Enginn vill vera einn á jólunum Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 3. desember 2014 15:00 Andrea ásamt dætrum sínum þremur. Henni hefur dottið í huga að stinga af um jól ásamt stelpunum til útlanda. Mynd/Sunnlenska fréttablaðið Andrea Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, eigandi og rekstrarstýra skemmtistaðarins Fróns á Selfossi, hefur verið fráskilin frá því 2010 og hefur eytt undanförnum fernum jólum hjá foreldrum sínum. „Ég er það heppin að vera í þeirri stöðu að geta verið hjá mömmu og pabba og upplifað bernskujólin mín aftur með dætrum mínum þremur. Þótt ég hafi verið ein í svolítið langan tíma sé ég það samt ekki fyrir mér að ég verði ein með stelpunum mínum á jólum. Mig langar ekki til að sitja ein eftir þegar börnin eru sofnuð á aðfangadag eða jóladag, það er nóg að gera það alla hina dagana.“Jólin eru rómantísk Dætur Andreu eru níu, sex og fjögurra ára gamlar og hefur sú yngsta alltaf verið hjá mömmu sinni á aðfangadag en hinar tvær hafa eytt jólum hjá pabba sínum. „Það var tómlegt hjá okkur á þeim jólum. Fullorðna fólkið upplifir oft jólin í gegnum börnin og sérstaklega þegar enginn maki er til staðar. Þegar börnin eru heldur ekki hjá manni þá finnst manni þetta svolítið tilgangslaust,“ útskýrir Andrea. Hún bætir við að þegar jólin nálgast og allir fara að skreyta og hugsa um hvað það eigi að gefa makanum í jólagjöf þætti henni það notalegt að geta upplifað jólastemninguna með einhverjum á sama aldri. „Jólin eru líka rómantískur tími, ekki bara tími barnanna þótt það sé fyrst og fremst þannig. Það eru alls staðar kertaljós og pör að fara saman á aðventukvöld og slíkt. Mér finnst þess vegna gott að fá að koma til foreldra minna á jólunum, þannig upplifi ég kannski minna einmanaleikann við það að eiga engan til að horfa í augun á á aðfangadagskvöldi.“Kaupir gjöf fyrir sjálfa sig Andrea segist vera sátt við stöðuna eins og hún er. „Við dæturnar höfum komið okkur upp ágætis skipulagi og ég hef tíma fyrir allt sem mig langar að gera, bæði sem móðir og manneskja. Það þarf einhvern mjög sérstakan mann til að fórna því sem ég hef núna. Það eru líka ákveðnir kostir við að vera einn á jólum, þá þarf til dæmis ekki að þvælast á milli jólaboða og ég þarf ekki að eyða í stóra gjöf fyrir eiginmanninn. Ég hef stundum keypt jólagjafir fyrir sjálfa mig fyrir þá upphæð sem ég hefði annars eytt í gjöf handa honum og hann handa mér. Það finnst öllum gaman að opna pakka á jólunum og ég mæli með því að kaupa pakka handa sjálfum sér og stinga honum undir tréð,“ segir Andrea og hlær.Lúmsk þrá að hitta einhvern Hún segist ótrauð ætla að halda áfram að troða sér inn á mömmu sína og pabba á komandi jólum. „Mér hefur líka dottið í hug að stinga bara af með stelpurnar yfir jólin til Kanarí eða eitthvað annað út. Þegar þær verða orðnar eldri og komnar með kærasta langar mig ekki til að sitja ein eftir enn þá hjá háöldruðum foreldrum mínum. Innst inni vona ég að einn góðan dag hitti ég mann sem passar akkúrat við mig. Ég held að það sé lúmsk þrá hjá öllum, það er ekki draumur eða markmið hjá neinum að vera einn á jólunum.“ Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Aðventukertin Jól Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Engin jól eins Jólin Jólin í fangelsinu Jól Guð á afmæli á jólunum Jól Dýfist í mjólk - Rúsínukökur ömmu Jólin Aðventan er til að njóta Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Góð bók og nart Jól
Andrea Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, eigandi og rekstrarstýra skemmtistaðarins Fróns á Selfossi, hefur verið fráskilin frá því 2010 og hefur eytt undanförnum fernum jólum hjá foreldrum sínum. „Ég er það heppin að vera í þeirri stöðu að geta verið hjá mömmu og pabba og upplifað bernskujólin mín aftur með dætrum mínum þremur. Þótt ég hafi verið ein í svolítið langan tíma sé ég það samt ekki fyrir mér að ég verði ein með stelpunum mínum á jólum. Mig langar ekki til að sitja ein eftir þegar börnin eru sofnuð á aðfangadag eða jóladag, það er nóg að gera það alla hina dagana.“Jólin eru rómantísk Dætur Andreu eru níu, sex og fjögurra ára gamlar og hefur sú yngsta alltaf verið hjá mömmu sinni á aðfangadag en hinar tvær hafa eytt jólum hjá pabba sínum. „Það var tómlegt hjá okkur á þeim jólum. Fullorðna fólkið upplifir oft jólin í gegnum börnin og sérstaklega þegar enginn maki er til staðar. Þegar börnin eru heldur ekki hjá manni þá finnst manni þetta svolítið tilgangslaust,“ útskýrir Andrea. Hún bætir við að þegar jólin nálgast og allir fara að skreyta og hugsa um hvað það eigi að gefa makanum í jólagjöf þætti henni það notalegt að geta upplifað jólastemninguna með einhverjum á sama aldri. „Jólin eru líka rómantískur tími, ekki bara tími barnanna þótt það sé fyrst og fremst þannig. Það eru alls staðar kertaljós og pör að fara saman á aðventukvöld og slíkt. Mér finnst þess vegna gott að fá að koma til foreldra minna á jólunum, þannig upplifi ég kannski minna einmanaleikann við það að eiga engan til að horfa í augun á á aðfangadagskvöldi.“Kaupir gjöf fyrir sjálfa sig Andrea segist vera sátt við stöðuna eins og hún er. „Við dæturnar höfum komið okkur upp ágætis skipulagi og ég hef tíma fyrir allt sem mig langar að gera, bæði sem móðir og manneskja. Það þarf einhvern mjög sérstakan mann til að fórna því sem ég hef núna. Það eru líka ákveðnir kostir við að vera einn á jólum, þá þarf til dæmis ekki að þvælast á milli jólaboða og ég þarf ekki að eyða í stóra gjöf fyrir eiginmanninn. Ég hef stundum keypt jólagjafir fyrir sjálfa mig fyrir þá upphæð sem ég hefði annars eytt í gjöf handa honum og hann handa mér. Það finnst öllum gaman að opna pakka á jólunum og ég mæli með því að kaupa pakka handa sjálfum sér og stinga honum undir tréð,“ segir Andrea og hlær.Lúmsk þrá að hitta einhvern Hún segist ótrauð ætla að halda áfram að troða sér inn á mömmu sína og pabba á komandi jólum. „Mér hefur líka dottið í hug að stinga bara af með stelpurnar yfir jólin til Kanarí eða eitthvað annað út. Þegar þær verða orðnar eldri og komnar með kærasta langar mig ekki til að sitja ein eftir enn þá hjá háöldruðum foreldrum mínum. Innst inni vona ég að einn góðan dag hitti ég mann sem passar akkúrat við mig. Ég held að það sé lúmsk þrá hjá öllum, það er ekki draumur eða markmið hjá neinum að vera einn á jólunum.“
Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Aðventukertin Jól Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Engin jól eins Jólin Jólin í fangelsinu Jól Guð á afmæli á jólunum Jól Dýfist í mjólk - Rúsínukökur ömmu Jólin Aðventan er til að njóta Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Góð bók og nart Jól