma og leyfðu nöglunum að jafna sig og athugaðu hvort að ofannefndur vítamínskortur geti staðist.Gular neglur Það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður sér gular neglur er áralangt ástarsamband fingranna við sígarettur. Það á þó ekki alltaf við því neglur geta verið gular sökum sveppasýkingar eða annars konar húðsjúkdóms. Ef um sjúkdóm eða sýkingu er að ræða er lausnin að leita til læknis og fá tiltekin lyf við því. Sé guli liturinn aftur á móti ekki af þeim sökum má reyna að dýfa þeim í hreinsi fyrir gervitennur, já, þú last rétt, þessi sem hvíttar gervitennur. Þetta virkar!Bláar neglur Blár litur naglanna er oft tengdur við lélegt súrefnisflæði eða vandamál í lungum og þá sérstaklega ef fingurnir eru að auki alltaf kaldir. Sumir hafa þó einfaldlega hægara blóðflæði en aðrir og gæti það einnig verið ástæðan. Það borgar sig að fá það staðfest hjá lækni ef neglurnar eru bláar að lit til lengri tíma.Hvítir blettir Yfirleitt eru hvítir blettir á yfirborði naglarinnar ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Líklegasta skýringin er sú að nöglin hafi rekist í. Hvíta blettinn má þá skýra út sem léttan marblett. Ef bletturinn hangir á nöglinni svo vikum skiptir er mál að leita til læknis og skoða hann frekar. Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Neglurnar segja mikið um karakter fólks og gefa oft meira til kynna en mann grunar við fyrstu sýn. Eru neglurnar vel snyrtar, nagaðar eða langar og fallegar? Hvað lit notar viðkomandi á neglurnar? Eru þær eldrauðar, svartar eða náttúrulegar? Úr öllum þessum upplýsingum vinnum við og mótum okkur skoðun á viðkomandi manneskju. Neglurnar segja okkur aftur á móti frá fleiru en einungis persónueinkennum. Þær gefa okkur til kynna ýmiss konar heilsufarsleg umhugsunarefni.Brothættar neglur Ef þú getur auðveldlega brotið og beygt neglurnar þínar eða ef að þær klofna í gríð og erg gefur það vísbendingu um að þú sért búin að ofgera nöglunum í fínlegheitum. Þig gæti líka skort A-vítamín en það hjálpar líkamanum að vinna úr prótínum, aðaluppbyggingarefni naglanna. Einnig gæti þetta verið C-vítamínskortur eða bíótínskortur en það styrkir neglur og eykur vöxt þeirra. Slakaðu á naglalakkinu í smátíma og leyfðu nöglunum að jafna sig og athugaðu hvort að ofannefndur vítamínskortur geti staðist.Gular neglur Það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður sér gular neglur er áralangt ástarsamband fingranna við sígarettur. Það á þó ekki alltaf við því neglur geta verið gular sökum sveppasýkingar eða annars konar húðsjúkdóms. Ef um sjúkdóm eða sýkingu er að ræða er lausnin að leita til læknis og fá tiltekin lyf við því. Sé guli liturinn aftur á móti ekki af þeim sökum má reyna að dýfa þeim í hreinsi fyrir gervitennur, já, þú last rétt, þessi sem hvíttar gervitennur. Þetta virkar!Bláar neglur Blár litur naglanna er oft tengdur við lélegt súrefnisflæði eða vandamál í lungum og þá sérstaklega ef fingurnir eru að auki alltaf kaldir. Sumir hafa þó einfaldlega hægara blóðflæði en aðrir og gæti það einnig verið ástæðan. Það borgar sig að fá það staðfest hjá lækni ef neglurnar eru bláar að lit til lengri tíma.Hvítir blettir Yfirleitt eru hvítir blettir á yfirborði naglarinnar ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Líklegasta skýringin er sú að nöglin hafi rekist í. Hvíta blettinn má þá skýra út sem léttan marblett. Ef bletturinn hangir á nöglinni svo vikum skiptir er mál að leita til læknis og skoða hann frekar.
Heilsa Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira