Allar brellur notaðar fyrir lokaátökin í Abú Dabí Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. nóvember 2014 10:00 Nico Rosberg og Lewis Hamilton sem báðir keyra fyrir Mercedes berjast til síðasta bensíndropa um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í lokakeppninni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina. Vísir/Getty „Það er frábært að fá svona lokakeppni þar sem allt er undir hjá tveimur ökumönnum,“ segir Rúnar Jónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, um titilbardagann í Abú Dabí á sunnudaginn. Lokakeppni ársins fer fram í höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem kemur í ljós hvor Mercedes-ökuþórinn; Lewis Hamilton eða Nico Rosberg, fagni heimsmeistaratitlinum. „Þetta eru náttúrlega Breti og Þjóðverji. Það er vissi sjarmi yfir því. Svo eru þetta samherjar og æskuvinir, en það er ansi heitt á milli þeirra núna. Hamilton hefur verið duglegur að kvarta á tímabilinu og láta heyra í sér, en Rosberg er ekki sú týpa. Hann er samt Þjóðverji og harður á sínu,“ segir Rúnar.Hamilton í betri stöðu Það er auðvelt að segja að Hamilton eigi titilinn skilið þar sem hann er búinn að vinna tíu af átján keppnum ársins, þar af fimm af síðustu sex. Rosberg er búinn að vinna fimm keppnir en hefur hangið í Hamilton með því að ná tíu sinnum öðru sæti. Drottnun þeirra tveggja á tímabilinu hefur verið svo mikil að aðeins einn annar ökumaður, Daniel Ricciardo hjá Red Bull, hefur unnið keppni. Reyndar þrjár. Hamilton er með 334 stig, 17 stigum meira en Rosberg sem er með 317 stig. Stigin eru tvöfölduð í lokakeppninni þannig sigur gefur heil 50 stig og annað sætið 36 stig. Ricciardo er öruggur með þriðja sætið, en hann hefur safnað 214 stigum.Allar brellurnar notaðar Nái Hamilton öðru af tveimur efstu sætunum í Abú Dabí verður hann heimsmeistari í annað sinn, sama hvað Rosberg gerir. Þjóðverjinn þarf helst að vinna og vonast til þess að Hamilton hafni í þriðja sæti eða neðar. Í átján keppnum hefur Hamilton unnið tíu, þrisvar lent í öðru sæti, tvisvar í þriðja sæti og þrisvar þurft að hætta keppni. Lewis Hamilton var með besta tímann á æfingu í gær og Rosberg kynti vel undir keppninni þegar hann bað samherja sinn vinsamlegast um að sýna drengskap á brautinni á sunnudaginn. Falli þeir báðir úr keppni vinnur Hamilton náttúrlega. „Þeim lenti saman fyrr á árinu og eru búnir að vera að bítast allt tímabilið. Spennan er alveg rosaleg. Heimsmeistaratitillinn er í húfi og menn nálgast þessa keppni allt öðruvísi en allar aðrar. Allar sálfræðibrellur sem til eru í bókinni eru notaðar og menn nýta rétt tækifæri til að skjóta hvor á annan,“ segir Rúnar, sem telur stigaforskotið ekkert endilega hjálpa Hamilton. „Menn eru á því að jafnvel þó Hamilton sé með 17 stiga forskot þá verði erfiðara fyrir hann að nálgast keppnina. Hann getur varist á meðan Rosberg verður að sækja til sigurs.“Á síðasta snúningi Rosberg hefur aldrei orðið heimsmeistari en það hefur Hamilton einu sinni upplifað. Hann stóð uppi með þann stóra eftir ævintýralega lokakeppni í Brasilíu 2008 þar sem hann skautaði á „sumardekkjunum“ í mark á rennblautri brautinni þegar fjölskylda Felipe Massa var byrjuð að fagna titlinum. „Það er engin spurning að öll svona upplifun hjálpar ökumanni. Samt sem áður, þegar mikið hefur verið undir, þá hefur Hamilton verið gjarn á að gera mistök. Það er nóg af stöðum í Abú Dabí þar sem hægt er að klúðra hlutum,“ segir Rúnar, en hver mun standa uppi sem sigurvegari? „Þetta hefur fallið með Hamilton í síðustu keppnum, en ég hef trú á að Rosberg sigri hann. Hvort Hamilton nái öðru sætinu er svo annað mál. Keppnin er galopin og ekki má gleyma að bílarnir eru á síðasta snúningi með vélar og gírkassa. Það getur allt gerst.“ Útsending Stöðvar 2 Sport frá lokakappakstrinum í Abú Dabí hefst klukkan 12.30 á sunnudaginn og verður í lýsingu Rúnars Jónssonar og Kristjáns Einars Kristjánssonar. Formúla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
„Það er frábært að fá svona lokakeppni þar sem allt er undir hjá tveimur ökumönnum,“ segir Rúnar Jónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, um titilbardagann í Abú Dabí á sunnudaginn. Lokakeppni ársins fer fram í höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem kemur í ljós hvor Mercedes-ökuþórinn; Lewis Hamilton eða Nico Rosberg, fagni heimsmeistaratitlinum. „Þetta eru náttúrlega Breti og Þjóðverji. Það er vissi sjarmi yfir því. Svo eru þetta samherjar og æskuvinir, en það er ansi heitt á milli þeirra núna. Hamilton hefur verið duglegur að kvarta á tímabilinu og láta heyra í sér, en Rosberg er ekki sú týpa. Hann er samt Þjóðverji og harður á sínu,“ segir Rúnar.Hamilton í betri stöðu Það er auðvelt að segja að Hamilton eigi titilinn skilið þar sem hann er búinn að vinna tíu af átján keppnum ársins, þar af fimm af síðustu sex. Rosberg er búinn að vinna fimm keppnir en hefur hangið í Hamilton með því að ná tíu sinnum öðru sæti. Drottnun þeirra tveggja á tímabilinu hefur verið svo mikil að aðeins einn annar ökumaður, Daniel Ricciardo hjá Red Bull, hefur unnið keppni. Reyndar þrjár. Hamilton er með 334 stig, 17 stigum meira en Rosberg sem er með 317 stig. Stigin eru tvöfölduð í lokakeppninni þannig sigur gefur heil 50 stig og annað sætið 36 stig. Ricciardo er öruggur með þriðja sætið, en hann hefur safnað 214 stigum.Allar brellurnar notaðar Nái Hamilton öðru af tveimur efstu sætunum í Abú Dabí verður hann heimsmeistari í annað sinn, sama hvað Rosberg gerir. Þjóðverjinn þarf helst að vinna og vonast til þess að Hamilton hafni í þriðja sæti eða neðar. Í átján keppnum hefur Hamilton unnið tíu, þrisvar lent í öðru sæti, tvisvar í þriðja sæti og þrisvar þurft að hætta keppni. Lewis Hamilton var með besta tímann á æfingu í gær og Rosberg kynti vel undir keppninni þegar hann bað samherja sinn vinsamlegast um að sýna drengskap á brautinni á sunnudaginn. Falli þeir báðir úr keppni vinnur Hamilton náttúrlega. „Þeim lenti saman fyrr á árinu og eru búnir að vera að bítast allt tímabilið. Spennan er alveg rosaleg. Heimsmeistaratitillinn er í húfi og menn nálgast þessa keppni allt öðruvísi en allar aðrar. Allar sálfræðibrellur sem til eru í bókinni eru notaðar og menn nýta rétt tækifæri til að skjóta hvor á annan,“ segir Rúnar, sem telur stigaforskotið ekkert endilega hjálpa Hamilton. „Menn eru á því að jafnvel þó Hamilton sé með 17 stiga forskot þá verði erfiðara fyrir hann að nálgast keppnina. Hann getur varist á meðan Rosberg verður að sækja til sigurs.“Á síðasta snúningi Rosberg hefur aldrei orðið heimsmeistari en það hefur Hamilton einu sinni upplifað. Hann stóð uppi með þann stóra eftir ævintýralega lokakeppni í Brasilíu 2008 þar sem hann skautaði á „sumardekkjunum“ í mark á rennblautri brautinni þegar fjölskylda Felipe Massa var byrjuð að fagna titlinum. „Það er engin spurning að öll svona upplifun hjálpar ökumanni. Samt sem áður, þegar mikið hefur verið undir, þá hefur Hamilton verið gjarn á að gera mistök. Það er nóg af stöðum í Abú Dabí þar sem hægt er að klúðra hlutum,“ segir Rúnar, en hver mun standa uppi sem sigurvegari? „Þetta hefur fallið með Hamilton í síðustu keppnum, en ég hef trú á að Rosberg sigri hann. Hvort Hamilton nái öðru sætinu er svo annað mál. Keppnin er galopin og ekki má gleyma að bílarnir eru á síðasta snúningi með vélar og gírkassa. Það getur allt gerst.“ Útsending Stöðvar 2 Sport frá lokakappakstrinum í Abú Dabí hefst klukkan 12.30 á sunnudaginn og verður í lýsingu Rúnars Jónssonar og Kristjáns Einars Kristjánssonar.
Formúla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira