Gráhærður unglingur í foreldrahúsum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 15:00 "Það er gaman að nota ómerkilegan efnivið í eitthvað sem fær nýja meiningu. Þetta er voða mikill efnisleikur,“ segir Hrafnhildur. Vísir/Vilhelm „Ég vinn mikið með hár, mannshár og gervihár. Áður reyndi ég að temja það, til dæmis með fléttum, en nú geri ég það villtara!“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona. Hún er í óða önn að setja saman listaverkin sín eftir flutning á þeim til Íslands frá New York því sýning er fram undan í Hverfisgalleríi á Hverfisgötu 4. „Þau hárverk sem ég er með hér eru gerð undir sterkum áhrifum frá skandinavískum rýjaveggverkum. Ég klippi niður marglitt gervihár og plokka það í gegnum net með mjög fínni heklunál, svolítið eins og þegar strípur eru settar í hár. Það er fyndið hvernig hlutir síast inn og dúkka svo upp í alveg nýju samhengi. Útkoman er eins og pönkgærur eða mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“ Efnisleikur Hrafnhildur er líka með skúlptúra sem hún setur á standa og býr til karaktera úr. Samheitið yfir þá er Tilfelli. „Þeir eru búnir til úr því sem til fellur eða einhverju sem kveikir í mér, þar sem ég rekst á það,“ útskýrir hún. Lavalíki nefnir hún einn flokk listaverkanna, veggverk sem líta út eins og helluhraun en eru í raun ruslapokar sem hún hefur hitað, brætt og málað. „Það er gaman að nota ómerkilegan efnivið í eitthvað sem fær nýja meiningu. Þetta er voða mikill efnisleikur. Við erum öll að reyna að losna við þetta fjöldaframleidda, endalausa dót.“ Hrafnhildur hefur búið í New York í tuttugu ár. Af hverju kýs hún það? „Ég fór til New York 1994 til að fara í framhaldsnám í myndlist í School of Visual Arts. Þar var ég í tvö ár og hafði rétt á dvalarleyfi í ár í viðbót svo ég fór að vinna á veitingahúsi í Soho. Það var eiginlega enskuskóli fyrir mig. Svo kynntist ég manninum mínum sem er Pólverji en er búinn að dvelja lengi í New York og nú hef ég búið þar hálfa ævina. Þótt ég sé með brjálæðislega sterkar rætur hér þá er ég líka búin að skjóta rótum þar. Hef líka alltaf haft gaman af öfgum, eins og sést í mínum verkum, þar sem bæði er áhersla á fegurð og ljótleika. Kannski má segja að New York og Ísland passi vel inn í þær öfgar; poppmenningin í Ameríku og norræn handverkshefð að heiman. Þannig verður til eitthvað nýtt.“ Býr í eldgamalli kirkju Hrafnhildur er móðir tveggja barna, sjö og tíu ára. Fjölskyldan býr í 150 ára gamalli kirkju í Greenpoint sem var afhelguð fyrir löngu og fyrst gerð að smíðaverkstæði.„Mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“„Þetta er nánast eins og að búa í hlöðu úti í sveit en samt erum við í miðju Brooklyn,“ segir Hrafnhildur sem kveðst vera líka með gott stúdíó í gömlu kirkjunni. Hún kveðst koma með alla fjölskylduna til Íslands árlega en vera ein á ferð núna. „Ég fer út aftur 3. desember. Bý bara hjá mömmu og pabba núna og leik gráhærðan ungling,“ segir hún hlæjandi. „Svo er ég svo heppin að Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarkona lánaði mér vinnustofuna sína til að undirbúa sýninguna. Þetta er örugglega besta vinnustofa á Íslandi, með útsýni til Esjunnar og hér geng ég í allt. Mér finnst líka gaman að vinna með þessu nýja galleríi, Hverfisgalleríi.“ Sýningin verður opnuð á laugardaginn, 29. nóvember, milli klukkan 16 og 18 og á sunnudaginn klukkan 14 ætlar Hrafnhildur að hefja spjall við gesti en sýningin stendur út janúar 2015. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég vinn mikið með hár, mannshár og gervihár. Áður reyndi ég að temja það, til dæmis með fléttum, en nú geri ég það villtara!“ segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona. Hún er í óða önn að setja saman listaverkin sín eftir flutning á þeim til Íslands frá New York því sýning er fram undan í Hverfisgalleríi á Hverfisgötu 4. „Þau hárverk sem ég er með hér eru gerð undir sterkum áhrifum frá skandinavískum rýjaveggverkum. Ég klippi niður marglitt gervihár og plokka það í gegnum net með mjög fínni heklunál, svolítið eins og þegar strípur eru settar í hár. Það er fyndið hvernig hlutir síast inn og dúkka svo upp í alveg nýju samhengi. Útkoman er eins og pönkgærur eða mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“ Efnisleikur Hrafnhildur er líka með skúlptúra sem hún setur á standa og býr til karaktera úr. Samheitið yfir þá er Tilfelli. „Þeir eru búnir til úr því sem til fellur eða einhverju sem kveikir í mér, þar sem ég rekst á það,“ útskýrir hún. Lavalíki nefnir hún einn flokk listaverkanna, veggverk sem líta út eins og helluhraun en eru í raun ruslapokar sem hún hefur hitað, brætt og málað. „Það er gaman að nota ómerkilegan efnivið í eitthvað sem fær nýja meiningu. Þetta er voða mikill efnisleikur. Við erum öll að reyna að losna við þetta fjöldaframleidda, endalausa dót.“ Hrafnhildur hefur búið í New York í tuttugu ár. Af hverju kýs hún það? „Ég fór til New York 1994 til að fara í framhaldsnám í myndlist í School of Visual Arts. Þar var ég í tvö ár og hafði rétt á dvalarleyfi í ár í viðbót svo ég fór að vinna á veitingahúsi í Soho. Það var eiginlega enskuskóli fyrir mig. Svo kynntist ég manninum mínum sem er Pólverji en er búinn að dvelja lengi í New York og nú hef ég búið þar hálfa ævina. Þótt ég sé með brjálæðislega sterkar rætur hér þá er ég líka búin að skjóta rótum þar. Hef líka alltaf haft gaman af öfgum, eins og sést í mínum verkum, þar sem bæði er áhersla á fegurð og ljótleika. Kannski má segja að New York og Ísland passi vel inn í þær öfgar; poppmenningin í Ameríku og norræn handverkshefð að heiman. Þannig verður til eitthvað nýtt.“ Býr í eldgamalli kirkju Hrafnhildur er móðir tveggja barna, sjö og tíu ára. Fjölskyldan býr í 150 ára gamalli kirkju í Greenpoint sem var afhelguð fyrir löngu og fyrst gerð að smíðaverkstæði.„Mosa- og gróðurstemning þótt litirnir séu aðrir en í náttúrunni.“„Þetta er nánast eins og að búa í hlöðu úti í sveit en samt erum við í miðju Brooklyn,“ segir Hrafnhildur sem kveðst vera líka með gott stúdíó í gömlu kirkjunni. Hún kveðst koma með alla fjölskylduna til Íslands árlega en vera ein á ferð núna. „Ég fer út aftur 3. desember. Bý bara hjá mömmu og pabba núna og leik gráhærðan ungling,“ segir hún hlæjandi. „Svo er ég svo heppin að Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarkona lánaði mér vinnustofuna sína til að undirbúa sýninguna. Þetta er örugglega besta vinnustofa á Íslandi, með útsýni til Esjunnar og hér geng ég í allt. Mér finnst líka gaman að vinna með þessu nýja galleríi, Hverfisgalleríi.“ Sýningin verður opnuð á laugardaginn, 29. nóvember, milli klukkan 16 og 18 og á sunnudaginn klukkan 14 ætlar Hrafnhildur að hefja spjall við gesti en sýningin stendur út janúar 2015.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira