Aðventan er alltaf fallegur tími Elín Albertsdóttir skrifar 10. desember 2014 15:00 Aðalbjörg Eðvarðsdóttir, Abba, segist hafa einfaldan smekk. Hún vill hafa fáa en fallega hluti í kringum sig. Myndir/Valli Aðalbjörg Eðvarðsdóttir starfaði lengi sem stílisti fyrir íslensk tímarit. Nú rekur hún Kaffibrennsluna á Laugavegi ásamt manni sínum. Aðalbjörg er einstök smekkmanneskja eins og sést á heimili hennar. Hún segist vilja hafa fáa en fallega hluti í kringum sig. Aðalbjörg, eða Abba eins og hún er alltaf kölluð, flutti nýlega úr miðbænum þar sem hún hafði búið lengi, og í Hvassaleiti.Aðventukrans og arinn. Hvað getur skapað fallegri jólastemningu?„Ég er að venjast því að vera ekki í hundrað og einum,“ segir hún. „Mér finnst mjög skemmtilegt að setja upp jólaskraut og gera fínt í kringum mig. Litlu hlutirnir skipta svo miklu máli. Ég vil hafa fáa en fallega hluti. Er minna fyrir ofskreytingar,“ útskýrir hún. Ekki fastheldin „Ég hlakka alltaf til jólanna. Strax í upphafi aðventunnar set ég upp falleg kertaljós, greni og köngla en þetta þrennt er í uppáhaldi hjá mér. Ætli ég leiti ekki helst í náttúruna eftir efni til skreytinga. Það getur verið fallegt að skreyta með ljósaseríum en ég hef alltaf verið meira fyrir lifandi ljós. Yfirleitt skreyti ég jólatréð viku fyrir jól en er ekki fastheldin á jólahefðir, finnst frekar gaman að breyta til. Ég baka þó alltaf laufabrauð með móður minni og systur. Það er jólahefð sem kemur frá ömmu minni. Aðventan er svo fallegur tími. Ilmurinn í loftinu og þessi góða stemning kemur mér í jólaskap. Þá setur maður upp aðventukransinn, hýasintu og túlípana.“Falleg uppsetning.Kósí á aðventu Abba segist vera mikið jólabarn og hlakkar alltaf til þegar jólalögin fara að hljóma í úvarpinu. „Ég er hins vegar lakari í bakstrinum, er ekki alveg komin á þann stað. Mér þykja smákökur góðar en er betri kokkur en bakari. Abba hefur einstaklega gaman af því að skreyta gjafirnar fallega. Hún skreytir líka borðservíetturnar með greni og slaufu.Ég ólst upp á Akureyri og það voru alltaf rjúpur á borðum á aðfangadag. Núna borða ég svínabóg með tengdafjölskyldu minni. Á jóladag er ég alltaf með hangikjöt, yndislegur ilmur sem kemur um húsið. Þá eru jólin,“ segir Abba enn fremur. Í nýja húsinu hefur Abba í fyrsta sinn arinn sem hún er mjög ánægð með. „Ég sá strax að jólatréð myndi sóma sér vel við hliðina á honum. Það verður æðislega kósí að kveikja upp í arninum og vera með uppljómað jólatré við hliðina,“ segir Abba sem hefur líka nóg að gera á Kaffibrennslunni en á aðventunni verður jólastemning þar. „Við vorum með Sörur í fyrra sem margir féllu fyrir. Fólk settist niður með Sörur og heitt kakó. Það verður aftur núna auk þess sem við ætlum að vera með sérstaklega lagað jólakaffi. Jólaandinn er að koma yfir Laugaveginn og það er alltaf gaman að vera í miðbænum á aðventunni.“Einfaldar en glæsilega skreyttar borðservíettur.Uppgötvar jólabarnið Kaffibrennslan er í gömlu húsi að Laugavegi 21 en Abba og maður hennar, Jón Ágúst Hreinsson, hafa verið að gera það upp. Þau eiga fjögurra ára son, Kolbein Ágúst.Jólabrjóstsykur í krukku er einfalt en fallegt jólaskraut. Rauða bandið setur puntkinn yfir i-ið. „Núna er hann að uppgötva jólin og jólasveinana. Það er spenna í loftinu. Maður uppgötvar jólin upp á nýtt og jólabarnið í sjálfum sér þegar maður er með barn á þessum aldri. Sjálf á ég gamalt jólahús fyrir kerti sem ég hef haldið mikið upp á. Það fer upp rétt fyrir jólin. Mér finnst sömuleiðis mjög gaman að skreyta matarborðið á jólunum. Annars er ég með einfaldan smekk og vel frekar hvít kerti á jólum en rauð.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Á sjúkrahúsi um jólin Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla Jólin DIY - Jólapakki í peysu Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 11. desember Jól Frumsýning á jólamynd Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól Pósturinn til Lapplands Jól
Aðalbjörg Eðvarðsdóttir starfaði lengi sem stílisti fyrir íslensk tímarit. Nú rekur hún Kaffibrennsluna á Laugavegi ásamt manni sínum. Aðalbjörg er einstök smekkmanneskja eins og sést á heimili hennar. Hún segist vilja hafa fáa en fallega hluti í kringum sig. Aðalbjörg, eða Abba eins og hún er alltaf kölluð, flutti nýlega úr miðbænum þar sem hún hafði búið lengi, og í Hvassaleiti.Aðventukrans og arinn. Hvað getur skapað fallegri jólastemningu?„Ég er að venjast því að vera ekki í hundrað og einum,“ segir hún. „Mér finnst mjög skemmtilegt að setja upp jólaskraut og gera fínt í kringum mig. Litlu hlutirnir skipta svo miklu máli. Ég vil hafa fáa en fallega hluti. Er minna fyrir ofskreytingar,“ útskýrir hún. Ekki fastheldin „Ég hlakka alltaf til jólanna. Strax í upphafi aðventunnar set ég upp falleg kertaljós, greni og köngla en þetta þrennt er í uppáhaldi hjá mér. Ætli ég leiti ekki helst í náttúruna eftir efni til skreytinga. Það getur verið fallegt að skreyta með ljósaseríum en ég hef alltaf verið meira fyrir lifandi ljós. Yfirleitt skreyti ég jólatréð viku fyrir jól en er ekki fastheldin á jólahefðir, finnst frekar gaman að breyta til. Ég baka þó alltaf laufabrauð með móður minni og systur. Það er jólahefð sem kemur frá ömmu minni. Aðventan er svo fallegur tími. Ilmurinn í loftinu og þessi góða stemning kemur mér í jólaskap. Þá setur maður upp aðventukransinn, hýasintu og túlípana.“Falleg uppsetning.Kósí á aðventu Abba segist vera mikið jólabarn og hlakkar alltaf til þegar jólalögin fara að hljóma í úvarpinu. „Ég er hins vegar lakari í bakstrinum, er ekki alveg komin á þann stað. Mér þykja smákökur góðar en er betri kokkur en bakari. Abba hefur einstaklega gaman af því að skreyta gjafirnar fallega. Hún skreytir líka borðservíetturnar með greni og slaufu.Ég ólst upp á Akureyri og það voru alltaf rjúpur á borðum á aðfangadag. Núna borða ég svínabóg með tengdafjölskyldu minni. Á jóladag er ég alltaf með hangikjöt, yndislegur ilmur sem kemur um húsið. Þá eru jólin,“ segir Abba enn fremur. Í nýja húsinu hefur Abba í fyrsta sinn arinn sem hún er mjög ánægð með. „Ég sá strax að jólatréð myndi sóma sér vel við hliðina á honum. Það verður æðislega kósí að kveikja upp í arninum og vera með uppljómað jólatré við hliðina,“ segir Abba sem hefur líka nóg að gera á Kaffibrennslunni en á aðventunni verður jólastemning þar. „Við vorum með Sörur í fyrra sem margir féllu fyrir. Fólk settist niður með Sörur og heitt kakó. Það verður aftur núna auk þess sem við ætlum að vera með sérstaklega lagað jólakaffi. Jólaandinn er að koma yfir Laugaveginn og það er alltaf gaman að vera í miðbænum á aðventunni.“Einfaldar en glæsilega skreyttar borðservíettur.Uppgötvar jólabarnið Kaffibrennslan er í gömlu húsi að Laugavegi 21 en Abba og maður hennar, Jón Ágúst Hreinsson, hafa verið að gera það upp. Þau eiga fjögurra ára son, Kolbein Ágúst.Jólabrjóstsykur í krukku er einfalt en fallegt jólaskraut. Rauða bandið setur puntkinn yfir i-ið. „Núna er hann að uppgötva jólin og jólasveinana. Það er spenna í loftinu. Maður uppgötvar jólin upp á nýtt og jólabarnið í sjálfum sér þegar maður er með barn á þessum aldri. Sjálf á ég gamalt jólahús fyrir kerti sem ég hef haldið mikið upp á. Það fer upp rétt fyrir jólin. Mér finnst sömuleiðis mjög gaman að skreyta matarborðið á jólunum. Annars er ég með einfaldan smekk og vel frekar hvít kerti á jólum en rauð.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Á sjúkrahúsi um jólin Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Vinsælustu jólasmákökurnar í Garðaskóla Jólin DIY - Jólapakki í peysu Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 11. desember Jól Frumsýning á jólamynd Jól Þannig voru jólin 1959 Jól Sálmur 90 - Það aldin út er sprungið Jól Pósturinn til Lapplands Jól