Varlegra að vera fjarri Beethoven Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 10:00 „Ég á nokkur einleiksverk sem eru dálítið stór um sig og þetta fer í flokk þeirra,“ segir Atli um Idioclick. Vísir/Pjetur Þegar Atli Ingólfsson tónskáld er beðinn að útskýra verkið sem Sif Tulinius fiðluleikari frumflytur eftir hann í Salnum í kvöld byrjar hann á titli þess, Idioclick. „Click er oft notað um taktmæli sem fólk spilar flókna tónlist eftir. Idio merkir sjálf og ég hugsa mér Idioclick sem nokkurs konar taktmæli innan frá, eins og þegar hljóðfærið verður eitt með hljóðfæraleikaranum og fellur inn í sjálft sig. Þetta verk gengur svo langt að maður getur hreinlega efast um að allt sé í lagi með fiðluna og fiðluleikarann. Þannig tengist nafnið líka íslenska orðinu klikk.“ Auk Idioclick verða tvær fiðlusónötur Beethovens fluttar í Salnum í kvöld af Sif og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Atli kveðst ekki hafa viljað vera „músíklega í sama herbergi“ og þær sónötur. „Það er alveg ljóst að hjá mér er eitthvað allt, allt annað á seyði en hjá Beethoven, þannig að samanburður er ekki mögulegur,“ segir hann.“ Atli segist hafa vitað frá upphafi inn í hvaða dagskrá hann væri að semja. „Einhver hefði valið að reyna að vera í stíl við hin verkin í dagskránni en mér fannst varlegra að vera nógu fjarri þeim.“ Atli á nokkur einleiksverk sem eru dálítið stór um sig og hann segir þetta fara í flokk þeirra. „Þetta eru verk sem reyna sálrænt og tæknilega á flytjendurna,“ segir hann, en hvað um áheyrendur. Reynir líka á þá? „Ekki ef þeir bara upplifa það sem berst þeim. En vissulega getur verið erfitt að horfa á leikrit og hafa áhyggjur af andlegri heilsu persónu á sviðinu.“Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og Árni Heimir Ingólfsson verður með spjall í upphafi þeirra. Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þegar Atli Ingólfsson tónskáld er beðinn að útskýra verkið sem Sif Tulinius fiðluleikari frumflytur eftir hann í Salnum í kvöld byrjar hann á titli þess, Idioclick. „Click er oft notað um taktmæli sem fólk spilar flókna tónlist eftir. Idio merkir sjálf og ég hugsa mér Idioclick sem nokkurs konar taktmæli innan frá, eins og þegar hljóðfærið verður eitt með hljóðfæraleikaranum og fellur inn í sjálft sig. Þetta verk gengur svo langt að maður getur hreinlega efast um að allt sé í lagi með fiðluna og fiðluleikarann. Þannig tengist nafnið líka íslenska orðinu klikk.“ Auk Idioclick verða tvær fiðlusónötur Beethovens fluttar í Salnum í kvöld af Sif og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Atli kveðst ekki hafa viljað vera „músíklega í sama herbergi“ og þær sónötur. „Það er alveg ljóst að hjá mér er eitthvað allt, allt annað á seyði en hjá Beethoven, þannig að samanburður er ekki mögulegur,“ segir hann.“ Atli segist hafa vitað frá upphafi inn í hvaða dagskrá hann væri að semja. „Einhver hefði valið að reyna að vera í stíl við hin verkin í dagskránni en mér fannst varlegra að vera nógu fjarri þeim.“ Atli á nokkur einleiksverk sem eru dálítið stór um sig og hann segir þetta fara í flokk þeirra. „Þetta eru verk sem reyna sálrænt og tæknilega á flytjendurna,“ segir hann, en hvað um áheyrendur. Reynir líka á þá? „Ekki ef þeir bara upplifa það sem berst þeim. En vissulega getur verið erfitt að horfa á leikrit og hafa áhyggjur af andlegri heilsu persónu á sviðinu.“Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og Árni Heimir Ingólfsson verður með spjall í upphafi þeirra.
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp