Eitt deig – þrenns konar smákökur Elín Albertsdóttir skrifar 3. desember 2014 15:00 Pétur bakari með fínu jólakökurnar. Eins og sjá má þá gerir litaða smjörkremið mikið fyrir kökurnar. Myndir/Stefán Pétur Sigurbjörn Pétursson, bakari hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri, segir að það sé leikur einn að gera nokkrar tegundir af smákökum úr einu grunndeigi. Hér sýnir hann þrjár spennandi útgáfur úr sama deiginu. Pétur geymir óbakað deig í frysti og bakar þegar Það er einfalt að gera margar tegundir af smákökum úr sama grunndeiginu og ég geri það oft sjálfur. Mér finnst til dæmis þægilegt að eiga tilbúið deig í frysti og gríp til þess þegar gesti ber að garði eða okkur langar í nýbakaðar smákökur. Ég geymi deigið í rúllum sem auðvelt er að skera niður í sneiðar og skella á bökunarplötu með lítilli fyrirhöfn,“ segir Pétur. Fjölskyldan á sínar uppáhaldskökur sem birtast hér. „Ég hefði getað gert átta útgáfur með þessu grunndeigi. Í Lenunum nota ég smjörkrem án bragðefna en því má hæglega breyta, setja appelsínu- eða sítrónubörk út í það. Jafnvel pistasíur eða súkkulaði,“ segir Pétur, sem segist vera duglegur að baka heima fyrir jólin. „Ég baka fjórar til fimm tegundir. Svo geymi ég óbakað deig alltaf í frosti líka. Ilmurinn er svo góður af nýbökuðum kökum. Ég er mikið jólabarn og jólaskapið er sannarlega að detta inn,“ segir hann. Dóttur Péturs, Lenu Guðrúnu, sem er 5 ára, finnst skemmtilegt að taka þátt í bakstrinum og fær að gera það. Kona hans, Berglind Ósk Kjartansdóttir, er sömuleiðis öflug í bakstrinum svo fjölskyldan hjálpast að fyrir jólin. „Við erum hundrað prósent samhent í þessu,“ segir Pétur. „Okkur finnst líka skemmtilegt að elda góðan mat. Við erum yfirleitt með kalkún og hamborgarhrygg á jólum. Okkur finnst ágætt að eiga afganga og geta nartað í þá um hátíðirnar. Ég reyni síðan að töfra fram spennandi eftirrétti. Mér finnst gaman að breyta til en geri alltaf sérrí-triffle og risalamande. Svo eru jólaboð í báðum ættum og margt um að vera,“ segir hann. Pétur starfaði á Hótel Loftleiðum í sextán ár og er eini bakarinn sem hefur útskrifast frá hóteli. Þar sá hann um ýmsar stórar veislur, brúðkaup, fermingar, skírn og erfisdrykkjur.Hægt er að lita kremið með hinum ýmsu litum og setja bragðefni út í það.Jólasmákökur á þrjá veguGrunndeig 750 g hveiti 750 g sykur 500 g smjör 5 meðalstór egg 10 g hjartarsalt Allt sett í hrærivél og unnið saman. Þegar allt er komið saman er deiginu skipt í þrjá jafn stóra hluta (750 g hver hluti).Lenur uppáhald barnanna Einn þriðji hluti af grunndeigi (750 g) 90 g kókos Þetta er sett í hrærivélarskál og unnið létt saman. Deiginu er síðan skipt í fjóra hluta (210 g) og rúllað í jafnlangar pylsur og kælt. Síðan skorið í 1 cm bita. Til að fullkomna Lenurnar þarf að laga smjörkrem og leggja saman tvær og tvær kökur með kremi á milli. Það vekur alltaf jafn mikla lukku að lita kremið með hinum ýmsu litum. (Einnig má bragðbæta hvern lit fyrir sig). Til skrauts er upplagt að sprauta smá súkkulaði á toppinn. Smjörkrem 400 g smjör 500 g flórsykur 25 g egg (fínt að brjóta eitt egg í glas og slá því saman, og nota svo helminginn) 10 g vanilludropar Smjör og flórsykur unnið saman í hrærivél með spaða (K-ið) þangað til það er vel komið saman, svo er eggi og vanillu bætt út í. Og unnið á miklum hraða þangað til kremið er orðið létt og fínt. Svo má taka hluta af kreminu og lita eftir vild í til dæmis í jólalitum.Þrjár gerðir af smákökum úr einu grunndeigi.Petrínur uppáhald pabbans Einn þriðji hluti af grunndeigi (750 g) 50 g pistasíuhnetur, gróft saxaðar 50 g hvítt súkkulaði, gróft saxað 5 g anisfræ (Má einnig nota anisstjörnu en þá þarf að setja hana í kvörn) Allt sett í hrærivélarskál og unnið saman. Svo er þessu deigi skipt í fjóra hluta (um 210 g) og rúllað út í jafnlangar pylsur og kælt. Síðan skorið í 1,5 cm bita. Til skrauts er flott að pensla smá hvítu súkkulaði á kökurnar og setja nokkrar pistasíuhnetur ofan á.Beggur uppáhald konunnar Einn þriðji hluti af grunndeigi (750 g) 40 g möndlur, gróft saxaðar 50 g þurrkuð trönuber, gróft söxuð 50 g karamellusúkkulaði, gróft saxað Allt sett í hrærivélarskál og unnið saman. Svo er þessu deigi skipt í fjóra hluta (um 220 g) og rúllað út í jafnlangar pylsur og kælt. Svo skorið í 1,5 cm bita.Bakstur Bakað á 180°C í um það bil 12 mínútur eða þangað til kökurnar eru orðnar gulbrúnar, passa samt að baka ekki of mikið, þær halda áfram að bakast á plötunum eftir að þær koma út úr ofninum.Ábending Þessar kökur er snilld að eiga í pylsum inni í frysti, óbakaðar, kippa út og baka jafnóðum þegar von er á gestum. Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi! Þeim er svo raðað á bökunarplötur með smjörpappír. Passa upp á bil á milli þeirra, þær leka svolítið út. Jólamatur Mest lesið Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur Jól Loftkökur Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Lúsíubrauð Jól Jól í anda fagurkerans Jól Uppruni jólasiðanna Jól Þetta er sannkallað jólaþorp Jól
Pétur Sigurbjörn Pétursson, bakari hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri, segir að það sé leikur einn að gera nokkrar tegundir af smákökum úr einu grunndeigi. Hér sýnir hann þrjár spennandi útgáfur úr sama deiginu. Pétur geymir óbakað deig í frysti og bakar þegar Það er einfalt að gera margar tegundir af smákökum úr sama grunndeiginu og ég geri það oft sjálfur. Mér finnst til dæmis þægilegt að eiga tilbúið deig í frysti og gríp til þess þegar gesti ber að garði eða okkur langar í nýbakaðar smákökur. Ég geymi deigið í rúllum sem auðvelt er að skera niður í sneiðar og skella á bökunarplötu með lítilli fyrirhöfn,“ segir Pétur. Fjölskyldan á sínar uppáhaldskökur sem birtast hér. „Ég hefði getað gert átta útgáfur með þessu grunndeigi. Í Lenunum nota ég smjörkrem án bragðefna en því má hæglega breyta, setja appelsínu- eða sítrónubörk út í það. Jafnvel pistasíur eða súkkulaði,“ segir Pétur, sem segist vera duglegur að baka heima fyrir jólin. „Ég baka fjórar til fimm tegundir. Svo geymi ég óbakað deig alltaf í frosti líka. Ilmurinn er svo góður af nýbökuðum kökum. Ég er mikið jólabarn og jólaskapið er sannarlega að detta inn,“ segir hann. Dóttur Péturs, Lenu Guðrúnu, sem er 5 ára, finnst skemmtilegt að taka þátt í bakstrinum og fær að gera það. Kona hans, Berglind Ósk Kjartansdóttir, er sömuleiðis öflug í bakstrinum svo fjölskyldan hjálpast að fyrir jólin. „Við erum hundrað prósent samhent í þessu,“ segir Pétur. „Okkur finnst líka skemmtilegt að elda góðan mat. Við erum yfirleitt með kalkún og hamborgarhrygg á jólum. Okkur finnst ágætt að eiga afganga og geta nartað í þá um hátíðirnar. Ég reyni síðan að töfra fram spennandi eftirrétti. Mér finnst gaman að breyta til en geri alltaf sérrí-triffle og risalamande. Svo eru jólaboð í báðum ættum og margt um að vera,“ segir hann. Pétur starfaði á Hótel Loftleiðum í sextán ár og er eini bakarinn sem hefur útskrifast frá hóteli. Þar sá hann um ýmsar stórar veislur, brúðkaup, fermingar, skírn og erfisdrykkjur.Hægt er að lita kremið með hinum ýmsu litum og setja bragðefni út í það.Jólasmákökur á þrjá veguGrunndeig 750 g hveiti 750 g sykur 500 g smjör 5 meðalstór egg 10 g hjartarsalt Allt sett í hrærivél og unnið saman. Þegar allt er komið saman er deiginu skipt í þrjá jafn stóra hluta (750 g hver hluti).Lenur uppáhald barnanna Einn þriðji hluti af grunndeigi (750 g) 90 g kókos Þetta er sett í hrærivélarskál og unnið létt saman. Deiginu er síðan skipt í fjóra hluta (210 g) og rúllað í jafnlangar pylsur og kælt. Síðan skorið í 1 cm bita. Til að fullkomna Lenurnar þarf að laga smjörkrem og leggja saman tvær og tvær kökur með kremi á milli. Það vekur alltaf jafn mikla lukku að lita kremið með hinum ýmsu litum. (Einnig má bragðbæta hvern lit fyrir sig). Til skrauts er upplagt að sprauta smá súkkulaði á toppinn. Smjörkrem 400 g smjör 500 g flórsykur 25 g egg (fínt að brjóta eitt egg í glas og slá því saman, og nota svo helminginn) 10 g vanilludropar Smjör og flórsykur unnið saman í hrærivél með spaða (K-ið) þangað til það er vel komið saman, svo er eggi og vanillu bætt út í. Og unnið á miklum hraða þangað til kremið er orðið létt og fínt. Svo má taka hluta af kreminu og lita eftir vild í til dæmis í jólalitum.Þrjár gerðir af smákökum úr einu grunndeigi.Petrínur uppáhald pabbans Einn þriðji hluti af grunndeigi (750 g) 50 g pistasíuhnetur, gróft saxaðar 50 g hvítt súkkulaði, gróft saxað 5 g anisfræ (Má einnig nota anisstjörnu en þá þarf að setja hana í kvörn) Allt sett í hrærivélarskál og unnið saman. Svo er þessu deigi skipt í fjóra hluta (um 210 g) og rúllað út í jafnlangar pylsur og kælt. Síðan skorið í 1,5 cm bita. Til skrauts er flott að pensla smá hvítu súkkulaði á kökurnar og setja nokkrar pistasíuhnetur ofan á.Beggur uppáhald konunnar Einn þriðji hluti af grunndeigi (750 g) 40 g möndlur, gróft saxaðar 50 g þurrkuð trönuber, gróft söxuð 50 g karamellusúkkulaði, gróft saxað Allt sett í hrærivélarskál og unnið saman. Svo er þessu deigi skipt í fjóra hluta (um 220 g) og rúllað út í jafnlangar pylsur og kælt. Svo skorið í 1,5 cm bita.Bakstur Bakað á 180°C í um það bil 12 mínútur eða þangað til kökurnar eru orðnar gulbrúnar, passa samt að baka ekki of mikið, þær halda áfram að bakast á plötunum eftir að þær koma út úr ofninum.Ábending Þessar kökur er snilld að eiga í pylsum inni í frysti, óbakaðar, kippa út og baka jafnóðum þegar von er á gestum. Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi! Þeim er svo raðað á bökunarplötur með smjörpappír. Passa upp á bil á milli þeirra, þær leka svolítið út.
Jólamatur Mest lesið Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur Jól Loftkökur Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Lúsíubrauð Jól Jól í anda fagurkerans Jól Uppruni jólasiðanna Jól Þetta er sannkallað jólaþorp Jól